Umfjöllun: Grindavík - Haukar 111-102 │Grindavík upp töfluna Gabríel Sighvatsson í Röstinni og Grindavík skrifa 10. desember 2018 20:45 Lewis Clinch vísir/bára Grindavík bar sigurorð af Haukum í Dominos-deild karla í kvöld. Bæði lið voru í neðri hluta deildarinnar fyrir leik. Leikurinn var í járnum framan af og var ljóst að það yrði barist fram á síðustu stundu. Þá var sóknarleikurinn allsráðandi og skoruð voru 99 stig í fyrri hálfleik. Grindavík voru örlítið betri í þriðja leiklhuta og tóku svakalega 12-0 syrpu í lok þess og byrjun fjórða sem kom þeim í 20 stiga forystu og fór ansi langt með leikinn fyrir þá. Þeir náðu að verja forskotið og bæði lið bættu við fullt af stigum í lok leiks og lokastaðan 114-102.Af hverju vann Grindavík? Grindavík átti betri seinni hálfleik og náðu loks einhverjum varnarleik í gang. Þá tók sóknin rosalegan kafla og setti fullt af þristum í röð sem var erfitt fyrir Haukana að svara. Í stuttu máli skoraði Grindavík fleiri stig í kvöld og það var akkúrat það sem þurfti í þessum stiga leik.Hvað gekk illa? Varnarleikur. Að fá á stig 100 stig í körfuboltaleik er aldrei gott. Það að skora 100 er hinsvegar ansi gott þannig að það vegur í báðar áttir. Fínasta skemmtun fyrir áhorfendur sem fengu nóg fyrir peninginn en vörn er eitthvað sem bæði lið þurfa að skoða því ekki vantaði upp á kraftinn eða spilamennskuna í sókninni.Hverjir stóðu upp úr? Það var nóg af stigaháum leikmönnum í kvöld. Þrír leikmenn Hauka skoruðu meira en 20 stig í kvöld, þeir Hilmar Smári Henningsson (28), Haukur Óskarsson (25) og Hjálmar Stefánsson (23). Það var sama uppi á teningunum hjá Grindavík en þar var Ólafur Ólafsson stigahæstur með 25 stig. Honum fylgdu stutt eftir Tiegbe Bamba með 22 stig og Jordy Kuiper með 21 stig.Hvað gerist næst? Grindavík skýst upp fyrir ÍR og Hauka í 6. sæti. Grindavík tekur á móti Stjörnunni eftir einungis þrjá daga. Haukar eiga einnig heimaleik þann 13. desember en gegn Þór frá Þorlákshöfn. Dominos-deild karla
Grindavík bar sigurorð af Haukum í Dominos-deild karla í kvöld. Bæði lið voru í neðri hluta deildarinnar fyrir leik. Leikurinn var í járnum framan af og var ljóst að það yrði barist fram á síðustu stundu. Þá var sóknarleikurinn allsráðandi og skoruð voru 99 stig í fyrri hálfleik. Grindavík voru örlítið betri í þriðja leiklhuta og tóku svakalega 12-0 syrpu í lok þess og byrjun fjórða sem kom þeim í 20 stiga forystu og fór ansi langt með leikinn fyrir þá. Þeir náðu að verja forskotið og bæði lið bættu við fullt af stigum í lok leiks og lokastaðan 114-102.Af hverju vann Grindavík? Grindavík átti betri seinni hálfleik og náðu loks einhverjum varnarleik í gang. Þá tók sóknin rosalegan kafla og setti fullt af þristum í röð sem var erfitt fyrir Haukana að svara. Í stuttu máli skoraði Grindavík fleiri stig í kvöld og það var akkúrat það sem þurfti í þessum stiga leik.Hvað gekk illa? Varnarleikur. Að fá á stig 100 stig í körfuboltaleik er aldrei gott. Það að skora 100 er hinsvegar ansi gott þannig að það vegur í báðar áttir. Fínasta skemmtun fyrir áhorfendur sem fengu nóg fyrir peninginn en vörn er eitthvað sem bæði lið þurfa að skoða því ekki vantaði upp á kraftinn eða spilamennskuna í sókninni.Hverjir stóðu upp úr? Það var nóg af stigaháum leikmönnum í kvöld. Þrír leikmenn Hauka skoruðu meira en 20 stig í kvöld, þeir Hilmar Smári Henningsson (28), Haukur Óskarsson (25) og Hjálmar Stefánsson (23). Það var sama uppi á teningunum hjá Grindavík en þar var Ólafur Ólafsson stigahæstur með 25 stig. Honum fylgdu stutt eftir Tiegbe Bamba með 22 stig og Jordy Kuiper með 21 stig.Hvað gerist næst? Grindavík skýst upp fyrir ÍR og Hauka í 6. sæti. Grindavík tekur á móti Stjörnunni eftir einungis þrjá daga. Haukar eiga einnig heimaleik þann 13. desember en gegn Þór frá Þorlákshöfn.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti