Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Skallagrímur 89-73 │Stólarnir sigldu sigrinum heim en þurftu að hafa fyrir honum Árni Jóhannsson skrifar 13. desember 2018 21:45 Brynjar Þór Björnsson vísir/daníel Fyrirfram var ekki búist við mikilli spennu í leik Tindastóls og Skallagríms í 10. umferð Dominos deildarinnar fyrr í kvöld. Annað koma á daginn í 32 mínútur en þá náðu Stólarnir 10-0 sprett og kláruðu leikinn. Sóknarleikur gestanna var ekki upp á marga fiska í fyrsta leikhluta og var mjög tilviljanakenndur á meðan Stólarnir spiluðu sinn leik og kláruðu þeir fyrsta leikhlutann með sjö stiga forystu. Í öðrum leikhluta stigu Skallagrímur upp ákafann í sínum leik á báðum endum vallarins og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og um miðjan þriðja leikhluta náðu þeir að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum en lengra komust þeir ekki. Í upphafi fjórða leikhluta komust heimamenn á 10-0 sprett sem gerði það að verkum að þeir komust 15 stigum yfir og Stólarnir litu ekki um öxl. Þeir kláruðu leikinn af mikilli fagmennsku og níundi sigurinn staðreynd.Afhverju vann Tindastóll?Stutta svarið er að gæðin eru miklu meiri í liði Tindastóls heldur en í liðin Skallagríms. Þegar á þurfti að halda læstu heimamenn vörninni sem þýddi að boltinn neitaði bara að fara ofan í körfuna fyrir Skallagrím og spretturinn varð tíu stig áður en yfir lauk og þá var of mikill munur á liðunum til að Skallagrímur ætti séns á að koma til baka. Skallagrímur saknaði Eyjólfs Ásbergs Halldórssonar í sínu liði en það munar um meira fyrir lið sem mun væntanlega verja því sem eftir er af tímabilinu í botnbaráttunni.Hverjir stóðu upp úr?Danero Thomas skoraði 17 stig og stal 5 boltum fyrir Stólana og Pétur Rúnar Birgisson skilaði 11 stigum og sjö stoðsendingum að auki. Hjá gestunum var það Aundre Jackson sem skoraði mest en hann skoraði 19 stig. Domogoj Samac skoraði 18 stig og náði í níu fráköst. Samac var einnig framlagshæstur en hann skilað 19 framlagsstigum.Tölfræði sem vakti athygli?Stólarnir skoruðu 26 stig eftir að hafa unnið boltann af gestunum en að sama skapi skoruðu gestirnir 25 stig úr hraðaupphlaupum. Skallagrímur náði hinsvegar ekki í nema tvö stig eftir sóknarfráköst á meðan Stólarnir náðu í 12 stig þannig og það skiptir máli. Framlagið af bekk Tindastóls var einnig gott en leikmenn sem komu inn af bekknum skoruðu 23 stig í kvöld og sýndi það sig að Tindastóll er með mikið af gæðaleikmönnu innan sinna raða.Hvað gerist næst?Stólarnir fara í heimsókn til Keflavíkur og mæta heimamönnum í stórleik umferðarinnar. Skallagrímur þarf að fara að ná í stig og fá tækifæri til þess á heimavelli á móti Njarðvík í næstu umferð en það verður ekki auðvelt. Israel Martin: Algjör liðssigur„Mín fyrstu viðbrögð eru fyrst og fremst ánægja með sigurin. Það er einn í viðbót í sarpinn“, sagði þjálfari Tindastóls eftir að hans menn innbyrtu sigur á móti Skallagrím fyrr í kvöld. „Það er ekki auðvelt að vera á sigurgöngu því andlegi þátturinn og orkan þarf að vera rétt til að halda henni áfram og nánast öll smáatriði líka. Varnartaktíkin okkar er mjög mikilvægur þáttur í okkar leik eins og sást hjá okkur í dag þegar við náðum að komast inn í taktíkina okkar ásamt því að fá orku til að framkvæma hana þá kom þetta hjá okkur í mjög mikilvægum sigri“. Israel var spurður að því hversu mikilvægt það er að hafa Helgana á bekknum og sagði hann þá mikilvæga hlekki en það mætti ekki gleyma öðrum sem leggja lóðin á vogarskálarnar. „Þeir eru mjög mikilvægir enda alltaf tilbúnir en við skulum ekki gleyma hinum strákunum sem eru alltaf tilbúnir að koma inn af bekknum og skjóta boltanum og spila vörn fyrir okkur og mér líkar það mjög vel. Í dag breyttist takturinn í leiknum út af íslensku strákunum og það er mikilvægt að hafa þá hérna og ég verð að segja að ég er mjög ánægður í dag því þetta var algjör liðssigur. Það er mjög ánægjulegt að vinna með svona hóp sem er alltaf tilbúinn að leggja sig fram og vera með mikla orku í sínum leik“. Um næsta leik á móti Keflavík sagði Israel: „Ég er með einbeitinguna á bikarleiknum á móti Fjölni um helgina en við þurfum að vera fljótir að ná okkur, sérstaklega þar sem nokkrir menn hafa verið veikir hjá okkur og við þurfum að verða heilbrigðir fyrir þann leik. Eftir sunnudaginn förum við að einbeita okkur að Keflavík.“ Finnur Jónsson: Þetta er orðin brekka núnaFinnur Jónsson var hundfúll með úrslitin en gat verið sáttur með það hvernig hans menn spiluðu leikinn á móti Tindastól en Skallagrímur var vel inn í leiknum alveg fram í fjórða leikhluta. „Ég er hundfúll að tapa en er sáttur við þrjá leikhluta af fjórum hjá okkur í kvöld. Við stóðum okkur mun betur varnarlega heldur en við höfum verið að gera og komumst í gott flæði sóknarlega en því miður annan leikinn í röð þá hittum við illa“. „Já við þurfum klárlega að breyta einhverju“, sagði Finnur eftir að hafa verið spurður að því hvort einhverra breytinga væri þörf á hans liði í ljósi þess að tapið í kvöld var það sjötta í röð í deildinni. Um næst leik á móti Njarðvík sagði Finnur: „Við ætlum að reyna að bæta okkar leik bæði í vörn og sókn en eigum einn bikarleik á milli á sunnudaginn. Við erum alltaf að reyna að þróa okkur áfram og verða betri sem lið og reyna að skrapa einhverjum stigum saman en þetta er orðin brekka núna“. Dominos-deild karla
Fyrirfram var ekki búist við mikilli spennu í leik Tindastóls og Skallagríms í 10. umferð Dominos deildarinnar fyrr í kvöld. Annað koma á daginn í 32 mínútur en þá náðu Stólarnir 10-0 sprett og kláruðu leikinn. Sóknarleikur gestanna var ekki upp á marga fiska í fyrsta leikhluta og var mjög tilviljanakenndur á meðan Stólarnir spiluðu sinn leik og kláruðu þeir fyrsta leikhlutann með sjö stiga forystu. Í öðrum leikhluta stigu Skallagrímur upp ákafann í sínum leik á báðum endum vallarins og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og um miðjan þriðja leikhluta náðu þeir að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum en lengra komust þeir ekki. Í upphafi fjórða leikhluta komust heimamenn á 10-0 sprett sem gerði það að verkum að þeir komust 15 stigum yfir og Stólarnir litu ekki um öxl. Þeir kláruðu leikinn af mikilli fagmennsku og níundi sigurinn staðreynd.Afhverju vann Tindastóll?Stutta svarið er að gæðin eru miklu meiri í liði Tindastóls heldur en í liðin Skallagríms. Þegar á þurfti að halda læstu heimamenn vörninni sem þýddi að boltinn neitaði bara að fara ofan í körfuna fyrir Skallagrím og spretturinn varð tíu stig áður en yfir lauk og þá var of mikill munur á liðunum til að Skallagrímur ætti séns á að koma til baka. Skallagrímur saknaði Eyjólfs Ásbergs Halldórssonar í sínu liði en það munar um meira fyrir lið sem mun væntanlega verja því sem eftir er af tímabilinu í botnbaráttunni.Hverjir stóðu upp úr?Danero Thomas skoraði 17 stig og stal 5 boltum fyrir Stólana og Pétur Rúnar Birgisson skilaði 11 stigum og sjö stoðsendingum að auki. Hjá gestunum var það Aundre Jackson sem skoraði mest en hann skoraði 19 stig. Domogoj Samac skoraði 18 stig og náði í níu fráköst. Samac var einnig framlagshæstur en hann skilað 19 framlagsstigum.Tölfræði sem vakti athygli?Stólarnir skoruðu 26 stig eftir að hafa unnið boltann af gestunum en að sama skapi skoruðu gestirnir 25 stig úr hraðaupphlaupum. Skallagrímur náði hinsvegar ekki í nema tvö stig eftir sóknarfráköst á meðan Stólarnir náðu í 12 stig þannig og það skiptir máli. Framlagið af bekk Tindastóls var einnig gott en leikmenn sem komu inn af bekknum skoruðu 23 stig í kvöld og sýndi það sig að Tindastóll er með mikið af gæðaleikmönnu innan sinna raða.Hvað gerist næst?Stólarnir fara í heimsókn til Keflavíkur og mæta heimamönnum í stórleik umferðarinnar. Skallagrímur þarf að fara að ná í stig og fá tækifæri til þess á heimavelli á móti Njarðvík í næstu umferð en það verður ekki auðvelt. Israel Martin: Algjör liðssigur„Mín fyrstu viðbrögð eru fyrst og fremst ánægja með sigurin. Það er einn í viðbót í sarpinn“, sagði þjálfari Tindastóls eftir að hans menn innbyrtu sigur á móti Skallagrím fyrr í kvöld. „Það er ekki auðvelt að vera á sigurgöngu því andlegi þátturinn og orkan þarf að vera rétt til að halda henni áfram og nánast öll smáatriði líka. Varnartaktíkin okkar er mjög mikilvægur þáttur í okkar leik eins og sást hjá okkur í dag þegar við náðum að komast inn í taktíkina okkar ásamt því að fá orku til að framkvæma hana þá kom þetta hjá okkur í mjög mikilvægum sigri“. Israel var spurður að því hversu mikilvægt það er að hafa Helgana á bekknum og sagði hann þá mikilvæga hlekki en það mætti ekki gleyma öðrum sem leggja lóðin á vogarskálarnar. „Þeir eru mjög mikilvægir enda alltaf tilbúnir en við skulum ekki gleyma hinum strákunum sem eru alltaf tilbúnir að koma inn af bekknum og skjóta boltanum og spila vörn fyrir okkur og mér líkar það mjög vel. Í dag breyttist takturinn í leiknum út af íslensku strákunum og það er mikilvægt að hafa þá hérna og ég verð að segja að ég er mjög ánægður í dag því þetta var algjör liðssigur. Það er mjög ánægjulegt að vinna með svona hóp sem er alltaf tilbúinn að leggja sig fram og vera með mikla orku í sínum leik“. Um næsta leik á móti Keflavík sagði Israel: „Ég er með einbeitinguna á bikarleiknum á móti Fjölni um helgina en við þurfum að vera fljótir að ná okkur, sérstaklega þar sem nokkrir menn hafa verið veikir hjá okkur og við þurfum að verða heilbrigðir fyrir þann leik. Eftir sunnudaginn förum við að einbeita okkur að Keflavík.“ Finnur Jónsson: Þetta er orðin brekka núnaFinnur Jónsson var hundfúll með úrslitin en gat verið sáttur með það hvernig hans menn spiluðu leikinn á móti Tindastól en Skallagrímur var vel inn í leiknum alveg fram í fjórða leikhluta. „Ég er hundfúll að tapa en er sáttur við þrjá leikhluta af fjórum hjá okkur í kvöld. Við stóðum okkur mun betur varnarlega heldur en við höfum verið að gera og komumst í gott flæði sóknarlega en því miður annan leikinn í röð þá hittum við illa“. „Já við þurfum klárlega að breyta einhverju“, sagði Finnur eftir að hafa verið spurður að því hvort einhverra breytinga væri þörf á hans liði í ljósi þess að tapið í kvöld var það sjötta í röð í deildinni. Um næst leik á móti Njarðvík sagði Finnur: „Við ætlum að reyna að bæta okkar leik bæði í vörn og sókn en eigum einn bikarleik á milli á sunnudaginn. Við erum alltaf að reyna að þróa okkur áfram og verða betri sem lið og reyna að skrapa einhverjum stigum saman en þetta er orðin brekka núna“.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum