25 ár liðin frá árásinni á Nancy Kerrigan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 15:30 Nancy Kerrigan og Tonya Harding. Vísir/Getty Í janúarmánuði 1994 varð fólskuleg árás á bandarísku skautadrottninguna Nancy Kerrigan umsvifalaust að stærstu frétt íþróttaheimsins og um leið breyttist Tonya Harding í einn mesta skúrk íþróttasögunnar. Fjölmiðlar og aðrir hafa verið að rifja upp þetta sérstaka mál í dag og í gær en það væri þá ekki í fyrsta sinn sem þessar skautadrottningar væru á milli tannanna á fólki. Fyrir aldarfjórðungi síðan voru skautadrottningarnar Nancy Kerrigan og Tonya Harding að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í Lillehammer í Noregi. Þá gerðist atvik sem stal athygli alls heimsins. 6. janúar 1994 var ráðist á Nancy Kerrigan þegar hún var nýkomin af ísnum eftir æfingu fyrir bandaríska meistaramótið í Detroit. Það náðist ekki myndband af árásinni sjálfri en myndatökumenn komu á staðinn þegar Nancy Kerrigan sat hágrátandi á gólfinu og öskraði: Af hverju ég? Árásamaðurinn reyndist vera félagi Jeff Gillooly, eiginmanns Tonyu Harding - helsta keppinautar Kerrigan. Var markmiðið að koma í veg fyrir að Kerrigan kæmist á leikana í Lillehammer. Allt frá þessum degi fyrir 25 árum síðan hafa nöfn Nancy Kerrigan og Tonya Harding verið tengd og nú síðast var gerð Hollywood kvikmynd um málið. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um málið.Nancy Kerrigan, an Olympic figure skater from Stoneham, Massachusetts, was clubbed on the right leg 25 years ago today #infamous#scandal#whypic.twitter.com/xl5Hwbd3z0 — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 6, 2019Málið greip athygli heimsins enda sett upp eins og handrit að góðri bíómynd með bandarískri skautaprinsessu sem hetju og strákastelpu sem skúrki. Heimurinn fylgdist með og þegar þær mættu báðar á Vetrarólympíuleikana í Lillehammer komust miklu færri að en vildu. Nancy Kerrigan náði sér af meiðslunum og vann silfurverðlaun á leikunum. Tonya Harding náði ekki nema áttunda sæti. Fólk á Twitter hefur verið að rifja upp árásina á Nancy Kerrigan og eftirmála þessa máls í tilefni af þessum tímamótum.25 years ago today: the attack on Nancy Kerrigan by Tonya Harding’s knuckleheads. I covered every second of the story & have never seen anything like it since. Here’s my 2014 @USATODAY look-back, including rare interviews with both Nancy & Tonya: https://t.co/Z6HsrhnzLo — Christine Brennan (@cbrennansports) January 6, 2019Cover of the NY Daily News, 25 years ago today. pic.twitter.com/FCiIeMu9Q5 — Darren Rovell (@darrenrovell) January 7, 2019On this date January 6 in 1994, Ice skater Nancy Kerrigan was attacked by Shawn Eckardt, Tonya Harding's bodyguard. Photo by Jack Smith. pic.twitter.com/OYZOz3jq1q — Jeffrey Guterman (@JeffreyGuterman) January 6, 2019 Ólympíuleikar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Í janúarmánuði 1994 varð fólskuleg árás á bandarísku skautadrottninguna Nancy Kerrigan umsvifalaust að stærstu frétt íþróttaheimsins og um leið breyttist Tonya Harding í einn mesta skúrk íþróttasögunnar. Fjölmiðlar og aðrir hafa verið að rifja upp þetta sérstaka mál í dag og í gær en það væri þá ekki í fyrsta sinn sem þessar skautadrottningar væru á milli tannanna á fólki. Fyrir aldarfjórðungi síðan voru skautadrottningarnar Nancy Kerrigan og Tonya Harding að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í Lillehammer í Noregi. Þá gerðist atvik sem stal athygli alls heimsins. 6. janúar 1994 var ráðist á Nancy Kerrigan þegar hún var nýkomin af ísnum eftir æfingu fyrir bandaríska meistaramótið í Detroit. Það náðist ekki myndband af árásinni sjálfri en myndatökumenn komu á staðinn þegar Nancy Kerrigan sat hágrátandi á gólfinu og öskraði: Af hverju ég? Árásamaðurinn reyndist vera félagi Jeff Gillooly, eiginmanns Tonyu Harding - helsta keppinautar Kerrigan. Var markmiðið að koma í veg fyrir að Kerrigan kæmist á leikana í Lillehammer. Allt frá þessum degi fyrir 25 árum síðan hafa nöfn Nancy Kerrigan og Tonya Harding verið tengd og nú síðast var gerð Hollywood kvikmynd um málið. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um málið.Nancy Kerrigan, an Olympic figure skater from Stoneham, Massachusetts, was clubbed on the right leg 25 years ago today #infamous#scandal#whypic.twitter.com/xl5Hwbd3z0 — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 6, 2019Málið greip athygli heimsins enda sett upp eins og handrit að góðri bíómynd með bandarískri skautaprinsessu sem hetju og strákastelpu sem skúrki. Heimurinn fylgdist með og þegar þær mættu báðar á Vetrarólympíuleikana í Lillehammer komust miklu færri að en vildu. Nancy Kerrigan náði sér af meiðslunum og vann silfurverðlaun á leikunum. Tonya Harding náði ekki nema áttunda sæti. Fólk á Twitter hefur verið að rifja upp árásina á Nancy Kerrigan og eftirmála þessa máls í tilefni af þessum tímamótum.25 years ago today: the attack on Nancy Kerrigan by Tonya Harding’s knuckleheads. I covered every second of the story & have never seen anything like it since. Here’s my 2014 @USATODAY look-back, including rare interviews with both Nancy & Tonya: https://t.co/Z6HsrhnzLo — Christine Brennan (@cbrennansports) January 6, 2019Cover of the NY Daily News, 25 years ago today. pic.twitter.com/FCiIeMu9Q5 — Darren Rovell (@darrenrovell) January 7, 2019On this date January 6 in 1994, Ice skater Nancy Kerrigan was attacked by Shawn Eckardt, Tonya Harding's bodyguard. Photo by Jack Smith. pic.twitter.com/OYZOz3jq1q — Jeffrey Guterman (@JeffreyGuterman) January 6, 2019
Ólympíuleikar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira