Kötturinn köttaður og í kjólinn fyrir jólin Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2018 10:58 Jasmine er í miklu uppáhaldi á Kattholti en hún var orðin alltof þung eða 8,4 kíló sem gerði henni erfitt fyrir. kattholt Læðan Jasmine, sem nú er búsett í Kattholti, hefur verið í strangri megrun nú fyrir jólin. Hún hefur misst hálft kíló, sem er hlutfallslega ágætt, að sögn Halldóru Snorradóttur, forstöðumanns Kattholts.Jasmine í allsherjar klössun „Hún flutti til okkar í september. Og hefur verið í strangri megrun. Jasmine er með sponsor sem styrkir hana um sérstakt megrunarfæði. Hálft kíló er mjög gott hlutfallslega. Hún var 8,4 kíló en er nú komin í 7,8 kíló,“ segir Halldóra og hlær; köttaður og í kjólinn fyrir jólin, svo gripið sé til þekkst talsmáta úr líkamsræktarstöðvum. Forstöðukonan segir að Jasmine ætti í raun ekki að vera þyngri en fimm kíló, hún sé það lítil. Og nauðsynlegt sé að létta hana því það sé mjög hamlandi fyrir hana bæði hvað varðar alla hreyfingu og þrif að vera þetta feit. En, hún er orðin miklu frískari.Jasmine á vigtinni. Hún hefur náð góðum árangri, hefur misst hálft kíló sem er talsvert hlutfallslega.kattholtBúið er að setja Jasmine í bað og snyrtingu og þegar blaðamaður Vísis ræddi við Halldóru var hún stödd á Dýraspítalanum í sérstakri tannhreinsun. Halldóra metur það sem svo að Jasmine sé svona 13 ára gömul en kettir verða oft í kringum 16 ára gamlir. Þannig að hún er komin á virðulegan aldur.Kisurnar í jóladekri og knúsi yfir jólin „Hún kemur upphaflega frá eldri konu sem fór á hjúkrunarheimili og gat ekki haft hana lengur hjá sér. Þar hefur Jasmine haft það mjög gott en hafði þyngst svona mikið,“ segir Halldóra og ljóst má vera að Jasmine er í miklu uppáhaldi á Kattholti. Halldóra segir að hún hafi sinn eigi skrifstofustól og sé dugleg að hjálpa til á skrifstofunni, leggst á lyklaborðið og vill taka þátt í að setja upp vaktaplan og annað. „Virkilega gaman að hafa hana hér hjá okkur.“Halldóra Snorradóttir forstöðumaður Kattholts segir að þorskurinn og rækjurnar séu tilbúnar. Kisurnar fá sín jól.fbl/ernirHátíðin er að ganga í garð á Kattholti og kominn jólahugur í menn og málleysingja. „Þorskurinn og rækjurnar eru tilbúnar til að sjóða og gefa á aðfangadag. Kisurnar fá jólamatinn eins og við mannfólkið. Þær eru núna bara í jóladekri og knúsi um jólin.“ Kattholt fullt Halldóra segir að hótelið á Kattholti sé orðið fullt. þar eru um 50 til 60 kisur. Svo að auki eru óskilakisur sem eru að leita að heimili. „Allt eldri kisur. Kettlingarnir eru í fóstri og koma svo aftur til okkar í janúar í heimilisleit til frambúðar. Og svo eru þessar eldri líka að leita að heimilum, gamlar og gigtveikar. Núna fara engar fleiri kisur frá okkur fyrir jólin, og svo óska þær eftir nýjum heimilum. Það gengur vel að finna kisunum ný heimili, minna er um að fólk leiti eftir kettlingi en áður var.“Mælir ekki með kettlingum í jólagjöf Halldóra segir að þau á Kattholti fái fyrirspurnir um kettlinga til að gefa í jólagjafir. En, hún mælir ekki með slíku. „Það gerum við ekki, þetta er svo mikil skuldbinding og við styðjum það ekki að gefa kettlinga í óvæntar jólagjafir. Þetta þarf að vera sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar. Ekki eitthvað sem maður skilar eftir áramótin. Þetta er ákvörðun sem hugsa þarf til enda. Dýr Jól Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Læðan Jasmine, sem nú er búsett í Kattholti, hefur verið í strangri megrun nú fyrir jólin. Hún hefur misst hálft kíló, sem er hlutfallslega ágætt, að sögn Halldóru Snorradóttur, forstöðumanns Kattholts.Jasmine í allsherjar klössun „Hún flutti til okkar í september. Og hefur verið í strangri megrun. Jasmine er með sponsor sem styrkir hana um sérstakt megrunarfæði. Hálft kíló er mjög gott hlutfallslega. Hún var 8,4 kíló en er nú komin í 7,8 kíló,“ segir Halldóra og hlær; köttaður og í kjólinn fyrir jólin, svo gripið sé til þekkst talsmáta úr líkamsræktarstöðvum. Forstöðukonan segir að Jasmine ætti í raun ekki að vera þyngri en fimm kíló, hún sé það lítil. Og nauðsynlegt sé að létta hana því það sé mjög hamlandi fyrir hana bæði hvað varðar alla hreyfingu og þrif að vera þetta feit. En, hún er orðin miklu frískari.Jasmine á vigtinni. Hún hefur náð góðum árangri, hefur misst hálft kíló sem er talsvert hlutfallslega.kattholtBúið er að setja Jasmine í bað og snyrtingu og þegar blaðamaður Vísis ræddi við Halldóru var hún stödd á Dýraspítalanum í sérstakri tannhreinsun. Halldóra metur það sem svo að Jasmine sé svona 13 ára gömul en kettir verða oft í kringum 16 ára gamlir. Þannig að hún er komin á virðulegan aldur.Kisurnar í jóladekri og knúsi yfir jólin „Hún kemur upphaflega frá eldri konu sem fór á hjúkrunarheimili og gat ekki haft hana lengur hjá sér. Þar hefur Jasmine haft það mjög gott en hafði þyngst svona mikið,“ segir Halldóra og ljóst má vera að Jasmine er í miklu uppáhaldi á Kattholti. Halldóra segir að hún hafi sinn eigi skrifstofustól og sé dugleg að hjálpa til á skrifstofunni, leggst á lyklaborðið og vill taka þátt í að setja upp vaktaplan og annað. „Virkilega gaman að hafa hana hér hjá okkur.“Halldóra Snorradóttir forstöðumaður Kattholts segir að þorskurinn og rækjurnar séu tilbúnar. Kisurnar fá sín jól.fbl/ernirHátíðin er að ganga í garð á Kattholti og kominn jólahugur í menn og málleysingja. „Þorskurinn og rækjurnar eru tilbúnar til að sjóða og gefa á aðfangadag. Kisurnar fá jólamatinn eins og við mannfólkið. Þær eru núna bara í jóladekri og knúsi um jólin.“ Kattholt fullt Halldóra segir að hótelið á Kattholti sé orðið fullt. þar eru um 50 til 60 kisur. Svo að auki eru óskilakisur sem eru að leita að heimili. „Allt eldri kisur. Kettlingarnir eru í fóstri og koma svo aftur til okkar í janúar í heimilisleit til frambúðar. Og svo eru þessar eldri líka að leita að heimilum, gamlar og gigtveikar. Núna fara engar fleiri kisur frá okkur fyrir jólin, og svo óska þær eftir nýjum heimilum. Það gengur vel að finna kisunum ný heimili, minna er um að fólk leiti eftir kettlingi en áður var.“Mælir ekki með kettlingum í jólagjöf Halldóra segir að þau á Kattholti fái fyrirspurnir um kettlinga til að gefa í jólagjafir. En, hún mælir ekki með slíku. „Það gerum við ekki, þetta er svo mikil skuldbinding og við styðjum það ekki að gefa kettlinga í óvæntar jólagjafir. Þetta þarf að vera sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar. Ekki eitthvað sem maður skilar eftir áramótin. Þetta er ákvörðun sem hugsa þarf til enda.
Dýr Jól Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira