Umfjöllun: Skallagrímur - Njarðvík 82-89 │Ljónin áfram í baráttunni á toppnum Gunnhildur Lind Hansdóttir í Borgarnesi skrifar 20. desember 2018 21:15 Ólafur Helgi Jónsson vísir/daníel Njarðvíkingar halda sér með þeim efstu í Domino’s deildinni er þeir sigruðu nýliða Skallagríms í elleftu og jafnframt síðustu umferð móts á árinu. Spilað var í Fjósinu í Borgarnesi. Leikurinn fór ágætlega af stað en ljóst var að heimamenn þyrftu að lenda á góðum leik til að næla sér í stigin tvö gegn sterku liði Njarðvíkur. Jafnræði var með liðum á upphafsmínútum en þegar síga fór á leikhlutann tóku gestirnir meira og meira völdin á parketinu. Boðið var upp á svipaðan leik í öðrum fjórðung en Njarðvíkingar spiluðu þétta maður á mann vörn gegn Borgnesingum og áttu þeir erfitt uppdráttar í sínum sóknaraðgerðum. Héldu heimamenn þó áfram að berjast og máttu þeir þakka fyrir að gestirnir voru ekki að setja öll skotin sín niður. Hálfleiks tölur 36-52 fyrir Suðurnesjaliðinu. Allt annað var að frétta í síðari hálfleik og gjörólíkt Skallagrímslið mætti til leiks. Borgnesingar skiptu yfir í svæðisvörn mest megnið af fjórðungnum. Þessi taktík tók gestina gjörsamlega úr jafnvægi og skoruðu Skallagrímsmenn 21 stig í leikhlutanum á móti sjö stigum Njarðvíkur og munaði einungis fimm stigum á liðum fyrir loka leikhlutann. Boðið var upp á skemmtilegan fjórða leikhluta og var leikurinn nánast í járnum allan tímann. Þó virtust gestirnir einhvern vegin alltaf hafa yfirhöndina og gerðu þeir gulklæddu margar heiðarlegar tilraunir til að jafna og sýndu gífurlega baráttu í sókn og vörn. Oft leit út fyrir að þeir myndu ná ætlunarverki sínu en góðar skyttur gestanna komu í veg fyrir það og loka tölur 82-89 fyrir Njarðvík. Af hverju vann Njarðvík? Mætti segja að Njarðvíkingar hafi unnið vegna góðrar byrjunar en þeir leiddu leika með 16 stigum þegar gengið var til klefa. Þeir slökuðu á í vörn í síðari hálfleik sem heimamenn nýttu sér til fulls og áttu Suðurnesjamenn í stökustu vandræðum með Borgnesinga á stórum köflum.Hverjir stóðu uppúr? Elvar Már Friðriksson hefur reynst Njarðvíkingum gífurlega mikilvægur og heldur áfram að leggja sitt af mörkum. Hann skoraði 27 stig fyrir liðið og gaf 5 stoðsendingar. Þeir Kristinn Pálsson og Mario Matasovic reyndust einnig góðir í frákasta baráttunni og tóku 10 stykki hvor. Hjá Skallagrími var það Bjarni Guðmann sem stóð upp úr og þá sérstaklega í þriðja leikhluta þar sem hann átti stóran hlut í áhlaupi sinna manna. Af því 21 stigi sem liðið setti í leikhlutanum þá átti Guðmann 10 þeirra. Stigahæstur Skallagríms var þó Matej Buovac með 25 stig. Björgvin Hafþór Ríkharðsson var að auki finna sína liðsmenn vel og skilaði af sér 12 stoðsendingum ásamt því að skora 19 stig.Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir heimamenn að jafna metin og komast yfir. Virtist sem að liðið gæti ekki brotið fimm stiga múrinn á löngum kafla síðari hálfleiks. Oft hafði maður á tilfiningunni að Borgnesingar ætluðu sér að skora sex stig í einni sókn og komast þannig yfir. Engu að síður þá eiga þeir hrós skilið fyrir mikla baráttu í kvöld.Hvað gerist næst? Nú fara öll lið Domino’s deildar í gott jólafrí og koma fersk í keppni á nýju ári. Mótið fer aftur af stað sunnudaginn 6. janúar en þá munu Borgnesingar taka á móti Íslandsmeisturunum í KR á meðan Njarðvíkingar heimsækja nágranna sína í Keflavík á Reykjanesinu. Dominos-deild karla
Njarðvíkingar halda sér með þeim efstu í Domino’s deildinni er þeir sigruðu nýliða Skallagríms í elleftu og jafnframt síðustu umferð móts á árinu. Spilað var í Fjósinu í Borgarnesi. Leikurinn fór ágætlega af stað en ljóst var að heimamenn þyrftu að lenda á góðum leik til að næla sér í stigin tvö gegn sterku liði Njarðvíkur. Jafnræði var með liðum á upphafsmínútum en þegar síga fór á leikhlutann tóku gestirnir meira og meira völdin á parketinu. Boðið var upp á svipaðan leik í öðrum fjórðung en Njarðvíkingar spiluðu þétta maður á mann vörn gegn Borgnesingum og áttu þeir erfitt uppdráttar í sínum sóknaraðgerðum. Héldu heimamenn þó áfram að berjast og máttu þeir þakka fyrir að gestirnir voru ekki að setja öll skotin sín niður. Hálfleiks tölur 36-52 fyrir Suðurnesjaliðinu. Allt annað var að frétta í síðari hálfleik og gjörólíkt Skallagrímslið mætti til leiks. Borgnesingar skiptu yfir í svæðisvörn mest megnið af fjórðungnum. Þessi taktík tók gestina gjörsamlega úr jafnvægi og skoruðu Skallagrímsmenn 21 stig í leikhlutanum á móti sjö stigum Njarðvíkur og munaði einungis fimm stigum á liðum fyrir loka leikhlutann. Boðið var upp á skemmtilegan fjórða leikhluta og var leikurinn nánast í járnum allan tímann. Þó virtust gestirnir einhvern vegin alltaf hafa yfirhöndina og gerðu þeir gulklæddu margar heiðarlegar tilraunir til að jafna og sýndu gífurlega baráttu í sókn og vörn. Oft leit út fyrir að þeir myndu ná ætlunarverki sínu en góðar skyttur gestanna komu í veg fyrir það og loka tölur 82-89 fyrir Njarðvík. Af hverju vann Njarðvík? Mætti segja að Njarðvíkingar hafi unnið vegna góðrar byrjunar en þeir leiddu leika með 16 stigum þegar gengið var til klefa. Þeir slökuðu á í vörn í síðari hálfleik sem heimamenn nýttu sér til fulls og áttu Suðurnesjamenn í stökustu vandræðum með Borgnesinga á stórum köflum.Hverjir stóðu uppúr? Elvar Már Friðriksson hefur reynst Njarðvíkingum gífurlega mikilvægur og heldur áfram að leggja sitt af mörkum. Hann skoraði 27 stig fyrir liðið og gaf 5 stoðsendingar. Þeir Kristinn Pálsson og Mario Matasovic reyndust einnig góðir í frákasta baráttunni og tóku 10 stykki hvor. Hjá Skallagrími var það Bjarni Guðmann sem stóð upp úr og þá sérstaklega í þriðja leikhluta þar sem hann átti stóran hlut í áhlaupi sinna manna. Af því 21 stigi sem liðið setti í leikhlutanum þá átti Guðmann 10 þeirra. Stigahæstur Skallagríms var þó Matej Buovac með 25 stig. Björgvin Hafþór Ríkharðsson var að auki finna sína liðsmenn vel og skilaði af sér 12 stoðsendingum ásamt því að skora 19 stig.Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir heimamenn að jafna metin og komast yfir. Virtist sem að liðið gæti ekki brotið fimm stiga múrinn á löngum kafla síðari hálfleiks. Oft hafði maður á tilfiningunni að Borgnesingar ætluðu sér að skora sex stig í einni sókn og komast þannig yfir. Engu að síður þá eiga þeir hrós skilið fyrir mikla baráttu í kvöld.Hvað gerist næst? Nú fara öll lið Domino’s deildar í gott jólafrí og koma fersk í keppni á nýju ári. Mótið fer aftur af stað sunnudaginn 6. janúar en þá munu Borgnesingar taka á móti Íslandsmeisturunum í KR á meðan Njarðvíkingar heimsækja nágranna sína í Keflavík á Reykjanesinu.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum