Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Breiðablik 108-103 │Elvar gerði 40 stig gegn Blikum Gabríel Sighvatsson skrifar 13. desember 2018 22:30 Elvar Már Friðriksson vísir/daníel Njarðvík tók á móti Breiðablik í kvöld í Ljónagryfjunni og bjuggust flestir eflaust við sigri heimamanna í kvöld en þeir höfðu unnið 5 leiki í röð í deild og alla heimaleiki sína fyrir leikinn í kvöld. Blikarnir, sem voru á botni deildarinnar með einungis 2 stig áttu flottan leik í kvöld og stóðu vel í Njarðvíkingum sem voru slakir á löngum köflum leiksins. Staðan í hálfleik var jöfn en það var aðeins eftir einn af fáum góðum köflum Njarðvíkur þar sem þeir voru undir nánast allan 2. leikhluta. Það var ekki fyrr en í 4. leikhluta sem hlutirnir fóru að snúast þeim í vil. Vörnin fór í gang og sömuleiðis Jeb Ivey sem skoraði 10+ stig undir lokin. Elvar Már átti frábæran leik og skoraði 40 stig samtals. Að lokum hafði Njarðvík nauman sigur 108-103 og halda í við Tindastól á toppi deildarinnar.Af hverju vann Njarðvík? Það hefði verið auðveldara að útskýra það ef hitt liðið hefði unnið. Njarðvík voru slakir en náðu samt að klára dæmið í kvöld. Það vantaði mikið upp á varnarleikinn en þeir skora oftast nóg af stigum og sú var raunin í kvöld. Menn stigu upp þegar þeir þurftu mest á því að halda og það gerði gæfumuninn. Svo er spurning hvort þeir hafi náð að safna upp smá orku til að klára þetta þegar leikmenn fengu pásu í 4. leikhluta vegna vesens á leikklukkunni.Hvað gekk illa? Varnarleikur heimamanna var ekki til útflutnings. Þeir voru heppnir að Blikar refsuðu ekki betur á köflum. Mörg skot fóru forgörðum í 4. leikhluta. Að skora 103 stig er ansi gott en þeir þurftu líka að verjast betur til að klára þetta, þú vinnur fáa leiki þegar þú færð 108 stig á þig.Hverjir stóðu upp úr? Lélegur varnarleikur en góður sóknarleikur einkenndi Njarðvík. Elvar Már Friðriksson skoraði 40 stig, átti 11 fráköst og 12 stoðsendingar og var með framlag upp á 50. Jeb Ivey skoraði að lokum 17 stig og lagði mikið til í lok leiks eins og í seinustu umferð. Christian Covile var stigahæstur hjá gestunum með 26 stig og var óheppinn að skora ekki fleiri. Þá voru Sveinbjörn og Hilmar með 16 og 15 stig.Hvað gerist næst? Njarðvík heldur 2. sæti deildarinnar og sækir Skallagrím heim í síðasta leik fyrir jólafrí. Breiðablik, sem er enn á botni deildarinnar á leik gegn KR.Einar Árni: Ætla ekki að tala um neitt vanmat Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég var lítt hrifinn, í sjálfu sér. Við töldum okkur hafa undirbúið okkur vel og höfum alveg rætt það að Blikarnir eru búnir að eiga erfitt tímabil og fóru illa t.a.m. út úr síðasta leik en ég var líka búinn að sjá að þeir voru búnir að koma á erfiða útivelli og láta allt flakka sem þeir gerðu sannarlega í dag. Ég verð að láta það standa upp úr, mér fannst þeir frábærir í dag.“ „“Effortið“, áræðnin, skutu boltanum frábærlega, bekkurinn þeirra þvílíkt stemmdur og það er til eftirbreytni og kannski eitthvað sem við þurfum að læra.“ Það getur oft verið erfitt að koma með rétt hugarfar inn í leikinn þegar verið er að mæta einu af botnliðunum. „Ég ætla ekki að tala um neitt vanmat, við vorum náttúrulega bara slakir varnarlega, númer 1, 2 og 3. Hvort hugarfarið hafi haft eitthvað með það að gera, jú eflaust. Ótrúlega vond staða að spila á heimavelli og fá á sig 103 stig, fá 53 stig í hálfleik og ræðum það í hálfleik að vilja bæta okkur. Þeir skora svo 31 stig í þriðja leikhluta.“ „Við bjuggum til með varnarleysinu svona „scenario“ sem var okkur erfitt, því þeir voru komnir með gríðarlegt sjálfstraust, þannig að hrós á þá fyrir þeirra frammistöðu þó ég sé að sjálfsögðu ánægðir að við skulum snúa þessu við sem er ekki sjálfsagt.“ Það var hinsvegar varnarleikurinn sem kom til bjargar í 4. leikhluta. „Varnarleikurinn, loksins fórum við að stoppa. Við vorum á löngum stundum að skiptast á körfum. Þeir náðu frekar að stoppa heldur en við en við náðum að setja gott „run“ varnarlega í fjórða og snúa þessu úr 7 undir í að vera yfir 10 og ég held að það hafi klárað það, sem betur fer.“Elvar: Spurning um hugarfar í svona leik Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvíkur, var sammála Einari með að þeir höfðu verið slakir í kvöld. „Já klárlega. Þetta var ekki merkilegt hjá okkur, við mættum andlausir til leiks og þeir mættu brjálaðir til leiks. Þeir voru í neðsta sæti, nýbúnir að senda Króatana heim og þeir hafa í rauninnu engu að tapa. Þeir hittu bara á hörkuleik og við vorum gríðarlega andlausir, þetta var eiginlega skammarlegt um tíma.“ „Við töluðum mikið um það að mæta „ready“ í leik, við erum eitt af toppliðunum og þeir eitt af botnliðunum, það er oft spurning um hugarfar í svoleiðis leik, að mæta tilbúnir og sérstaklega á okkar heimavelli. Ég veit ekki skýringuna á því. Þeir hitt bara á frábæran leik og við ekki, þetta hefur kannski riðlast aðeins eftir að ég kom inn og það er skiljanlegt. Við getum klárlega gert betur en þetta, við eigum að geta haldið mönnum frá okkur og tekið frákast. Þetta var ekki eins gott og við vildum hafa þetta allavegana.“ Leikmenn fengu góða pásu í 4. leikhluta þegar leikklukkan var með vesen. Eftir að búið var að koma henni í lag, steig Njarðvík upp og náði að klára leikinn. „Við stigum aðeins upp varnarlega síðustu 7-8 mínúturnar og þá náðum við strax forskotinu. Breiðablik er þannig lið, þeir vilja bara reyna að skora á hitt liðið, markmið þeirra er að skora 100 stig, það tókst hjá þeim og það var algjörlega ekki planið okkar að hleypa þeim í 100 stig, sérstaklega ekki á heimavelli. Við viljum ekki hleypa liðum yfir 85 stig í mesta lagi. Þetta var alls ekki nógu gott.“ „Það kannski slá þá aðeins út af laginu í smá og við gátum náð áttum. Það var gott að við fengum smá pásu og komum til baka og sigruðum.“ Elvar Már átti magnaðan leik, skoraði 40 stig, var með 11 fráköst og 12 stoðsendingar. „Ég er ánægður með sigurinn fyrst og fremst. Ég reyni að koma í hvern einasta leik og vinna, er alltaf á fullu og reyni að gera mitt besta til að hjálpa liðinu að vinna. Sama með tölurnar, það getur verið ég eitt kvöld, það getur verið Jeb, Logi, Kristinn, Maciek, Mario, þetta eru þeir í liðinu sem geta stigið upp. Þetta lenti á mér í dag og ég vil bara halda þessum dampi.“Pétur: Fullt af stigum en enginn sigur Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, þurfti að sjá á eftir tveimur stigum enn eina ferðina í kvöld en hans menn stóðu vel í toppliði Njarðvíkur. „Það voru reyndar fullt af stigum en það var enginn sigur. Þetta er lið sem er ansi vel mannað, þannig að það er erfitt að eiga við þá. Þegar það þurfti þá eru þeir að nota þessa menn.“ Breiðablik var yfir stóran hluta leiksins og var inni í þessu einvígi nánast allan leikinn. „Í sjálfu sér erum við kannski inni í leiknum í 35 eða 37 mínútur. Ég get eiginlega ekki beðið um meira til að eiga séns á einhverjum tímapunkti að vinna þetta.“ „En frá síðasta leik í þennan þá voru ágætis framfarir á því sem við erum að gera, sérstaklega sóknarlega. Miðað við gæðin á liðinu sem við vorum að spila við, þá fannst mér þetta ágætt og miklu betra en í seinasta leik. Vonandi er þetta skref í rétta átt hjá okkur.“ Pétur tekur það jákvæða úr þessum leik en segir að margt megi betur fara. „Ég reyni alltaf að gera það. Það sem illa fer og það sem er hægt að lagfæra, við tökum það inn í hjá okkur og förum yfir það bak við lokaðar dyr.“ Dominos-deild karla
Njarðvík tók á móti Breiðablik í kvöld í Ljónagryfjunni og bjuggust flestir eflaust við sigri heimamanna í kvöld en þeir höfðu unnið 5 leiki í röð í deild og alla heimaleiki sína fyrir leikinn í kvöld. Blikarnir, sem voru á botni deildarinnar með einungis 2 stig áttu flottan leik í kvöld og stóðu vel í Njarðvíkingum sem voru slakir á löngum köflum leiksins. Staðan í hálfleik var jöfn en það var aðeins eftir einn af fáum góðum köflum Njarðvíkur þar sem þeir voru undir nánast allan 2. leikhluta. Það var ekki fyrr en í 4. leikhluta sem hlutirnir fóru að snúast þeim í vil. Vörnin fór í gang og sömuleiðis Jeb Ivey sem skoraði 10+ stig undir lokin. Elvar Már átti frábæran leik og skoraði 40 stig samtals. Að lokum hafði Njarðvík nauman sigur 108-103 og halda í við Tindastól á toppi deildarinnar.Af hverju vann Njarðvík? Það hefði verið auðveldara að útskýra það ef hitt liðið hefði unnið. Njarðvík voru slakir en náðu samt að klára dæmið í kvöld. Það vantaði mikið upp á varnarleikinn en þeir skora oftast nóg af stigum og sú var raunin í kvöld. Menn stigu upp þegar þeir þurftu mest á því að halda og það gerði gæfumuninn. Svo er spurning hvort þeir hafi náð að safna upp smá orku til að klára þetta þegar leikmenn fengu pásu í 4. leikhluta vegna vesens á leikklukkunni.Hvað gekk illa? Varnarleikur heimamanna var ekki til útflutnings. Þeir voru heppnir að Blikar refsuðu ekki betur á köflum. Mörg skot fóru forgörðum í 4. leikhluta. Að skora 103 stig er ansi gott en þeir þurftu líka að verjast betur til að klára þetta, þú vinnur fáa leiki þegar þú færð 108 stig á þig.Hverjir stóðu upp úr? Lélegur varnarleikur en góður sóknarleikur einkenndi Njarðvík. Elvar Már Friðriksson skoraði 40 stig, átti 11 fráköst og 12 stoðsendingar og var með framlag upp á 50. Jeb Ivey skoraði að lokum 17 stig og lagði mikið til í lok leiks eins og í seinustu umferð. Christian Covile var stigahæstur hjá gestunum með 26 stig og var óheppinn að skora ekki fleiri. Þá voru Sveinbjörn og Hilmar með 16 og 15 stig.Hvað gerist næst? Njarðvík heldur 2. sæti deildarinnar og sækir Skallagrím heim í síðasta leik fyrir jólafrí. Breiðablik, sem er enn á botni deildarinnar á leik gegn KR.Einar Árni: Ætla ekki að tala um neitt vanmat Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég var lítt hrifinn, í sjálfu sér. Við töldum okkur hafa undirbúið okkur vel og höfum alveg rætt það að Blikarnir eru búnir að eiga erfitt tímabil og fóru illa t.a.m. út úr síðasta leik en ég var líka búinn að sjá að þeir voru búnir að koma á erfiða útivelli og láta allt flakka sem þeir gerðu sannarlega í dag. Ég verð að láta það standa upp úr, mér fannst þeir frábærir í dag.“ „“Effortið“, áræðnin, skutu boltanum frábærlega, bekkurinn þeirra þvílíkt stemmdur og það er til eftirbreytni og kannski eitthvað sem við þurfum að læra.“ Það getur oft verið erfitt að koma með rétt hugarfar inn í leikinn þegar verið er að mæta einu af botnliðunum. „Ég ætla ekki að tala um neitt vanmat, við vorum náttúrulega bara slakir varnarlega, númer 1, 2 og 3. Hvort hugarfarið hafi haft eitthvað með það að gera, jú eflaust. Ótrúlega vond staða að spila á heimavelli og fá á sig 103 stig, fá 53 stig í hálfleik og ræðum það í hálfleik að vilja bæta okkur. Þeir skora svo 31 stig í þriðja leikhluta.“ „Við bjuggum til með varnarleysinu svona „scenario“ sem var okkur erfitt, því þeir voru komnir með gríðarlegt sjálfstraust, þannig að hrós á þá fyrir þeirra frammistöðu þó ég sé að sjálfsögðu ánægðir að við skulum snúa þessu við sem er ekki sjálfsagt.“ Það var hinsvegar varnarleikurinn sem kom til bjargar í 4. leikhluta. „Varnarleikurinn, loksins fórum við að stoppa. Við vorum á löngum stundum að skiptast á körfum. Þeir náðu frekar að stoppa heldur en við en við náðum að setja gott „run“ varnarlega í fjórða og snúa þessu úr 7 undir í að vera yfir 10 og ég held að það hafi klárað það, sem betur fer.“Elvar: Spurning um hugarfar í svona leik Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvíkur, var sammála Einari með að þeir höfðu verið slakir í kvöld. „Já klárlega. Þetta var ekki merkilegt hjá okkur, við mættum andlausir til leiks og þeir mættu brjálaðir til leiks. Þeir voru í neðsta sæti, nýbúnir að senda Króatana heim og þeir hafa í rauninnu engu að tapa. Þeir hittu bara á hörkuleik og við vorum gríðarlega andlausir, þetta var eiginlega skammarlegt um tíma.“ „Við töluðum mikið um það að mæta „ready“ í leik, við erum eitt af toppliðunum og þeir eitt af botnliðunum, það er oft spurning um hugarfar í svoleiðis leik, að mæta tilbúnir og sérstaklega á okkar heimavelli. Ég veit ekki skýringuna á því. Þeir hitt bara á frábæran leik og við ekki, þetta hefur kannski riðlast aðeins eftir að ég kom inn og það er skiljanlegt. Við getum klárlega gert betur en þetta, við eigum að geta haldið mönnum frá okkur og tekið frákast. Þetta var ekki eins gott og við vildum hafa þetta allavegana.“ Leikmenn fengu góða pásu í 4. leikhluta þegar leikklukkan var með vesen. Eftir að búið var að koma henni í lag, steig Njarðvík upp og náði að klára leikinn. „Við stigum aðeins upp varnarlega síðustu 7-8 mínúturnar og þá náðum við strax forskotinu. Breiðablik er þannig lið, þeir vilja bara reyna að skora á hitt liðið, markmið þeirra er að skora 100 stig, það tókst hjá þeim og það var algjörlega ekki planið okkar að hleypa þeim í 100 stig, sérstaklega ekki á heimavelli. Við viljum ekki hleypa liðum yfir 85 stig í mesta lagi. Þetta var alls ekki nógu gott.“ „Það kannski slá þá aðeins út af laginu í smá og við gátum náð áttum. Það var gott að við fengum smá pásu og komum til baka og sigruðum.“ Elvar Már átti magnaðan leik, skoraði 40 stig, var með 11 fráköst og 12 stoðsendingar. „Ég er ánægður með sigurinn fyrst og fremst. Ég reyni að koma í hvern einasta leik og vinna, er alltaf á fullu og reyni að gera mitt besta til að hjálpa liðinu að vinna. Sama með tölurnar, það getur verið ég eitt kvöld, það getur verið Jeb, Logi, Kristinn, Maciek, Mario, þetta eru þeir í liðinu sem geta stigið upp. Þetta lenti á mér í dag og ég vil bara halda þessum dampi.“Pétur: Fullt af stigum en enginn sigur Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, þurfti að sjá á eftir tveimur stigum enn eina ferðina í kvöld en hans menn stóðu vel í toppliði Njarðvíkur. „Það voru reyndar fullt af stigum en það var enginn sigur. Þetta er lið sem er ansi vel mannað, þannig að það er erfitt að eiga við þá. Þegar það þurfti þá eru þeir að nota þessa menn.“ Breiðablik var yfir stóran hluta leiksins og var inni í þessu einvígi nánast allan leikinn. „Í sjálfu sér erum við kannski inni í leiknum í 35 eða 37 mínútur. Ég get eiginlega ekki beðið um meira til að eiga séns á einhverjum tímapunkti að vinna þetta.“ „En frá síðasta leik í þennan þá voru ágætis framfarir á því sem við erum að gera, sérstaklega sóknarlega. Miðað við gæðin á liðinu sem við vorum að spila við, þá fannst mér þetta ágætt og miklu betra en í seinasta leik. Vonandi er þetta skref í rétta átt hjá okkur.“ Pétur tekur það jákvæða úr þessum leik en segir að margt megi betur fara. „Ég reyni alltaf að gera það. Það sem illa fer og það sem er hægt að lagfæra, við tökum það inn í hjá okkur og förum yfir það bak við lokaðar dyr.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum