Umfjöllun: Noregur - Ísland 31-25 | Sex marka tap í Osló Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. janúar 2019 18:45 Aron Pálmarsson. Vísir/Daníel Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sex mörkum 31-25 fyrir því norska í fyrsta leik fjögurra liða æfingamóts sem fram fer í Noregi um helgina. Leikurinn er liður í undirbúningi Íslands fyrir HM sem hefst um miðjan janúar. Þrátt fyrir að það sé nokkuð um meiðsli og veikindi í íslenska hópnum þá var liðið þó að mestu skipað okkar sterkustu leikmönnum. Andstæðingurinn er eitt af sterkari liðum heims um þessar mundir, silfurliðið frá síðasta HM. Fyrri hálfleikurinn byrjaði ágætlega. Bæði lið skoruðu nokkuð mikið fyrstu mínúturnar og markvarslan lítil sem engin. Íslenska liðið tók forystuna en um miðjan fyrri hálfleik féll leikur íslenska liðsins. Vörnin hætti alveg að ráða við norsku sóknina og Torbjörn Bergerud hrökk í gang í markinu hjá Norðmönnum. Mestur varð munurinn fimm mörk en íslenska liðið kom til baka undir lokin og náði að minnka forskotið. Þar spilaði einna helst inn í að Ágúst Elí Björgvinsson kom inn fyrir Björgvin Pál Gústavsson í markinu. Björgvin átti ekki góðan dag og varði ekki skot á þeim tuttugu mínútum eða svo sem hann var inn á. Ágúst Elí náði að verja nokkra bolta og með því komu einfaldari mörk hinu megin. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 16-14 fyrir Norðmenn og heilt yfir fínasti leikur hjá íslenska liðinu þó vissulega væri ýmislegt sem betur mætti gera. Seinni hálfleikurinn byrjaði nokkuð erfiðlega, Rúnar Kárason var rekinn út af í tvær mínútur snemma í hálfleiknum og íslenska liðið fór illa út úr þeim kafla. Norðmenn komu sér aftur í fimm marka forystu og þegar um tíu mínútur voru eftir hrundi leikur íslenska liðsins. Munurinn var orðinn of mikill til þess að endurkoma væri líkleg og það var eins og andinn félli svolítið úr liðinu. Spurning hvort það hafi spilað inn í að þetta sé æfingaleikur og úrslitin skipti ekki máli, en það var eins og krafturinn færi úr vörninni, sóknin fór að ganga illa og skotavalið ekki nógu gott. Á meðan keyrðu Norðmenn áfram og á endanum stóðu þeir uppi sem öruggir sigurvegarar úr þessum leik. Það augljósasta sem skildi liðin að í dag var markvarslan. Bergerud byrjaði ekki vel og varði ekki bolta fyrsta korterið eða svo en hrökk svo all svakalega í gang og varði sjö af átta skotum sem hann fékk á sig um miðjan fyrri hálfleikinn á meðan Björgvin Páll varði ekki skot. Ágúst Elí átti góða innkomu og hann stóð svo í markinu allan seinni hálfleikinn. Þar varði hann þó nokkra bolta en endar samt með undir 30 prósenta markvörslu á meðan Bergerud er í 40 prósentum. Norðmenn eru með mjög góða sóknarmenn og þeir ætla sér verðlaun á HM og þeir voru erfiðir við að ráða fyrir íslensku vörnina. Íslensku strákarnir áttu í meiri vandræðum í vörninni en Norðmenn og voru oftar reknir út af. Hins vegar má nefna að dómararnir virtust leyfa heimamönnum aðeins meira. Aron Pálmarsson hefur átt betri daga sóknarlega í íslenska landsliðsbúningnum og það fór óvenju lítið fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti jákvæða innkomu í leikinn og var markahæstur ásamt Óafi Guðmundssyni með fjögur mörk. Þrátt fyrir stóran mun er margt jákvætt við þennan leik og með betri markvörslu hefði staðan getað verið önnur. Strákarnir kolféllu ekki á fyrsta alvöru prófinu fyrir HM en þeir stóðust það ekki með neinum glæsibrag heldur. Næsti leikur Íslands er gegn Brasilíu á laugardag. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sex mörkum 31-25 fyrir því norska í fyrsta leik fjögurra liða æfingamóts sem fram fer í Noregi um helgina. Leikurinn er liður í undirbúningi Íslands fyrir HM sem hefst um miðjan janúar. Þrátt fyrir að það sé nokkuð um meiðsli og veikindi í íslenska hópnum þá var liðið þó að mestu skipað okkar sterkustu leikmönnum. Andstæðingurinn er eitt af sterkari liðum heims um þessar mundir, silfurliðið frá síðasta HM. Fyrri hálfleikurinn byrjaði ágætlega. Bæði lið skoruðu nokkuð mikið fyrstu mínúturnar og markvarslan lítil sem engin. Íslenska liðið tók forystuna en um miðjan fyrri hálfleik féll leikur íslenska liðsins. Vörnin hætti alveg að ráða við norsku sóknina og Torbjörn Bergerud hrökk í gang í markinu hjá Norðmönnum. Mestur varð munurinn fimm mörk en íslenska liðið kom til baka undir lokin og náði að minnka forskotið. Þar spilaði einna helst inn í að Ágúst Elí Björgvinsson kom inn fyrir Björgvin Pál Gústavsson í markinu. Björgvin átti ekki góðan dag og varði ekki skot á þeim tuttugu mínútum eða svo sem hann var inn á. Ágúst Elí náði að verja nokkra bolta og með því komu einfaldari mörk hinu megin. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 16-14 fyrir Norðmenn og heilt yfir fínasti leikur hjá íslenska liðinu þó vissulega væri ýmislegt sem betur mætti gera. Seinni hálfleikurinn byrjaði nokkuð erfiðlega, Rúnar Kárason var rekinn út af í tvær mínútur snemma í hálfleiknum og íslenska liðið fór illa út úr þeim kafla. Norðmenn komu sér aftur í fimm marka forystu og þegar um tíu mínútur voru eftir hrundi leikur íslenska liðsins. Munurinn var orðinn of mikill til þess að endurkoma væri líkleg og það var eins og andinn félli svolítið úr liðinu. Spurning hvort það hafi spilað inn í að þetta sé æfingaleikur og úrslitin skipti ekki máli, en það var eins og krafturinn færi úr vörninni, sóknin fór að ganga illa og skotavalið ekki nógu gott. Á meðan keyrðu Norðmenn áfram og á endanum stóðu þeir uppi sem öruggir sigurvegarar úr þessum leik. Það augljósasta sem skildi liðin að í dag var markvarslan. Bergerud byrjaði ekki vel og varði ekki bolta fyrsta korterið eða svo en hrökk svo all svakalega í gang og varði sjö af átta skotum sem hann fékk á sig um miðjan fyrri hálfleikinn á meðan Björgvin Páll varði ekki skot. Ágúst Elí átti góða innkomu og hann stóð svo í markinu allan seinni hálfleikinn. Þar varði hann þó nokkra bolta en endar samt með undir 30 prósenta markvörslu á meðan Bergerud er í 40 prósentum. Norðmenn eru með mjög góða sóknarmenn og þeir ætla sér verðlaun á HM og þeir voru erfiðir við að ráða fyrir íslensku vörnina. Íslensku strákarnir áttu í meiri vandræðum í vörninni en Norðmenn og voru oftar reknir út af. Hins vegar má nefna að dómararnir virtust leyfa heimamönnum aðeins meira. Aron Pálmarsson hefur átt betri daga sóknarlega í íslenska landsliðsbúningnum og það fór óvenju lítið fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti jákvæða innkomu í leikinn og var markahæstur ásamt Óafi Guðmundssyni með fjögur mörk. Þrátt fyrir stóran mun er margt jákvætt við þennan leik og með betri markvörslu hefði staðan getað verið önnur. Strákarnir kolféllu ekki á fyrsta alvöru prófinu fyrir HM en þeir stóðust það ekki með neinum glæsibrag heldur. Næsti leikur Íslands er gegn Brasilíu á laugardag.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti