Íslenski boltinn

Geir býður sig fram gegn Guðna: Formannsslagur í febrúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Geir gæti aftur orðið formaður KSÍ í febrúar.
Geir gæti aftur orðið formaður KSÍ í febrúar. vísir/anton
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun fá mótframboð á ársþingi KSÍ í febrúar en Geir Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik.

Þetta tilkynnti hann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi við Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson um framboðið og fótbolta almennt.

Geir var formaður KSÍ frá 2007 og gegndi því í tíu ár. Hann ákvað að fara ekki gegn fram gegn Guðna Bergssyni sem ákvað að bjóða sig fram fyrir síðasta árþing, árið 2017, en þar hafði Guðni betur gegn Birni Einarssyni.

Sögusagnir höfðu gengið undanfarnar vikur að Geir myndi bjóða sig fram gegn Guðna og nú hefur það verið staðfest. Það verður því fróðlegt að sjá formannsslaginn næstu vikur.

Ársþing KSÍ fer fram níunda febrúar næstkomandi á Hilton-hótelinu í Reykjavík.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×