Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2019 22:59 Fiskistofa svipti Kleifarberg veiðileyfi í þrjá mánuði. Vísir/Eyþór Fiskistofa hefur ákveðið að svipta fiskiskipið Kleifarberg RE veiðileyfi í þrjá mánuði frá og með 4. febrúar á þessu ári. Ástæða sviptingarinnar eru brot á lögum um brottkast. Útgerðarfélag Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn. Fiskistofa tilkynnti 2. janúar að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að áhöfn á Kleifarbergi hefði gerst sek um brot á lögum um brottkast afla. Þetta hafi myndskeið sem skipverji á skipinu lét Fiskistofu í té árið 2017 sýnt. Brotin hafi verið framin á árunum 2008 til 2016. Í tilkynningu frá ÚR kemur fram að félagið muni kæra úrskurð Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Útgerðin telji málatilbúnað Fiskistofu ekki standast þar sem úrskurður hennar byggi á „lýsingu eins manns og myndskeiðum sem auðvelt er að eiga við og bjaga.“ Þá telur ÚR að þau brot sem Fiskistofa segir að hafi átt sér stað á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd, með vísan til laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Í úrskurði Fiskistofu kemur einnig fram að athugasemdir lögmanns ÚR hafi aðeins snúið að því að auðvelt væri að falsa myndböndin og að myndskeið af meintu brottkasti frá árinu 2016 hafi verið sviðsett. Hins vegar hafi ekkert í athugasemdum lögmannsins snúið að því sem fram komi í myndskeiðunum sjálfum, þar sem brottkastið ku vera sýnt. Í yfirlýsingu ÚR segir að þrátt fyrir að útgerðin hafi ákveðið að kæra úrskurðinn fresti það ekki leyfissviptingunni. Telur ÚR að tap útgerðarinnar vegna bannsins geti numið allt að einum milljarði króna og að óvíst sé hvort að Kleifarberg haldi velli þegar leyfið er fengið að nýju. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í tilkynningunni að vinnubrögð Fiskistofu séu hörð, og að leyfissviptingin sé „dauðadómur“ yfir skipinu þar sem líklegt sé að skipverjar þess finni sér aðra vinnu meðan bannið varir. „Ef skipið stoppar í 3 mánuði eru allar líkur á að sjómenn á Kleifabergi fái vinnu á öðrum skipum. Með þessari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað.“ Sjávarútvegur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Fiskistofa hefur ákveðið að svipta fiskiskipið Kleifarberg RE veiðileyfi í þrjá mánuði frá og með 4. febrúar á þessu ári. Ástæða sviptingarinnar eru brot á lögum um brottkast. Útgerðarfélag Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn. Fiskistofa tilkynnti 2. janúar að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að áhöfn á Kleifarbergi hefði gerst sek um brot á lögum um brottkast afla. Þetta hafi myndskeið sem skipverji á skipinu lét Fiskistofu í té árið 2017 sýnt. Brotin hafi verið framin á árunum 2008 til 2016. Í tilkynningu frá ÚR kemur fram að félagið muni kæra úrskurð Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Útgerðin telji málatilbúnað Fiskistofu ekki standast þar sem úrskurður hennar byggi á „lýsingu eins manns og myndskeiðum sem auðvelt er að eiga við og bjaga.“ Þá telur ÚR að þau brot sem Fiskistofa segir að hafi átt sér stað á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd, með vísan til laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Í úrskurði Fiskistofu kemur einnig fram að athugasemdir lögmanns ÚR hafi aðeins snúið að því að auðvelt væri að falsa myndböndin og að myndskeið af meintu brottkasti frá árinu 2016 hafi verið sviðsett. Hins vegar hafi ekkert í athugasemdum lögmannsins snúið að því sem fram komi í myndskeiðunum sjálfum, þar sem brottkastið ku vera sýnt. Í yfirlýsingu ÚR segir að þrátt fyrir að útgerðin hafi ákveðið að kæra úrskurðinn fresti það ekki leyfissviptingunni. Telur ÚR að tap útgerðarinnar vegna bannsins geti numið allt að einum milljarði króna og að óvíst sé hvort að Kleifarberg haldi velli þegar leyfið er fengið að nýju. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í tilkynningunni að vinnubrögð Fiskistofu séu hörð, og að leyfissviptingin sé „dauðadómur“ yfir skipinu þar sem líklegt sé að skipverjar þess finni sér aðra vinnu meðan bannið varir. „Ef skipið stoppar í 3 mánuði eru allar líkur á að sjómenn á Kleifabergi fái vinnu á öðrum skipum. Með þessari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað.“
Sjávarútvegur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira