Innlent

40 björgunarmenn að störfum vegna lægðarinnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Ekki er um mörg eða alvarleg verkefni að ræða heldur hefðbundin óveðursverk s.s. þakplötur að fjúka og lausamunir úr görðum og af opnum svæðum.
Ekki er um mörg eða alvarleg verkefni að ræða heldur hefðbundin óveðursverk s.s. þakplötur að fjúka og lausamunir úr görðum og af opnum svæðum. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á nokkrum stöðum seinnipartinn og í kvöld vegna lægðarinnar sem gengur yfir landið. Í Grindavík, á Kjalarnesi, í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum hafa björgunarsveitarmenn verið að störfum. Ekki er um mörg eða alvarleg verkefni að ræða heldur hefðbundin óveðursverk s.s. þakplötur að fjúka og lausamunir úr görðum og af opnum svæðum. Alls hafa um 40 björgunarmenn verið að störfum en veðrið virðist vera að ganga niður á þessum stöðum og má því reikna með að flestir haldi til síns heima á næstu klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×