Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Valur 114-98 │ Mikilvægur sigur Þórs Axel Örn Sæmundsson í Þorlákshöfn skrifar 20. desember 2018 20:15 Emil Karel Einarsson er lykilmaður í liði Þórs vísir/bára Í kvöld mættust lið Þórs úr Þorlákshöfn og Vals í 11.umferð Dominos deildar karla. Bæði lið voru nálægt hvort öðru í töflunni fyrir leikinn og var því ljóst að þetta yrði um hörkuleik að ræða og myndu bæða lið gefa allt í það að vinna leikinn og fara með sigur inn í jólin. Það var högg fyrir leik þegar það var kynnt að Kendall Anthony og Illugi Steingríms yrðu ekki með Valsliðinu. Fyrsti leikhluti fór hrikalega vel af stað. Það var mikill hraði í leiknum og skiptust bæði lið á því að skora körfur. Nick Tomsick var með 14 stig að lok fyrsta leikhluta. Varnir beggja liða virtust ekki vera að halda nægilega vel og var mikið um frekar auðveldar körfur. Hraðinn var ennþá mikill í öðrum leikhluta og voru bæði lið að spila mikið upp á hraðaupphlaup og hraðar sóknir. Hrikalega skemmtilegt að fylgjast með þessum fyrri hálfleik. Stigahæstu menn háfleiksins voru í Þór Nick Tomsick með 22 stig en Valsmegin var það Gunnar Ingi með 14 stig. Þórsarar komu hrikalega öflugir út í þriðja leikhlutann og hreinlega keyrðu yfir Valsaranna. Þeir hittu hrikalega vel og voru að ná að stoppa Val í þeirra aðgerðum. Þegar mest lét þá náðu Þórsarar 23 stiga forystu. Staðan fyrir síðasta leikhlutann var 93-70. Það var nokkuð ljóst í fjórða leikhluta að Valsarar væru að fara að spila fyrir stoltið og gerðu þeir það býsna vel. Valur voru alls ekki tilbúnir að gefast upp í leiknum og héldu áfram að leggja sig alla fram. Vörnin var mikið betri og sóknin leit betur út. Þeir unnu 4.leikhlutann 21-28. Leikurinn endaði þó með 16 stiga sigri Þórsara 114-98. Af hverju vann Þór Þ.? Þeir voru að setja niður skotin sín. Þriðji leikhluti var hrikalega flottur og fór mjög langt með þetta. En þeir vinna 3.leikhluta 36-22. Vörnin var ágæt hjá Þórsurum en Valsmenn virtust bara vera ráðavilltir og það hjálpaði Þórsvörninni.Hverjir stóðu uppúr? Nick Tomsick var frábær í liði Þórs. Hann endar leikinn með 40 stig og stjórnar sóknarleiknum hrikalega vel. Valsmeginn var Gunnar Ingi Harðarson hrikalega flottur og skilaði flottum tölum. Það dugði bara ekki í dag þar sem restin af Vals liðinu var alls ekki að finna sig. Það var greinilega alltof mikið fyrir Val að vera án Kendall, Illuga og Will Saunders.Hvað gekk illa? Varnarleikur Valsara gekk ekki nægilega vel hér í kvöld. Þórsarar fengu alltof mikið af auðveldum körfum og voru að fá tíma til þess að skjóta. Þórsarar eru fínt skotlið sem má ekki fá of mikinn tíma.Hvað gerist næst? Liðin fara í jólafrí. Næsti leikur Þórsara eftir áramót er gegn toppliðinu Tindastól í Þorlákshöfn. Valur fer næst í heimsókn á Ásvelli og spilar gegn Haukum.Baldur Þór: Gott að fara inn í jólafríið með sigur „Ég er hrikalega ánægður með sigurinn, verja heimavöllinn og fara inn í jólafríið með sigur” sagði Baldur Þór þjálfari Þórs eftir sigur í kvöld gegn Val. Þórsliðið spilaði flottan sóknarbolta í dag og skoraði 114 stig. „Við skorum 114 stig hérna í kvöld og það er erfitt að tapa þegar maður skorar 114 stig.” Þórsliðið fékk á sig 98 stig sem er fremur mikið en það dugði þó til sigurs hérna í kvöld. “Við spiluðum flotta vörn á köflum en ég er ekki ánægður með seinustu sjö mínúturnar í leiknum þar sem að þeir skora bara að vild og við náum ekki að slíta okkur frá þeim. En heilt yfir er ég ánægður að vera kominn 20 stigum yfir á þeim tíma og ná að landa sigrinum. Hver sigur gildir gríðarlega mikið fyrir okkur.” Það vantaði Kendall, Illuga og William í lið Vals í kvöld og hafði það smá áhrif á undirbúning Þórs liðsins rétt fyrir leik. „Auðvitað hefur það áhrif, við erum búnir að eyða allri vikunni í að skipuleggja hvernig við ætlum að stoppa Kendall og svo spilar hann ekki, þannig þetta breytti heilmiklu en ég er ánægður að við náðum bara að spila vel og vinna þennan leik.” Ágúst: Þurftum að treysta á góða vörn sem klikkaði í kvöld „Eins og ég sagði við þig fyrir leik þá þurftum við að treysta á góða vörn hérna í kvöld en fengum það ekki” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir tap gegn Þórsurum hér í kvöld. Eins og kom fram fyrir leik þá voru Valsarar án Kendall Anthony, Illuga Steingríms og William Saunders hér í kvöld. Sá biti virtist einfaldlega vera of stór fyrir liðið. „Það hjálpar okkur ekki hér í kvöld að missa þessa menn. Kendall er mikið að stjórna spilinu okkar og það vantaði það í kvöld.” Margir lögðu af mörkum í stigaskori hjá Vals liðinu í kvöld. Gunnar Ingi var þó stigahæstur með 24 stig. „Já ég er bara ánægður með hans frammistöðu og það er voða gaman að það séu allir að skora og leggja í púkkinn en það er bara ekki nóg ef við spilum lélega vörn. Við þurfum að laga þetta.”Kinu Rochford: Liðið spilaði vel í kvöld sem heild „Ég er mjög ánægður að hafa unnið þennan leik og geta farið inní jólafríið með sigurleik á bakinu.” Sagði ánægður Kinu Rochford leikmaður Þórs eftir sigur gegn Val í kvöld. „Það voru allir að leggja sig fram í kvöld og spilaði liðið vel sem heild hér í kvöld. Stigaskorið var að dreifast vel hjá okkur og margir að skora sem er frábært.” Kinu tók 16 fráköst í leiknum og voru 8 þeirra sóknarfráköst, og í flestum þeirra náði hann að blaka boltanum ofan í körfuna. „Það má segja að þetta sé einn af mínum bestu kostum sem körfuboltamaður, ég fer alltaf fast í öll fráköst og ætla mér að taka þau.” Kinu er búinn að spila hrikalega vel fyrir Þórs liðið í vetur og er með 19.1 stig, 11.6 fráköst og 28 framlagspunkta að meðaltali. „Mér líður vel hérna á Íslandi. Ég elska þjálfarann, hann og fjölskyldan hans taka mjög vel á móti mér og bjóða mér reglulega í mat heim til sín. Vonandi náum við að halda svona vel áfram eftir áramót.”Gunnar Ingi: Vildum fara inn í jólafríið með sigur „Við vildum fara inní jólafríið með einn sigur og það er búinn að vera stígandi í leiknum okkar.” Sagði Gunnar Ingi leikmaður Vals eftir tap gegn Þór Þ. hér í kvöld. Aðspurður út í það hvað honum fannst hafa valdið því að Valur tapaði í kvöld svaraði hann. „Það voru bara fráköstin í fyrri hálfleik, skotsýning í seinni hálfleik og slæm vörn í seinni sem fara alveg með okkur.” „Það hefur mjög mikil áhrif á okkur að það vanti alla þessa leikmenn. Sóknin okkar rennur mikið í gegnum Kendall og við spilum mikið “pick and roll” og hann er óstöðvandi í því. Svo með Illuga þá er vont að missa hann úr fráköstunum og vörninni.” Gunnar Ingi spilaði hrikalega vel í kvöld fyrir Val og skoraði 24 stig. „Mér leið vel inná vellinum, ég er ánægður með að fá bara að spila meira en svekktur með úrslitin.” Dominos-deild karla
Í kvöld mættust lið Þórs úr Þorlákshöfn og Vals í 11.umferð Dominos deildar karla. Bæði lið voru nálægt hvort öðru í töflunni fyrir leikinn og var því ljóst að þetta yrði um hörkuleik að ræða og myndu bæða lið gefa allt í það að vinna leikinn og fara með sigur inn í jólin. Það var högg fyrir leik þegar það var kynnt að Kendall Anthony og Illugi Steingríms yrðu ekki með Valsliðinu. Fyrsti leikhluti fór hrikalega vel af stað. Það var mikill hraði í leiknum og skiptust bæði lið á því að skora körfur. Nick Tomsick var með 14 stig að lok fyrsta leikhluta. Varnir beggja liða virtust ekki vera að halda nægilega vel og var mikið um frekar auðveldar körfur. Hraðinn var ennþá mikill í öðrum leikhluta og voru bæði lið að spila mikið upp á hraðaupphlaup og hraðar sóknir. Hrikalega skemmtilegt að fylgjast með þessum fyrri hálfleik. Stigahæstu menn háfleiksins voru í Þór Nick Tomsick með 22 stig en Valsmegin var það Gunnar Ingi með 14 stig. Þórsarar komu hrikalega öflugir út í þriðja leikhlutann og hreinlega keyrðu yfir Valsaranna. Þeir hittu hrikalega vel og voru að ná að stoppa Val í þeirra aðgerðum. Þegar mest lét þá náðu Þórsarar 23 stiga forystu. Staðan fyrir síðasta leikhlutann var 93-70. Það var nokkuð ljóst í fjórða leikhluta að Valsarar væru að fara að spila fyrir stoltið og gerðu þeir það býsna vel. Valur voru alls ekki tilbúnir að gefast upp í leiknum og héldu áfram að leggja sig alla fram. Vörnin var mikið betri og sóknin leit betur út. Þeir unnu 4.leikhlutann 21-28. Leikurinn endaði þó með 16 stiga sigri Þórsara 114-98. Af hverju vann Þór Þ.? Þeir voru að setja niður skotin sín. Þriðji leikhluti var hrikalega flottur og fór mjög langt með þetta. En þeir vinna 3.leikhluta 36-22. Vörnin var ágæt hjá Þórsurum en Valsmenn virtust bara vera ráðavilltir og það hjálpaði Þórsvörninni.Hverjir stóðu uppúr? Nick Tomsick var frábær í liði Þórs. Hann endar leikinn með 40 stig og stjórnar sóknarleiknum hrikalega vel. Valsmeginn var Gunnar Ingi Harðarson hrikalega flottur og skilaði flottum tölum. Það dugði bara ekki í dag þar sem restin af Vals liðinu var alls ekki að finna sig. Það var greinilega alltof mikið fyrir Val að vera án Kendall, Illuga og Will Saunders.Hvað gekk illa? Varnarleikur Valsara gekk ekki nægilega vel hér í kvöld. Þórsarar fengu alltof mikið af auðveldum körfum og voru að fá tíma til þess að skjóta. Þórsarar eru fínt skotlið sem má ekki fá of mikinn tíma.Hvað gerist næst? Liðin fara í jólafrí. Næsti leikur Þórsara eftir áramót er gegn toppliðinu Tindastól í Þorlákshöfn. Valur fer næst í heimsókn á Ásvelli og spilar gegn Haukum.Baldur Þór: Gott að fara inn í jólafríið með sigur „Ég er hrikalega ánægður með sigurinn, verja heimavöllinn og fara inn í jólafríið með sigur” sagði Baldur Þór þjálfari Þórs eftir sigur í kvöld gegn Val. Þórsliðið spilaði flottan sóknarbolta í dag og skoraði 114 stig. „Við skorum 114 stig hérna í kvöld og það er erfitt að tapa þegar maður skorar 114 stig.” Þórsliðið fékk á sig 98 stig sem er fremur mikið en það dugði þó til sigurs hérna í kvöld. “Við spiluðum flotta vörn á köflum en ég er ekki ánægður með seinustu sjö mínúturnar í leiknum þar sem að þeir skora bara að vild og við náum ekki að slíta okkur frá þeim. En heilt yfir er ég ánægður að vera kominn 20 stigum yfir á þeim tíma og ná að landa sigrinum. Hver sigur gildir gríðarlega mikið fyrir okkur.” Það vantaði Kendall, Illuga og William í lið Vals í kvöld og hafði það smá áhrif á undirbúning Þórs liðsins rétt fyrir leik. „Auðvitað hefur það áhrif, við erum búnir að eyða allri vikunni í að skipuleggja hvernig við ætlum að stoppa Kendall og svo spilar hann ekki, þannig þetta breytti heilmiklu en ég er ánægður að við náðum bara að spila vel og vinna þennan leik.” Ágúst: Þurftum að treysta á góða vörn sem klikkaði í kvöld „Eins og ég sagði við þig fyrir leik þá þurftum við að treysta á góða vörn hérna í kvöld en fengum það ekki” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir tap gegn Þórsurum hér í kvöld. Eins og kom fram fyrir leik þá voru Valsarar án Kendall Anthony, Illuga Steingríms og William Saunders hér í kvöld. Sá biti virtist einfaldlega vera of stór fyrir liðið. „Það hjálpar okkur ekki hér í kvöld að missa þessa menn. Kendall er mikið að stjórna spilinu okkar og það vantaði það í kvöld.” Margir lögðu af mörkum í stigaskori hjá Vals liðinu í kvöld. Gunnar Ingi var þó stigahæstur með 24 stig. „Já ég er bara ánægður með hans frammistöðu og það er voða gaman að það séu allir að skora og leggja í púkkinn en það er bara ekki nóg ef við spilum lélega vörn. Við þurfum að laga þetta.”Kinu Rochford: Liðið spilaði vel í kvöld sem heild „Ég er mjög ánægður að hafa unnið þennan leik og geta farið inní jólafríið með sigurleik á bakinu.” Sagði ánægður Kinu Rochford leikmaður Þórs eftir sigur gegn Val í kvöld. „Það voru allir að leggja sig fram í kvöld og spilaði liðið vel sem heild hér í kvöld. Stigaskorið var að dreifast vel hjá okkur og margir að skora sem er frábært.” Kinu tók 16 fráköst í leiknum og voru 8 þeirra sóknarfráköst, og í flestum þeirra náði hann að blaka boltanum ofan í körfuna. „Það má segja að þetta sé einn af mínum bestu kostum sem körfuboltamaður, ég fer alltaf fast í öll fráköst og ætla mér að taka þau.” Kinu er búinn að spila hrikalega vel fyrir Þórs liðið í vetur og er með 19.1 stig, 11.6 fráköst og 28 framlagspunkta að meðaltali. „Mér líður vel hérna á Íslandi. Ég elska þjálfarann, hann og fjölskyldan hans taka mjög vel á móti mér og bjóða mér reglulega í mat heim til sín. Vonandi náum við að halda svona vel áfram eftir áramót.”Gunnar Ingi: Vildum fara inn í jólafríið með sigur „Við vildum fara inní jólafríið með einn sigur og það er búinn að vera stígandi í leiknum okkar.” Sagði Gunnar Ingi leikmaður Vals eftir tap gegn Þór Þ. hér í kvöld. Aðspurður út í það hvað honum fannst hafa valdið því að Valur tapaði í kvöld svaraði hann. „Það voru bara fráköstin í fyrri hálfleik, skotsýning í seinni hálfleik og slæm vörn í seinni sem fara alveg með okkur.” „Það hefur mjög mikil áhrif á okkur að það vanti alla þessa leikmenn. Sóknin okkar rennur mikið í gegnum Kendall og við spilum mikið “pick and roll” og hann er óstöðvandi í því. Svo með Illuga þá er vont að missa hann úr fráköstunum og vörninni.” Gunnar Ingi spilaði hrikalega vel í kvöld fyrir Val og skoraði 24 stig. „Mér leið vel inná vellinum, ég er ánægður með að fá bara að spila meira en svekktur með úrslitin.”
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum