Mamma Guðna neyddi hann niður á spítala: Greindur með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2019 19:30 Guðni Valur Guðnason, kringlukastarinn knái og frjálsíþróttamaður ársins 2018, liggur nú veikur á spítala og er óvíst hvenær hann getur byrjað að æfa og keppa á nýjan leik. Guðni Valur vaknaði um miðjan desember með verk í botnlanganum en hann ágerðist og versnaði eftir því sem leið á mánuðinn. „Ég vaknaði með skemmtilegan verk 14. desember neðst í kviðnum og það var botnlanginn. Ég var skorinn upp tveimur dögum seinna og það gekk mjög fínt,“ sagði Guðni Valur í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég horfði á æfingu á miðvikudeginum en á fimmtudeginum þá veiktist ég allsvakalega. Ég var heima í svitabaði og í keng. Mamma neyddi mig til að fara niður á spítala og það kom í ljós að ég var með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið á bráðamóttökunni. Ég er búinn að vera hér síðan.“ Guðni stóð sig vel á síðasta ári. Hann var á meðal þátttakenda á EM í Berlín og kastaði lengst rúmlega 61 metra þar en besta kastið hans á síðasta ári var rúmlega 65 metrar. „Nei, ekki þannig. Ég er léttari núna svo kannski verður maður bara hraðari,“ grínaðist Guðni aðspurður hvort að veikindin setji strik í reikninginn með framvindu mála 2019. HM fer fram í Katar seint á þessu ári og Guðni ætlar sér þangað. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Það er heppilegt að það er mjög seint á árinu miðað við önnur mót. Það er yfirleitt í byrjun ágúst en er nú í byrjun október því það er svo heitt í Katar svo það er seinna. Ég er bjartsýnn á að komast á það mót.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Guðni Valur Guðnason, kringlukastarinn knái og frjálsíþróttamaður ársins 2018, liggur nú veikur á spítala og er óvíst hvenær hann getur byrjað að æfa og keppa á nýjan leik. Guðni Valur vaknaði um miðjan desember með verk í botnlanganum en hann ágerðist og versnaði eftir því sem leið á mánuðinn. „Ég vaknaði með skemmtilegan verk 14. desember neðst í kviðnum og það var botnlanginn. Ég var skorinn upp tveimur dögum seinna og það gekk mjög fínt,“ sagði Guðni Valur í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég horfði á æfingu á miðvikudeginum en á fimmtudeginum þá veiktist ég allsvakalega. Ég var heima í svitabaði og í keng. Mamma neyddi mig til að fara niður á spítala og það kom í ljós að ég var með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið á bráðamóttökunni. Ég er búinn að vera hér síðan.“ Guðni stóð sig vel á síðasta ári. Hann var á meðal þátttakenda á EM í Berlín og kastaði lengst rúmlega 61 metra þar en besta kastið hans á síðasta ári var rúmlega 65 metrar. „Nei, ekki þannig. Ég er léttari núna svo kannski verður maður bara hraðari,“ grínaðist Guðni aðspurður hvort að veikindin setji strik í reikninginn með framvindu mála 2019. HM fer fram í Katar seint á þessu ári og Guðni ætlar sér þangað. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Það er heppilegt að það er mjög seint á árinu miðað við önnur mót. Það er yfirleitt í byrjun ágúst en er nú í byrjun október því það er svo heitt í Katar svo það er seinna. Ég er bjartsýnn á að komast á það mót.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira