Á tímamótum – Landvernd 50 ára Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2019 07:00 Sjaldan ef nokkurn tíma, hefur krafa samfélagsins verið jafn mikil og nú þegar kemur að umhverfismálum, náttúruvernd og ábyrgri stjórnun auðlinda. Skiptir þá ekki máli hvar borið er niður, hverjum og einum ber að sýna ábyrgð í verki; einstaklingurinn, fyrirtækin og stjórnvöld. Til að styðja okkur í að við öll getum gert betur, og komandi kynslóðir njóti þeirra aðfanga og ávaxta sem okkur er boðið upp á, verðum við að einsetja okkur að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru af nær 200 þjóðum heims í árslok 2015 og tóku gildi 1. janúar 2016. Forgangsröðunin á að vera í þágu mannkyns, jarðar og hagsældar. Landvernd hefur ekki látið sitt eftir liggja en samtökin standa á tímamótum nú um þessi áramót, en á árinu 2019 fagna samtökin 50 ára starfsafmæli sínu. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið okkar. Landvernd er stoltur áhrifavaldur í íslensku samfélagi sem stuðlar að markvissri fræðslu íslenskra nemenda um mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar með Grænfánaverkefninu, hreinsar Ísland í samvinnu við öfluga samstarfsaðila, stendur vörð um hálendið og náttúruperlur landsins og veitir stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum mikilvægt aðhald í málefnum sem snerta umhverfið svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2019 mun verða viðburðaríkt í starfseminni og einkennast af fjölmörgum fræðsluviðburðum, uppákomum og sýnilegum áskorunum. Um leið og við þökkum samvinnu og stuðning á liðnu ári, vonumst við til þess að landsmenn allir fagni með okkur með ábyrgum hætti, takist á við áskoranir morgundagsins í loftslagsmálum með breyttu hegðunar- og neyslumynstri, fræðist um hvernig við getum staðið enn betur vörð um okkar einstöku náttúru og stuðlað að því að núverandi og komandi kynslóðir geti búið við bestu mögulegu umhverfisgæði sem völ er á. Stöndum saman um hreint land, fagurt land. Gleðilegt ár Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Sjá meira
Sjaldan ef nokkurn tíma, hefur krafa samfélagsins verið jafn mikil og nú þegar kemur að umhverfismálum, náttúruvernd og ábyrgri stjórnun auðlinda. Skiptir þá ekki máli hvar borið er niður, hverjum og einum ber að sýna ábyrgð í verki; einstaklingurinn, fyrirtækin og stjórnvöld. Til að styðja okkur í að við öll getum gert betur, og komandi kynslóðir njóti þeirra aðfanga og ávaxta sem okkur er boðið upp á, verðum við að einsetja okkur að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru af nær 200 þjóðum heims í árslok 2015 og tóku gildi 1. janúar 2016. Forgangsröðunin á að vera í þágu mannkyns, jarðar og hagsældar. Landvernd hefur ekki látið sitt eftir liggja en samtökin standa á tímamótum nú um þessi áramót, en á árinu 2019 fagna samtökin 50 ára starfsafmæli sínu. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið okkar. Landvernd er stoltur áhrifavaldur í íslensku samfélagi sem stuðlar að markvissri fræðslu íslenskra nemenda um mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar með Grænfánaverkefninu, hreinsar Ísland í samvinnu við öfluga samstarfsaðila, stendur vörð um hálendið og náttúruperlur landsins og veitir stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum mikilvægt aðhald í málefnum sem snerta umhverfið svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2019 mun verða viðburðaríkt í starfseminni og einkennast af fjölmörgum fræðsluviðburðum, uppákomum og sýnilegum áskorunum. Um leið og við þökkum samvinnu og stuðning á liðnu ári, vonumst við til þess að landsmenn allir fagni með okkur með ábyrgum hætti, takist á við áskoranir morgundagsins í loftslagsmálum með breyttu hegðunar- og neyslumynstri, fræðist um hvernig við getum staðið enn betur vörð um okkar einstöku náttúru og stuðlað að því að núverandi og komandi kynslóðir geti búið við bestu mögulegu umhverfisgæði sem völ er á. Stöndum saman um hreint land, fagurt land. Gleðilegt ár
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun