Hvers vegna hvalveiðar? Úrsúla Jünemann skrifar 12. desember 2018 08:00 Tilefni þess að ég skrifa þessa grein er að ég heimsótti fyrrverandi heimalandið mitt, Þýskaland, og hitti þar góða gamla vini. Margoft var ég spurð um hvers vegna það sé ennþá verið að veiða hvali á Íslandi og hvort menn séu nú ekki loksins að hætta þessu. Mér vafðist stöðugt tunga um tönn í þeirri tilraun að finna eitthvað til að réttlæta hvalveiðar hér á landi. Eftir ríkulega umhugsun er niðurstaða mín að hvalveiðar ættu að heyra sögunni til og ekki sé hægt að réttlæta þær lengur. 1. „Íslendingar hafa alltaf stundað hvalveiðar og þetta er partur af menningu okkar.“ Rangt! Aðrar þjóðir veiddu hvali hér við Íslandsstrendur lengi en Íslendingar sjálfir fóru ekki að veiða hvali fyrr en um miðja síðustu öld. 2. „Við verðum að nýta auðlindir okkar.“ En í hverju eru auðlindir okkar fólgnar? Það er miklu meiri ávinningur í því að skoða hvali en að drepa þá. Hvalaskoðun er vinsæl hjá ferðamönnum og jafnvel tilefni sumra til að koma hingað. En að við séum að drepa hvali setur ljótan stimpil á Ísland sem ferðamannaland og skaðar ímynd okkar út á við. 3. „Hvalveiðar skapa atvinnu.“ Að vísu unnu um 150 manns við þessa iðju en hvalaskoðun veitir fleirum vinnu. Einungis á Reykjavíkursvæðinu vinna hátt í 200 manns við hvalaskoðun. Svo leyfi ég mér að fullyrða að vinnan við að kynna land okkar og náttúru sé margfalt skemmtilegri og meira uppbyggjandi en að drepa háþróuð dýr og búta þau í sundur. Það þarf að rannsaka betur hversu skaðlegar hvalveiðar eru fyrir ferðaþjónustu. Allavega hef ég í starfi mínu sem leiðsögumaður heyrt margar neikvæðar raddir um hvalveiðar. 4. „Það er allt í lagi að skjóta dýr, þetta eru bara skepnur.“ Er það svona einfalt? Í dýraverndunarlögum er hægt að lesa að dýr skuli aflífa á skjótan og sem minnst sársaukafullan hátt. En það er vitað að hvalur sem fær skutul í sig er að þjást og kveljast lengi áður enn hann deyr. Og svo erum við ekki einu sinni að tala um að hvalir séu mjög háþróaðar lífverur. Í sumar komu fréttir um að oft séu kálfafullar langreyðarkýr veiddar. Svo var talað um að tvisvar sinnum hafa verið drepnir svonefndir blendingar (afkvæmi langreyðar og steypireyðar) og það sé allt í lagi því einungis steypireyðar eru alfriðaðar. En um er að ræða mjög sjaldgæft fyrirbæri sem ber að vernda. 5. „Hvalaafurðir eru eftirsóttar og seljast vel.“ Ó, nei! Birgðirnar af hvalkjöti hafa safnast fyrir í frystihúsum því enginn markaður er fyrir slíkt. Nema kannski í Japan. En til að koma hvalkjötinu þangað þarf að yfirstíga margar hindranir, til dæmis hafa skipin ekki fengið leyfi til að leggja að landi í flestum höfnum. Reynt er núna að sigla norðurleiðina til Japans. Rökin um að nú væri hægt að vinna fæðubótarefni úr hvalkjöti sem ynni á móti blóðleysi eru einnig frekar langsótt. Það sama er hægt að vinna úr öðrum og mun aðgengilegri hráefnum. 6. „Flestir Íslendingar eru fylgjandi hvalveiðum.“ Rangt. Næstum jafn margir eru fylgjandi og andvígir eftir síðustu könnun. Því miður er stórt hlutfall þeirra sem svara könnunum, um 40%, ekki búnir að mynda sér skoðun. En ef við skoðum þróun síðustu ára þá minnkar stöðugt hlutfall þeirra sem vilja veiða hvali. Stuðningur við hvalveiðar fer minnkandi samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir IFAW, Alþjóða dýravelferðarsjóðinn, fyrir ári. Og er það gott. Það er einn maður hér á landi sem heldur hvalveiðum uppi og enginn veit hversu miklu hann er að tapa á því. Hann er því miður moldríkur enda átti hann stóran hlut í HB Granda, útgerðarfyrirtæki sem mokar upp peningum. Hann getur leyft sér að halda áfram þeirri þráhyggju að Íslendingar eigi að veiða hvali og því miður með dyggum stuðningi sjávarútvegsráðherra. Það er tími til kominn að stöðva þetta, öll skynsemi mælir með því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Tilefni þess að ég skrifa þessa grein er að ég heimsótti fyrrverandi heimalandið mitt, Þýskaland, og hitti þar góða gamla vini. Margoft var ég spurð um hvers vegna það sé ennþá verið að veiða hvali á Íslandi og hvort menn séu nú ekki loksins að hætta þessu. Mér vafðist stöðugt tunga um tönn í þeirri tilraun að finna eitthvað til að réttlæta hvalveiðar hér á landi. Eftir ríkulega umhugsun er niðurstaða mín að hvalveiðar ættu að heyra sögunni til og ekki sé hægt að réttlæta þær lengur. 1. „Íslendingar hafa alltaf stundað hvalveiðar og þetta er partur af menningu okkar.“ Rangt! Aðrar þjóðir veiddu hvali hér við Íslandsstrendur lengi en Íslendingar sjálfir fóru ekki að veiða hvali fyrr en um miðja síðustu öld. 2. „Við verðum að nýta auðlindir okkar.“ En í hverju eru auðlindir okkar fólgnar? Það er miklu meiri ávinningur í því að skoða hvali en að drepa þá. Hvalaskoðun er vinsæl hjá ferðamönnum og jafnvel tilefni sumra til að koma hingað. En að við séum að drepa hvali setur ljótan stimpil á Ísland sem ferðamannaland og skaðar ímynd okkar út á við. 3. „Hvalveiðar skapa atvinnu.“ Að vísu unnu um 150 manns við þessa iðju en hvalaskoðun veitir fleirum vinnu. Einungis á Reykjavíkursvæðinu vinna hátt í 200 manns við hvalaskoðun. Svo leyfi ég mér að fullyrða að vinnan við að kynna land okkar og náttúru sé margfalt skemmtilegri og meira uppbyggjandi en að drepa háþróuð dýr og búta þau í sundur. Það þarf að rannsaka betur hversu skaðlegar hvalveiðar eru fyrir ferðaþjónustu. Allavega hef ég í starfi mínu sem leiðsögumaður heyrt margar neikvæðar raddir um hvalveiðar. 4. „Það er allt í lagi að skjóta dýr, þetta eru bara skepnur.“ Er það svona einfalt? Í dýraverndunarlögum er hægt að lesa að dýr skuli aflífa á skjótan og sem minnst sársaukafullan hátt. En það er vitað að hvalur sem fær skutul í sig er að þjást og kveljast lengi áður enn hann deyr. Og svo erum við ekki einu sinni að tala um að hvalir séu mjög háþróaðar lífverur. Í sumar komu fréttir um að oft séu kálfafullar langreyðarkýr veiddar. Svo var talað um að tvisvar sinnum hafa verið drepnir svonefndir blendingar (afkvæmi langreyðar og steypireyðar) og það sé allt í lagi því einungis steypireyðar eru alfriðaðar. En um er að ræða mjög sjaldgæft fyrirbæri sem ber að vernda. 5. „Hvalaafurðir eru eftirsóttar og seljast vel.“ Ó, nei! Birgðirnar af hvalkjöti hafa safnast fyrir í frystihúsum því enginn markaður er fyrir slíkt. Nema kannski í Japan. En til að koma hvalkjötinu þangað þarf að yfirstíga margar hindranir, til dæmis hafa skipin ekki fengið leyfi til að leggja að landi í flestum höfnum. Reynt er núna að sigla norðurleiðina til Japans. Rökin um að nú væri hægt að vinna fæðubótarefni úr hvalkjöti sem ynni á móti blóðleysi eru einnig frekar langsótt. Það sama er hægt að vinna úr öðrum og mun aðgengilegri hráefnum. 6. „Flestir Íslendingar eru fylgjandi hvalveiðum.“ Rangt. Næstum jafn margir eru fylgjandi og andvígir eftir síðustu könnun. Því miður er stórt hlutfall þeirra sem svara könnunum, um 40%, ekki búnir að mynda sér skoðun. En ef við skoðum þróun síðustu ára þá minnkar stöðugt hlutfall þeirra sem vilja veiða hvali. Stuðningur við hvalveiðar fer minnkandi samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir IFAW, Alþjóða dýravelferðarsjóðinn, fyrir ári. Og er það gott. Það er einn maður hér á landi sem heldur hvalveiðum uppi og enginn veit hversu miklu hann er að tapa á því. Hann er því miður moldríkur enda átti hann stóran hlut í HB Granda, útgerðarfyrirtæki sem mokar upp peningum. Hann getur leyft sér að halda áfram þeirri þráhyggju að Íslendingar eigi að veiða hvali og því miður með dyggum stuðningi sjávarútvegsráðherra. Það er tími til kominn að stöðva þetta, öll skynsemi mælir með því.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun