Hlutabréf í Apple féllu um tíu prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 23:00 Erfiðir dagar hjá Apple. Vísir/Getty Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple féllu um nærri tíu prósent í dag, daginn eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun vegna verri sölu en reiknað var með á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. BBC greinir frá. Í gær gaf Apple út að gert væri ráð fyrir að tekjur á síðasta ársfjórðungi ársins 2018 yrðu 84 milljarðar dala en gert hafði verið ráð fyrir tekjum upp á 89-93 milljörðum Bandaríkjadala. Afkomuviðvörðunin er talin valda sérstökum vonbrigðum þar sem síðasti ársfjórðungur ársins er yfirleitt sá sterkasti hjá fyrirtækjum á borð við Apple, enda nær hann yfir hátíðirnar þar sem sala er yfirleitt mikil. Gangi hin nýja spá Apple eftir þýðir það að tekjur félagsins á síðasta ársfjórðungi féllu um fimm prósent á milli ára en í bréfi til fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að rekja mætti vandræðin á síðasta árs til minnkandi sölu í Kína, Hong Kong og Taívan. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007. Apple Tengdar fréttir Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple féllu um nærri tíu prósent í dag, daginn eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun vegna verri sölu en reiknað var með á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. BBC greinir frá. Í gær gaf Apple út að gert væri ráð fyrir að tekjur á síðasta ársfjórðungi ársins 2018 yrðu 84 milljarðar dala en gert hafði verið ráð fyrir tekjum upp á 89-93 milljörðum Bandaríkjadala. Afkomuviðvörðunin er talin valda sérstökum vonbrigðum þar sem síðasti ársfjórðungur ársins er yfirleitt sá sterkasti hjá fyrirtækjum á borð við Apple, enda nær hann yfir hátíðirnar þar sem sala er yfirleitt mikil. Gangi hin nýja spá Apple eftir þýðir það að tekjur félagsins á síðasta ársfjórðungi féllu um fimm prósent á milli ára en í bréfi til fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að rekja mætti vandræðin á síðasta árs til minnkandi sölu í Kína, Hong Kong og Taívan. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007.
Apple Tengdar fréttir Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47