Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. desember 2018 18:35 Pundið hríðféll í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um að fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um Brexit sáttmálann yrði frestað. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina í óreiðu og höndli hún ekki að koma sáttmálanum í höfn þurfi forsætisráðherrann að víkja. Stefán Rafn. Gengi pundsins hefur ekki verið lægra í 20 mánuði en það hríðféll í dag vegna óvissu í tengslum við útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra hefur verið staðráðin í því að keyra útgöngusáttmálann í gegn um þingið þar til í dag þegar hún tilkynnti óvænt um að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni. „Eftir að hafa hlýtt af athygli á sjónarmið hér í þinginu og utan þings af hálfu þingmanna allra flokka er ljóst að það er breið samstaða um marga lykilþætti samkomulagsins. Við höfum t.d. miklar áhyggjur af norðurírska bakhjarlinum. Það þýðir að ef við gengjum til atkvæðagreiðslu á morgun myndi sáttmálanum verða hafnað með miklum meirihluta. Við frestum því atkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var á morgun í því skyni að valda ekki klofningi í þinginu núna,“ sagði May. Stjórnarandstaðan hefur brugðist harkalega við þessari þróun en ríkisstjórnin er sökuð um að geta ekki stjórnað landinu. „Staða okkar er afar alvarleg og fordæmalaus. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á ástandinu og algjör ringulreið ríkir. Það hefur verið ljóst svo vikum skiptir að sáttmáli forsætisráðherra naut ekki trausts hér í þinginu. og margítrekaði að ekki væri völ á öðrum samningi.“ Áhyggjur gagnrýnenda sáttmálans snúa fyrst og fremst að landamærunum á Norður-Írlandi. May kveðst ætla að óska eftir fundi með leiðtogum Evrópusambandsins til að ná fram breytingum eða fyrirheitum sem slái á þær áhyggjur. Talsmenn Evrópusambandsins hafa þó sagt í dag að ekki stæði til boða að breyta innihaldi sáttmálans. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Pundið hríðféll í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um að fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um Brexit sáttmálann yrði frestað. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina í óreiðu og höndli hún ekki að koma sáttmálanum í höfn þurfi forsætisráðherrann að víkja. Stefán Rafn. Gengi pundsins hefur ekki verið lægra í 20 mánuði en það hríðféll í dag vegna óvissu í tengslum við útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra hefur verið staðráðin í því að keyra útgöngusáttmálann í gegn um þingið þar til í dag þegar hún tilkynnti óvænt um að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni. „Eftir að hafa hlýtt af athygli á sjónarmið hér í þinginu og utan þings af hálfu þingmanna allra flokka er ljóst að það er breið samstaða um marga lykilþætti samkomulagsins. Við höfum t.d. miklar áhyggjur af norðurírska bakhjarlinum. Það þýðir að ef við gengjum til atkvæðagreiðslu á morgun myndi sáttmálanum verða hafnað með miklum meirihluta. Við frestum því atkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var á morgun í því skyni að valda ekki klofningi í þinginu núna,“ sagði May. Stjórnarandstaðan hefur brugðist harkalega við þessari þróun en ríkisstjórnin er sökuð um að geta ekki stjórnað landinu. „Staða okkar er afar alvarleg og fordæmalaus. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á ástandinu og algjör ringulreið ríkir. Það hefur verið ljóst svo vikum skiptir að sáttmáli forsætisráðherra naut ekki trausts hér í þinginu. og margítrekaði að ekki væri völ á öðrum samningi.“ Áhyggjur gagnrýnenda sáttmálans snúa fyrst og fremst að landamærunum á Norður-Írlandi. May kveðst ætla að óska eftir fundi með leiðtogum Evrópusambandsins til að ná fram breytingum eða fyrirheitum sem slái á þær áhyggjur. Talsmenn Evrópusambandsins hafa þó sagt í dag að ekki stæði til boða að breyta innihaldi sáttmálans.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira