Sannleikur og réttlæti Bjarni Karlsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Fátt hefur kennt mér meira í lífinu en eigin mistök. Þegar ég lít yfir farinn veg er ég ekki síst þakklátur því sem ég hef klúðrað. Þó er ein gerð mistaka sem ég get ekki þakkað. Það er þegar ég hef valdið öðru fólki tjóni. Mér verður æ oftar hugsað til fólks sem ég óttast að ég hafi skaðað með einhverjum hætti. Þegar ég íhuga þetta sé ég að sjaldnast var það vegna ofdrykkju, þótt slíkt hafi hent, en furðu oft hef ég valdið persónum tjóni þegar ég var fullur af réttlætiskennd. Réttlæti og sannleikur eru vandmeðfarin fyrirbæri. Í dag sé ég betur en fyrr að ég er ekki handhafi sannleikans og jafnvel þegar ég hef algjörlega rétt fyrir mér get ég ekki treyst því að ég sé sjálfur réttlátur. Við þekkjum flest ástandið sem skapast í húsi þegar barn er nýkomið í heiminn. Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins. Kannski var maður aldrei nær því að vera maður sjálfur en fyrstu dagana fullur af kvíða og þakklæti undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna heldur eru ástvinirnir handa barninu, þannig sé heldur aldrei hægt að eigna sér sannleikann og réttlætið? Besta vinnutilgátan við ungbarn er sú að þjóna því. Skyldi það vera eins með sannleikann og réttlætið? Stundum þarf vissulega að bregðast hart við í þágu barna, en allt sem við gerum verður að vera laust við sjálflægni í ljósi þess að barnið á sitt eigið líf sem við getum ekki ákvarðað eða sagt fyrir um. Ég vildi óska að ég hefði alltaf hugsað meira um að þjóna réttlætinu en að framkvæma það og fremur sóst eftir því að vera á valdi sannleikans en að valda honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Fátt hefur kennt mér meira í lífinu en eigin mistök. Þegar ég lít yfir farinn veg er ég ekki síst þakklátur því sem ég hef klúðrað. Þó er ein gerð mistaka sem ég get ekki þakkað. Það er þegar ég hef valdið öðru fólki tjóni. Mér verður æ oftar hugsað til fólks sem ég óttast að ég hafi skaðað með einhverjum hætti. Þegar ég íhuga þetta sé ég að sjaldnast var það vegna ofdrykkju, þótt slíkt hafi hent, en furðu oft hef ég valdið persónum tjóni þegar ég var fullur af réttlætiskennd. Réttlæti og sannleikur eru vandmeðfarin fyrirbæri. Í dag sé ég betur en fyrr að ég er ekki handhafi sannleikans og jafnvel þegar ég hef algjörlega rétt fyrir mér get ég ekki treyst því að ég sé sjálfur réttlátur. Við þekkjum flest ástandið sem skapast í húsi þegar barn er nýkomið í heiminn. Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins. Kannski var maður aldrei nær því að vera maður sjálfur en fyrstu dagana fullur af kvíða og þakklæti undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna heldur eru ástvinirnir handa barninu, þannig sé heldur aldrei hægt að eigna sér sannleikann og réttlætið? Besta vinnutilgátan við ungbarn er sú að þjóna því. Skyldi það vera eins með sannleikann og réttlætið? Stundum þarf vissulega að bregðast hart við í þágu barna, en allt sem við gerum verður að vera laust við sjálflægni í ljósi þess að barnið á sitt eigið líf sem við getum ekki ákvarðað eða sagt fyrir um. Ég vildi óska að ég hefði alltaf hugsað meira um að þjóna réttlætinu en að framkvæma það og fremur sóst eftir því að vera á valdi sannleikans en að valda honum.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar