Jón Guðmunds: Aldrei segja aldrei VÍKINGUR GOÐI SIGURÐARSON Í DHL HÖLLINNI SKRIFAR skrifar 5. janúar 2019 21:00 Jón Guðmundsson fer yfir málin með leikmönnum sínum. Vísir/Bára „Við vorum bara skelfilegar. Kannski ekki fyrstu tvær, þrjár mínúturnar en eftir það vorum við bara skelfilegar í öllu sem við vorum að gera. Við vorum hægar, náðum ekki að halda manninum fyrir framan okkur, tókum ekki fráköst, töpuðum mörgum boltum, þetta var bara frá a til ö einn af þessum leikjum sem er bara skelfilegur,” sagði Jón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. Sóknarleikur Keflavíkur var ekki mjög skipulagður í leiknum. Leikmenn skiptust á að reyna að skora uppá eigin spýtur frekar en að vinna saman og spila saman til að komast í betri færi. „Þetta er ekki það sem við erum búin að vera að gera á æfingum undanfarið. Þess vegna kemur þetta mér svolítið mikið á óvart, hvernig sóknarleikurinn var. En að sjálfsögðu eins og þetta hefur verið hingað til á tímabilinu hjá okkur hefur Brittany verið að skora helling. Hún kemur seint úr jólafríi og það náttúrulega munar um hvort hún skori 35 stig eða 17 stig eins og í dag. Við getum að sjálfsögðu gert betur á öllum sviðum.” Birna Valgerður Benónýsdóttir var góð sóknarlega fyrir Keflavík í dag og liggur við eini ljósi punkturinn í hræðilegri Keflavíkursókn. Hún spilaði einungis tuttugu mínútur í dag hinsvegar. „Þetta snýst ekki eingöngu um sókn. Þetta snýst um vörn og sókn, það verður að vera eitthvað jafnvægi þarna á milli.” Embla Kristínardóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Þóranna Kíka voru allar meiddar og komu ekkert við sögu í dag. Hvenær má búast við þeim á vellinum? „Embla er náttúrulega bara ný handleggsbrotin þannig að ég veit ekki alveg hvenær hún kemur tilbaka. Það styttist í Emelíu og Þórönnu, þær gætu komið aftur í febrúar. Þær eru með á æfingum í dag en eru ekki í með neinu þar sem er snerting. Þær taka þátt í æfingum á æfingum en ekki spilinu.” Keflavík er eina liðið í Dominos-deild kvenna sem hefur ekki ennþá notfært sér nýjar reglur um erlenda leikmenn innan EES. Ef þær ætla að bæta við sig leikmanni fyrir tímabil verða þær að gera það fyrir 31. janúar þegar félagsskiptaglugginn lokar. „Aldrei segja aldrei, þetta er kannski dálítið svoleiðis.” Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR 93-71 Keflavík │KR eignaði sér toppsætið með stórsigri KR burstaði Keflavík í toppslag Dominos deildar kvenna. 5. janúar 2019 18:45 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Við vorum bara skelfilegar. Kannski ekki fyrstu tvær, þrjár mínúturnar en eftir það vorum við bara skelfilegar í öllu sem við vorum að gera. Við vorum hægar, náðum ekki að halda manninum fyrir framan okkur, tókum ekki fráköst, töpuðum mörgum boltum, þetta var bara frá a til ö einn af þessum leikjum sem er bara skelfilegur,” sagði Jón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. Sóknarleikur Keflavíkur var ekki mjög skipulagður í leiknum. Leikmenn skiptust á að reyna að skora uppá eigin spýtur frekar en að vinna saman og spila saman til að komast í betri færi. „Þetta er ekki það sem við erum búin að vera að gera á æfingum undanfarið. Þess vegna kemur þetta mér svolítið mikið á óvart, hvernig sóknarleikurinn var. En að sjálfsögðu eins og þetta hefur verið hingað til á tímabilinu hjá okkur hefur Brittany verið að skora helling. Hún kemur seint úr jólafríi og það náttúrulega munar um hvort hún skori 35 stig eða 17 stig eins og í dag. Við getum að sjálfsögðu gert betur á öllum sviðum.” Birna Valgerður Benónýsdóttir var góð sóknarlega fyrir Keflavík í dag og liggur við eini ljósi punkturinn í hræðilegri Keflavíkursókn. Hún spilaði einungis tuttugu mínútur í dag hinsvegar. „Þetta snýst ekki eingöngu um sókn. Þetta snýst um vörn og sókn, það verður að vera eitthvað jafnvægi þarna á milli.” Embla Kristínardóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Þóranna Kíka voru allar meiddar og komu ekkert við sögu í dag. Hvenær má búast við þeim á vellinum? „Embla er náttúrulega bara ný handleggsbrotin þannig að ég veit ekki alveg hvenær hún kemur tilbaka. Það styttist í Emelíu og Þórönnu, þær gætu komið aftur í febrúar. Þær eru með á æfingum í dag en eru ekki í með neinu þar sem er snerting. Þær taka þátt í æfingum á æfingum en ekki spilinu.” Keflavík er eina liðið í Dominos-deild kvenna sem hefur ekki ennþá notfært sér nýjar reglur um erlenda leikmenn innan EES. Ef þær ætla að bæta við sig leikmanni fyrir tímabil verða þær að gera það fyrir 31. janúar þegar félagsskiptaglugginn lokar. „Aldrei segja aldrei, þetta er kannski dálítið svoleiðis.”
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR 93-71 Keflavík │KR eignaði sér toppsætið með stórsigri KR burstaði Keflavík í toppslag Dominos deildar kvenna. 5. janúar 2019 18:45 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR 93-71 Keflavík │KR eignaði sér toppsætið með stórsigri KR burstaði Keflavík í toppslag Dominos deildar kvenna. 5. janúar 2019 18:45
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum