Komst áfram á HM í pílu en var gagnrýndur fyrir ruddaskap og dólgslæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 13:00 James Wade. Vísir/Getty Englendingurinn James Wade vann endurkomusigur á Japanum Seigo Asada á HM í pílu í gær og komst fyrir vikið áfram í þriðju umferð keppninnar. Framkoma James Wade gagnvart Seigo Asada þótti hinsvegar ekki til mikillar fyrirmyndar. Seigo Asada komst tvisvar yfir í leiknum, 1-0 og 2-1, en James Wade vann á endanum 3-2. Wayne Mardle, spekingur á Sky Sports, gagnrýndi agressíva framkomu James Wade og gerði hann talsvert úr dólgslátum landa síns. „Svona á ekki að sjást. Hann var alltof agressívur þarna. Ég vona að hann vakni á morgun og átti sig á því að hann gerði mistök. Hann getur ekki talið að þetta sé rétt framkoma og öugglega engum sem horfði á finnst þetta vera í lagi. Þetta er ruddaframkoma og það ekkert pláss fyrir hana í pílu,“ sagði Wayne Mardle, sérfræðingu Sky Sports."Does he mean he wanted to punch him in his face? What does he mean? I am absolutely lost for words."@Wayne501Mardle is astonished after an explosive post-match interview from James Wade. Watch live on Sky Sports Darts or follow it here: https://t.co/oBngD5seUy#LovetheDartspic.twitter.com/gvpC5bhEhP — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 19, 2018Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á honum og fleirum var það hvernig James Wade fór upp að andliti Japanans og fagnaði eftir að hann jafnaði metin í 1-1. Þegar gengið var á James Wade og hann spurður út í hegðun sína þá talaði hann um að hafa „verið að gera þetta fyrir Bretland“ eins og hann komst að orði. „Það var frábær tilfinning að koma til baka. Ég hefði auðveldlega getað tapað þessu. Ég gerði þetta fyrir soninn minn og fyrir þjóðina mína svo að þetta er í lagi,“ sagði James Wade sem eignaðist son fyrir tíu vikum. „Ég vildi meiða hann. Ég vildi virkilega meiða hann því ég ætlaði mér áfram,“ sagði James Wade um ógnandi framkomu sína. Seigo Asada vann næsta sett og komst aftur yfir en Wade tókst að vinna síðustu tvö settin og komast áfram. Michael Smith komst líka áfram í þriðju umferð eftir 3-1 sigur á Hollendingum Ron Meulenkamp og þá vann Ryan Joyce Ástralann Simon Whitlock 3-0. Írinn William O'Connor tryggði sér líka sæti í 32 manna úrslitunum með 3-2 sigri á James Wilson.HM í pílu er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og er sýnt frá mótinu á hverjum degi. Í dag verða tvær útsendingar, sú fyrri er í gangi en sú síðari hefst klukkan 19.00. Aðrar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Englendingurinn James Wade vann endurkomusigur á Japanum Seigo Asada á HM í pílu í gær og komst fyrir vikið áfram í þriðju umferð keppninnar. Framkoma James Wade gagnvart Seigo Asada þótti hinsvegar ekki til mikillar fyrirmyndar. Seigo Asada komst tvisvar yfir í leiknum, 1-0 og 2-1, en James Wade vann á endanum 3-2. Wayne Mardle, spekingur á Sky Sports, gagnrýndi agressíva framkomu James Wade og gerði hann talsvert úr dólgslátum landa síns. „Svona á ekki að sjást. Hann var alltof agressívur þarna. Ég vona að hann vakni á morgun og átti sig á því að hann gerði mistök. Hann getur ekki talið að þetta sé rétt framkoma og öugglega engum sem horfði á finnst þetta vera í lagi. Þetta er ruddaframkoma og það ekkert pláss fyrir hana í pílu,“ sagði Wayne Mardle, sérfræðingu Sky Sports."Does he mean he wanted to punch him in his face? What does he mean? I am absolutely lost for words."@Wayne501Mardle is astonished after an explosive post-match interview from James Wade. Watch live on Sky Sports Darts or follow it here: https://t.co/oBngD5seUy#LovetheDartspic.twitter.com/gvpC5bhEhP — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 19, 2018Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á honum og fleirum var það hvernig James Wade fór upp að andliti Japanans og fagnaði eftir að hann jafnaði metin í 1-1. Þegar gengið var á James Wade og hann spurður út í hegðun sína þá talaði hann um að hafa „verið að gera þetta fyrir Bretland“ eins og hann komst að orði. „Það var frábær tilfinning að koma til baka. Ég hefði auðveldlega getað tapað þessu. Ég gerði þetta fyrir soninn minn og fyrir þjóðina mína svo að þetta er í lagi,“ sagði James Wade sem eignaðist son fyrir tíu vikum. „Ég vildi meiða hann. Ég vildi virkilega meiða hann því ég ætlaði mér áfram,“ sagði James Wade um ógnandi framkomu sína. Seigo Asada vann næsta sett og komst aftur yfir en Wade tókst að vinna síðustu tvö settin og komast áfram. Michael Smith komst líka áfram í þriðju umferð eftir 3-1 sigur á Hollendingum Ron Meulenkamp og þá vann Ryan Joyce Ástralann Simon Whitlock 3-0. Írinn William O'Connor tryggði sér líka sæti í 32 manna úrslitunum með 3-2 sigri á James Wilson.HM í pílu er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og er sýnt frá mótinu á hverjum degi. Í dag verða tvær útsendingar, sú fyrri er í gangi en sú síðari hefst klukkan 19.00.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira