Telur hunda sína hafa stöðvað innbrot í Mosfellsbæ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2018 10:45 Fenrir og Freyja, eftir varðstörf gærkvöldsins. Elísa Elínar Varðhundaeðli tveggja Alaskan Malamute-hunda er talið hafa komið í veg fyrir innbrot í Mosfellsbæ í gærkvöldi, ef marka má eiganda hundanna. Í samtali við Vísi segir eigandinn, Elísa Elínar, að sér hafi orðið bylt við þegar hún heyrði hundana, þau Fenri og Freyju, gelta í kór á hæsta styrk þegar þau lágu úti í frosti gærkvöldsins. „Þeim finnst náttúrulega best að liggja úti í frostinu enda eru þau Alaskan Malamute,“ segir Elísa. Sér hafi þótt geltið óvenjulegt, mikil umferð er framhjá íbúð þeirra, bæði af gangandi og keyrandi vegfarendum, sem hundarnir kippi sér alla jafna ekki upp við. „En þá standa þau bæði sperrt og horfa á svalirnar hjá nágranna mínum sem var á hækjum sér og ég auðvitað held að hann sé að reykja eða eitthvað,“ segir Elísa. Hún segist hafa flýtt sér að losa hundana og reyndi því næst að teyma þá aftur inn í íbúð sína, sem er við Víðiteig í Mosfellsbæ - „því auðvitað vil ég ekki að þau valdi nágrönnum mínum óþægindum með látum svona seint að kvöldi,“ segir Elísa.Elísa Elínar er eigandi þeirra Fenris og Freyju.Henni hafi tekist að koma Freyju inn en Fenrir lét sér ekki segjast. Áfram gelti hann á manninn sem stóð á svölum nágrannans. „Þannig að ég lít aftur á svalirnar og sé þar ungan mann í algjöru panikki [örvæntingu] hoppa yfir svalirnar og klifra niður á jarðhæð. Þá sé ég líka að allt var niðadimmt í íbúðinni og svalahurðin alveg lokuð,“ segir Elísa. Maðurinn hljóp fyrir horn og segist Elísa hafa misst sjónar á honum áður en hún gerði lögreglu viðvart. Hún segist þó hafa getað gefið lögreglu góða lýsingu á manninum; hann hafi ekki verið mikið eldri en 25 ára, klæddur í ljósar íþróttabuxur í svörtum síðum jakka með svarta húfa. „Lögreglan brást mjög vel við og renndi við í hverfið að svipast um eftir honum.“ Því næst hafi hún gert nágrönnum sínum viðvart, í íbúahóp á Facebook og af viðbrögðunum að dæma eru Mosfellingar ánægðir með að hafa slíkar „loðlöggur í nágrenninu.“ Fenrir og Freyja hættu þó ekki varðstörfunum eftir að hinn meinti innbrotsþjófur var á bak og burt. „Eftir þetta hleypur Freyja beint inn í herbergi þar sem sonur minn 2 ára sefur og hún fór ekki fra honum þangað til ég fór að sofa. Fenrir neitaði að koma inn og svaf úti í garði,“ segir Elísa stolt. Áður hefur verið greint frá því að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. Dýr Mosfellsbær Tengdar fréttir Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47 Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Varðhundaeðli tveggja Alaskan Malamute-hunda er talið hafa komið í veg fyrir innbrot í Mosfellsbæ í gærkvöldi, ef marka má eiganda hundanna. Í samtali við Vísi segir eigandinn, Elísa Elínar, að sér hafi orðið bylt við þegar hún heyrði hundana, þau Fenri og Freyju, gelta í kór á hæsta styrk þegar þau lágu úti í frosti gærkvöldsins. „Þeim finnst náttúrulega best að liggja úti í frostinu enda eru þau Alaskan Malamute,“ segir Elísa. Sér hafi þótt geltið óvenjulegt, mikil umferð er framhjá íbúð þeirra, bæði af gangandi og keyrandi vegfarendum, sem hundarnir kippi sér alla jafna ekki upp við. „En þá standa þau bæði sperrt og horfa á svalirnar hjá nágranna mínum sem var á hækjum sér og ég auðvitað held að hann sé að reykja eða eitthvað,“ segir Elísa. Hún segist hafa flýtt sér að losa hundana og reyndi því næst að teyma þá aftur inn í íbúð sína, sem er við Víðiteig í Mosfellsbæ - „því auðvitað vil ég ekki að þau valdi nágrönnum mínum óþægindum með látum svona seint að kvöldi,“ segir Elísa.Elísa Elínar er eigandi þeirra Fenris og Freyju.Henni hafi tekist að koma Freyju inn en Fenrir lét sér ekki segjast. Áfram gelti hann á manninn sem stóð á svölum nágrannans. „Þannig að ég lít aftur á svalirnar og sé þar ungan mann í algjöru panikki [örvæntingu] hoppa yfir svalirnar og klifra niður á jarðhæð. Þá sé ég líka að allt var niðadimmt í íbúðinni og svalahurðin alveg lokuð,“ segir Elísa. Maðurinn hljóp fyrir horn og segist Elísa hafa misst sjónar á honum áður en hún gerði lögreglu viðvart. Hún segist þó hafa getað gefið lögreglu góða lýsingu á manninum; hann hafi ekki verið mikið eldri en 25 ára, klæddur í ljósar íþróttabuxur í svörtum síðum jakka með svarta húfa. „Lögreglan brást mjög vel við og renndi við í hverfið að svipast um eftir honum.“ Því næst hafi hún gert nágrönnum sínum viðvart, í íbúahóp á Facebook og af viðbrögðunum að dæma eru Mosfellingar ánægðir með að hafa slíkar „loðlöggur í nágrenninu.“ Fenrir og Freyja hættu þó ekki varðstörfunum eftir að hinn meinti innbrotsþjófur var á bak og burt. „Eftir þetta hleypur Freyja beint inn í herbergi þar sem sonur minn 2 ára sefur og hún fór ekki fra honum þangað til ég fór að sofa. Fenrir neitaði að koma inn og svaf úti í garði,“ segir Elísa stolt. Áður hefur verið greint frá því að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa.
Dýr Mosfellsbær Tengdar fréttir Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47 Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47
Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent