Hver þarf óvini með þessa vini? Haukur Örn Birgisson skrifar 11. desember 2018 08:00 Ég starfa á skemmtilegasta vinnustað landsins og með mér starfar frábært fólk – fólk sem ég lít á sem fjölskyldu mína. Með þessu fólki starfa ég stærstan hluta dagsins, stærstan hluta vikunnar. Það er ótrúlega mikilvægt að starfa með skemmtilegu fólki, sem maður getur átt góð samskipti við. Fólki sem maður virðir og sem virðir mann á móti. Ég gæti ekki starfað á vinnustað þar sem mér líkaði ekki við samstarfsfólk mitt. Það eru samt ekki allir svo heppnir að geta valið vinnufélaga sína. Þegar ég var ungur maður (þyki miðaldra í dag) þá hafði ég mikinn áhuga á stjórnmálum og gat vel hugsað mér að verða þingmaður þegar „ég yrði stór“. Þennan áhuga missti ég hins vegar rúmlega tvítugur að aldri og ástæðan var aðallega sú að mér fannst starfsumhverfið alls ekki aðlaðandi. Baknag í bakherbergjum var of stór þáttur starfsins, að mínu viti. Þessi skoðun mín hefur lítið breyst við að fylgjast með þingstörfum undanfarin ár. Þar saka þingmenn hver annan um óheiðarleika og spillingu, meira að segja refsiverð brot í starfi – að því er virðist, gegn betri vitund og í því skyni að koma pólitísku höggi á andstæðinga sína. Vikulega er einhver að krefjast þess að einhver annar segi af sér út af einhverju, sem yfirleitt skiptir engu máli. Nýjustu fréttir staðfesta svo loks að ætlaðir vinir reyndust óvinir í raun. Alþingi er reyndar ekki eins og aðrir vinnustaðir. Fólkið þar á ekki að „vinna saman“ að sameiginlegum markmiðum, enda eru markmið og áherslur flokka afar ólík. Þingmenn verða samt að koma fram við aðra af virðingu. Á meðan svo er ekki þá er Alþingi vondur vinnustaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég starfa á skemmtilegasta vinnustað landsins og með mér starfar frábært fólk – fólk sem ég lít á sem fjölskyldu mína. Með þessu fólki starfa ég stærstan hluta dagsins, stærstan hluta vikunnar. Það er ótrúlega mikilvægt að starfa með skemmtilegu fólki, sem maður getur átt góð samskipti við. Fólki sem maður virðir og sem virðir mann á móti. Ég gæti ekki starfað á vinnustað þar sem mér líkaði ekki við samstarfsfólk mitt. Það eru samt ekki allir svo heppnir að geta valið vinnufélaga sína. Þegar ég var ungur maður (þyki miðaldra í dag) þá hafði ég mikinn áhuga á stjórnmálum og gat vel hugsað mér að verða þingmaður þegar „ég yrði stór“. Þennan áhuga missti ég hins vegar rúmlega tvítugur að aldri og ástæðan var aðallega sú að mér fannst starfsumhverfið alls ekki aðlaðandi. Baknag í bakherbergjum var of stór þáttur starfsins, að mínu viti. Þessi skoðun mín hefur lítið breyst við að fylgjast með þingstörfum undanfarin ár. Þar saka þingmenn hver annan um óheiðarleika og spillingu, meira að segja refsiverð brot í starfi – að því er virðist, gegn betri vitund og í því skyni að koma pólitísku höggi á andstæðinga sína. Vikulega er einhver að krefjast þess að einhver annar segi af sér út af einhverju, sem yfirleitt skiptir engu máli. Nýjustu fréttir staðfesta svo loks að ætlaðir vinir reyndust óvinir í raun. Alþingi er reyndar ekki eins og aðrir vinnustaðir. Fólkið þar á ekki að „vinna saman“ að sameiginlegum markmiðum, enda eru markmið og áherslur flokka afar ólík. Þingmenn verða samt að koma fram við aðra af virðingu. Á meðan svo er ekki þá er Alþingi vondur vinnustaður.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar