Ferhyrndur hrútur með risahorn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2018 21:30 Ferhyrnt fé er í miklu uppáhaldi hjá frístundabónda á Hvolsvelli en slíkt fé er frekar sjaldgæft. Af fé bóndans fer hrúturinn Vafurlogi fremstur í flokki en hann er með mjög stór og stæðileg horn sem vekja mikla athygli þeirra sem sjá hann. Í fréttunum í gær sögðum við frá hundinum Spora og Kjartani Benediktssyni á Hvolsvelli. Nú er komið að því að segja frá Kjartani og ferhyrnda fénu hans en hann er með nokkrar slíkar kindur í hesthúsahverfinu á Hvolsvelli, auk þess að vera með hænur. Hrúturinn Vafurlogi er mórauður og líklega með fallegustu ferhyrndu hrútum landsins enda teygja hornin sig í allar áttir. Kindurnar hjá Kjartani elska það þegar hann kemur og gefur þeim brauð, barnabörnin Ylfa og Ýmir Jens Ívarsbörn aðstoða afa við bústörfin. „Ég hef nú átt marga fallega hyrnda og þetta fé virðist verða eldra en margt af þessu ræktaða fé. Það koma alveg drekalömb undan þessu fé.“En þú hefur gaman af hyrndu fé, Kjartan?„Þetta er náttúrulega bara til gamans gert því þetta er náttúrulega hverfandi atvinnugrein. En þetta er svona eins og bara gæludýr hjá mér."En er ekkert erfitt fyrir Vafurloga að hafa svona stór horn, t.d. þegar hann er að éta úr garðanum?„Nei, það virðist ekkert há honum. Það er aftur ef hann kemur fram, þá þarf að saga þau og svona snyrta þau. Svo hann lendi ekki í vandræðum með að éta af jörðinni.“ Vafurlogi er ekki nema veturgamall og því líklegt að hornin eigi eftir að stækka enn frekar á næstu árum.Vafurlogi vígalegur.Mynd/magnús hlynur hreiðarsson Dýr Rangárþing eystra Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Ferhyrnt fé er í miklu uppáhaldi hjá frístundabónda á Hvolsvelli en slíkt fé er frekar sjaldgæft. Af fé bóndans fer hrúturinn Vafurlogi fremstur í flokki en hann er með mjög stór og stæðileg horn sem vekja mikla athygli þeirra sem sjá hann. Í fréttunum í gær sögðum við frá hundinum Spora og Kjartani Benediktssyni á Hvolsvelli. Nú er komið að því að segja frá Kjartani og ferhyrnda fénu hans en hann er með nokkrar slíkar kindur í hesthúsahverfinu á Hvolsvelli, auk þess að vera með hænur. Hrúturinn Vafurlogi er mórauður og líklega með fallegustu ferhyrndu hrútum landsins enda teygja hornin sig í allar áttir. Kindurnar hjá Kjartani elska það þegar hann kemur og gefur þeim brauð, barnabörnin Ylfa og Ýmir Jens Ívarsbörn aðstoða afa við bústörfin. „Ég hef nú átt marga fallega hyrnda og þetta fé virðist verða eldra en margt af þessu ræktaða fé. Það koma alveg drekalömb undan þessu fé.“En þú hefur gaman af hyrndu fé, Kjartan?„Þetta er náttúrulega bara til gamans gert því þetta er náttúrulega hverfandi atvinnugrein. En þetta er svona eins og bara gæludýr hjá mér."En er ekkert erfitt fyrir Vafurloga að hafa svona stór horn, t.d. þegar hann er að éta úr garðanum?„Nei, það virðist ekkert há honum. Það er aftur ef hann kemur fram, þá þarf að saga þau og svona snyrta þau. Svo hann lendi ekki í vandræðum með að éta af jörðinni.“ Vafurlogi er ekki nema veturgamall og því líklegt að hornin eigi eftir að stækka enn frekar á næstu árum.Vafurlogi vígalegur.Mynd/magnús hlynur hreiðarsson
Dýr Rangárþing eystra Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira