Hafró vaktar fjarsvæði laxeldis á Vestfjörðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. janúar 2019 08:00 Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var í leiðangri. Fréttablaðið/Pjetur Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur nýlokið sínum fyrsta leiðangri í vöktun á fjarsvæðum laxeldis í Arnarfirði og á svæðum sem áhugi er fyrir í Ísafjarðardjúpi. „Í fullkomum heimi hefðum við viljað vera búnir að taka mikið af sýnum í Arnarfirði áður en laxeldi var hafið þar en við erum að byggja upp þekkingu um svæðið; reynslu og gögn til að geta fylgst betur með í framtíðinni,“ segir Hjalti Karlsson, sjávarlíffræðingur og verkefnastjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Hjalti bætir því við að markmiðið með vöktun í Ísafjarðardjúpi sé að ná í grunnstöðu áður en fiskeldi hefst þar. Verkefnið lýtur að því að skoða umhverfisáhrif laxeldis fyrir utan svæðin undir og við laxeldiskvíar sem fyrirtækjunum sjálfum er ætlað að vakta lögum samkvæmt. „Þeim er ekki gert að vakta fjarsvæðin, sem eru þá kílómetra eða lengra frá kvíunum. Í þessu verkefni ætlum við okkur að gera það og vorum í okkar fyrsta leiðangri af þessu tagi,“ segir Hjalti. Hafrannsóknastofnun fékk styrk úr Umhverfssjóði sjókvíaeldis til að hefja verkefnið. „Í þessum fyrsta leiðangri fórum við á ótal staði í nokkurri fjarlægð og mikilli fjarlægð frá eldisstöðvum í Arnarfirði en í Ísafirði á svæðum þar sem menn hafa sýnt áhuga á að hefja eldi og í nágrenni við þau,“ segir Hjalti. Í leiðangrinum voru neðanjarðarmyndavélar settar niður á 23 stöðum í Arnarfirði og á yfir 40 stöðum í Ísafjarðardjúpi auk þess sem sýni voru tekin á hverjum stað. „Úr botngreipum fáum við sýni af botndýrum til greiningar til að átta okkur á stöðunni á lífríkinu og í framhaldinu að geta svo farið aftur á staðina með það fyrir augum að kanna hvort einhverjar breyt- ingar hafa orðið,“ segir Hjalti. Að sögn Hjalta munu niðurstöður þessa leiðangurs ekki liggja fyrir fyrr en seint á þessu ári en greining á botnsýnum sé tímafrek og kosti marga mannmánuði. Þó sé unnið að áfangaskýrslu sem skila þurfi til Umhverfissjóðsins snemma á árinu og vonast hann til að verkefnið muni njóta áframhaldandi fjármögnunar. Aðspurður segir Hjalti að vissulega væri gagnlegt að vera með vöktun af þessu tagi víðar um landið. Hún sé hins vegar ákaflega dýr og tímafrek í vinnslu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur nýlokið sínum fyrsta leiðangri í vöktun á fjarsvæðum laxeldis í Arnarfirði og á svæðum sem áhugi er fyrir í Ísafjarðardjúpi. „Í fullkomum heimi hefðum við viljað vera búnir að taka mikið af sýnum í Arnarfirði áður en laxeldi var hafið þar en við erum að byggja upp þekkingu um svæðið; reynslu og gögn til að geta fylgst betur með í framtíðinni,“ segir Hjalti Karlsson, sjávarlíffræðingur og verkefnastjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Hjalti bætir því við að markmiðið með vöktun í Ísafjarðardjúpi sé að ná í grunnstöðu áður en fiskeldi hefst þar. Verkefnið lýtur að því að skoða umhverfisáhrif laxeldis fyrir utan svæðin undir og við laxeldiskvíar sem fyrirtækjunum sjálfum er ætlað að vakta lögum samkvæmt. „Þeim er ekki gert að vakta fjarsvæðin, sem eru þá kílómetra eða lengra frá kvíunum. Í þessu verkefni ætlum við okkur að gera það og vorum í okkar fyrsta leiðangri af þessu tagi,“ segir Hjalti. Hafrannsóknastofnun fékk styrk úr Umhverfssjóði sjókvíaeldis til að hefja verkefnið. „Í þessum fyrsta leiðangri fórum við á ótal staði í nokkurri fjarlægð og mikilli fjarlægð frá eldisstöðvum í Arnarfirði en í Ísafirði á svæðum þar sem menn hafa sýnt áhuga á að hefja eldi og í nágrenni við þau,“ segir Hjalti. Í leiðangrinum voru neðanjarðarmyndavélar settar niður á 23 stöðum í Arnarfirði og á yfir 40 stöðum í Ísafjarðardjúpi auk þess sem sýni voru tekin á hverjum stað. „Úr botngreipum fáum við sýni af botndýrum til greiningar til að átta okkur á stöðunni á lífríkinu og í framhaldinu að geta svo farið aftur á staðina með það fyrir augum að kanna hvort einhverjar breyt- ingar hafa orðið,“ segir Hjalti. Að sögn Hjalta munu niðurstöður þessa leiðangurs ekki liggja fyrir fyrr en seint á þessu ári en greining á botnsýnum sé tímafrek og kosti marga mannmánuði. Þó sé unnið að áfangaskýrslu sem skila þurfi til Umhverfissjóðsins snemma á árinu og vonast hann til að verkefnið muni njóta áframhaldandi fjármögnunar. Aðspurður segir Hjalti að vissulega væri gagnlegt að vera með vöktun af þessu tagi víðar um landið. Hún sé hins vegar ákaflega dýr og tímafrek í vinnslu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira