Innlent

Jöfnunarsjóði verði ekki beitt til að þvinga fram sameiningu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þórshöfn er helsti þéttbýlisstaður Langanesbyggðar.
Þórshöfn er helsti þéttbýlisstaður Langanesbyggðar. Fréttablaðið/Pjetur
Alvarlegar athugasemdir eru gerðar af hálfu sveitarstjórnar Langanesbyggðar við það markmið endurskoðaðrar reglugerðar um jöfnunarsjóð sveitarfélaga að sérstaklega eigi að styrkja millistór sveitarfélög með tilliti til mannfjölda en ekki landfræðilegrar stærðar.

Sveitarstjórnin segir mótsögn í því að ætla reglugerð að auka jöfnuð á milli sveitarfélaga en um leið að ætla reglugerðinni að styrkja millistór sveitarfélög sérstaklega og draga úr neikvæðum áhrifum sameiningar sveitarfélaga.

„Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að áfram skuli nýta jöfnunarsjóð til jöfnunar á milli sveitarfélaga og er ósammála þeirri nálgun höfunda reglugerðarinnar að jöfnunarsjóður verði nýttur í þeim tilgangi að þvinga sveitarfélög til sameiningar,“ segir sveitarstjórnin í bókun.

Í bókuninni kemur fram að með breytingunni myndu framlög úr jöfnunarsjóðnum til Langanesbyggðar lækka vegna fjarlægðar innan sveitarfélagsins. Það sé ekki ásættanlegt enda hafi ekkert breyst í staðháttum né landfræðilegri legu sveitarfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×