Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 23:47 Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty Images Tæknirisinn Apple sendi í dag frá sér afkomuviðvörun eftir að í ljós kom að afkoma á fjórða ársfjórðungi 2018 yrði öllu lakari en spár höfðu gert ráð fyrir. Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum, að því er fram kemur á vef The Guardian.Viðskipti með hlutabréf í Apple voru stöðvuð tímabundið í dag á meðan Cook fór yfir stöðuna með helstu hluthöfum. Bréf í fyrirtækinu féllu um 7,45 prósent þegar banninu var aflétt skömmu síðar. Í bréfi Cook til hluthafa segir m.a. að stjórnendur Apple hafi ekki getað séð fyrir hversu mikil áhrif samdráttur í kínversku efnahagslífi hefði á gengi fyrirtækisins. Þá sagðist hann þess einnig fullviss að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína eigi hlut að máli og hafi áhrif þess endurspeglast í lakari kaupmætti kínverskra neytenda. Spár höfðu áður gert ráð fyrir að tekjur Apple næmu á bilinu 89-93 milljörðum Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi 2018. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að tekjur á fjórðungnum verði 84 milljarðar dala. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007. Apple Tengdar fréttir Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Bandaríski tæknirisinn Apple gerði jólamyndband í samstarfi við íslenskt listafólk. 26. desember 2018 11:08 Öflugari iPad og grænni Air Haustkynning Apple fór friðsamlega fram. 30. október 2018 15:30 Streisand hringdi í forstjóra Apple til að leiðrétta Siri Barbra Streisand mætti í Carpool Karaoke hjá James Corden í síðustu viku og skelltu þau tvö sér saman á rúntinn. 5. nóvember 2018 10:30 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknirisinn Apple sendi í dag frá sér afkomuviðvörun eftir að í ljós kom að afkoma á fjórða ársfjórðungi 2018 yrði öllu lakari en spár höfðu gert ráð fyrir. Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum, að því er fram kemur á vef The Guardian.Viðskipti með hlutabréf í Apple voru stöðvuð tímabundið í dag á meðan Cook fór yfir stöðuna með helstu hluthöfum. Bréf í fyrirtækinu féllu um 7,45 prósent þegar banninu var aflétt skömmu síðar. Í bréfi Cook til hluthafa segir m.a. að stjórnendur Apple hafi ekki getað séð fyrir hversu mikil áhrif samdráttur í kínversku efnahagslífi hefði á gengi fyrirtækisins. Þá sagðist hann þess einnig fullviss að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína eigi hlut að máli og hafi áhrif þess endurspeglast í lakari kaupmætti kínverskra neytenda. Spár höfðu áður gert ráð fyrir að tekjur Apple næmu á bilinu 89-93 milljörðum Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi 2018. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að tekjur á fjórðungnum verði 84 milljarðar dala. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007.
Apple Tengdar fréttir Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Bandaríski tæknirisinn Apple gerði jólamyndband í samstarfi við íslenskt listafólk. 26. desember 2018 11:08 Öflugari iPad og grænni Air Haustkynning Apple fór friðsamlega fram. 30. október 2018 15:30 Streisand hringdi í forstjóra Apple til að leiðrétta Siri Barbra Streisand mætti í Carpool Karaoke hjá James Corden í síðustu viku og skelltu þau tvö sér saman á rúntinn. 5. nóvember 2018 10:30 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Bandaríski tæknirisinn Apple gerði jólamyndband í samstarfi við íslenskt listafólk. 26. desember 2018 11:08
Streisand hringdi í forstjóra Apple til að leiðrétta Siri Barbra Streisand mætti í Carpool Karaoke hjá James Corden í síðustu viku og skelltu þau tvö sér saman á rúntinn. 5. nóvember 2018 10:30