Erlent

Einn til viðbótar lést í mótmælunum í Frakklandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mótmælendur komu sér fyrir í tröppunum fyrir neðan Sacré-Cæur kirkjuna í Montmartre hverfinu í dag.
Mótmælendur komu sér fyrir í tröppunum fyrir neðan Sacré-Cæur kirkjuna í Montmartre hverfinu í dag. Vísir/ap
Einn til viðbótar lést í dag í mótmælum hinna svokölluðu Gulvestunga en alls hafa tíu látist frá því mótmælin hófust.

Karlmaður á fertugsaldri lést í borginni Perpignan í suðurhluta Frakklands í dag.

Tæplega 800 manns fylktu liði í höfuðborg Frakklands í dag til að láta í ljós óánægju sína með efnahagsstefnu stjórnvalda.

Mótmælendur ákváðu að hittast ekki á Champs-Elysees breiðgötunni líkt og undanfarna laugardaga en mótmælin á Champs-Elysees hafa einkennst af óeirðum og ofbeldi. Þess í stað tóku mótmælendur sér stöðu í tröppunum fyrir neðan Sacré-Cæur kirkjuna í Montmartre-hverfinu.

Talsvert hefur fækkað í hópi mótmælenda eftir að Emmanuel Macron forseti Frakklands tilkynnti að hann hygðist koma til móts við kröfur mótmælenda með því að hækka lágmarkslaun og afnema skerðingar á ellilífeyrisþega svo eitthvað sé nefnt.


Tengdar fréttir

Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann

Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×