„Að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2018 14:30 Hera Hilmarsdóttir gerir það gott í sjónvarps- og kvikmyndabransanum erlendis. fréttablaðið/stefán Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki í nýjustu stórmynd Peter Jackson sem verður forsýnd hér á landi í kvöld. „Mig langar að segja að þetta sé ævintýramynd en hún gerist í framtíðinni, svona þrjú þúsund ár fram í tímann,“ segir Hera hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið einhverskonar stríð á okkar tíma og þarna býr fólk öðruvísi. Það býr í borgum sem hreyfast um á hjólum. Í miðri sögu er fylgst með stelpu sem vill drepa manninn sem drap móðir hennar,“ segir Hera sem leikur einmitt þann karakter. Myndin ber nafnið Mortal Engines og kemur í kvikmyndahús um heim allan í desember eða um næstu helgi. Er hún nýjasta afurð Jackson sem best er þekktur fyrir Lord of the Rings myndir sínar.Sjá einnig: Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben KingsleyMortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum.Leikur Hera hlutverk Hester Shaw í myndinni en með önnur hlutverk fara Hugo Weaving og Stephen Lang. Leikstjóri er Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, sem framleiðir myndina. „Mér finnst hún vera ofurhetja í hjartanu en hún er samt ekki alvöru ofurhetja í þeim skilningi. Þetta er í raun saga um konu sem hefur gjörsamlega verið misboðið og er reið og vill hefna sín. Það að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr og allt í einu eru margir að horfa á það sem þú ert að gera. Ég hef ekki leikið í svona mynd áður, svona vísindaskáldskap.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Heru. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki í nýjustu stórmynd Peter Jackson sem verður forsýnd hér á landi í kvöld. „Mig langar að segja að þetta sé ævintýramynd en hún gerist í framtíðinni, svona þrjú þúsund ár fram í tímann,“ segir Hera hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið einhverskonar stríð á okkar tíma og þarna býr fólk öðruvísi. Það býr í borgum sem hreyfast um á hjólum. Í miðri sögu er fylgst með stelpu sem vill drepa manninn sem drap móðir hennar,“ segir Hera sem leikur einmitt þann karakter. Myndin ber nafnið Mortal Engines og kemur í kvikmyndahús um heim allan í desember eða um næstu helgi. Er hún nýjasta afurð Jackson sem best er þekktur fyrir Lord of the Rings myndir sínar.Sjá einnig: Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben KingsleyMortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum.Leikur Hera hlutverk Hester Shaw í myndinni en með önnur hlutverk fara Hugo Weaving og Stephen Lang. Leikstjóri er Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, sem framleiðir myndina. „Mér finnst hún vera ofurhetja í hjartanu en hún er samt ekki alvöru ofurhetja í þeim skilningi. Þetta er í raun saga um konu sem hefur gjörsamlega verið misboðið og er reið og vill hefna sín. Það að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr og allt í einu eru margir að horfa á það sem þú ert að gera. Ég hef ekki leikið í svona mynd áður, svona vísindaskáldskap.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Heru.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira