Segir aðalbardaga í London á móti Leon Edwards rétta skrefið fyrir Gunnar Nelson Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2018 13:30 Gunnar Nelson fagnaði sigrinum í endurkomunni vel og innilega. vísir/getty Gunnar Nelson fer sáttur og sæll inn í jólahátíðina með glæsilegan sigur í farteskinu frá Toronto í Kanada þar sem að hann gekk frá Brasilíumanninum Alex Oliveira aðfaranótt sunnudags. Gunnar sneri þar aftur í búrið eftir 18 mánaða fjarveru en hann hafði áður tapað fyrir augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow sumarið 2017. Íslenski bardagakappinn sneri aftur með stæl og merkti Oliveira fyrir lífstíð með svakalegu olnbogaskoti og kláraði hann svo með hengingartaki en Gunnar hefur nú klárað flesta bardaga með uppgjafartaki í sögu UFC. En, hvert er næsta skref Gunnars? Annar Brasilíumaður, Elizeu Zaleski, er búinn að skora Gunnar á hólm og vill ólmur fá tækifæri til að mæta Íslendingnum í búrinu. Sá er fyrir neðan Gunnar á nýjum styrkleikalista UFC sem kom út í morgun og því líklega ekki rétta skrefið.Demian Maia reyndist of stór biti fyrir Gunnar.vísir/gettyVæri mjög góður bardagiGunnar segist sjálfur horfa til bardagakvöldsins í Lundúnum sem fram fer 16. mars á næsta ári en Gunnar er vinsæll á Bretlandseyjum. Hann vann sannfærandi sigur á Alan Jouban á sama bardagakvöldi í fyrra. „Ég er nokkuð bjartsýnn á að hann berjist þar. UFC hefur yfirleitt viljað fá Gunna þangað. Þetta er stórt bardagakvöld í Evrópu og hann dregur að. Hvort það finnist svo andstæðingur sem er tilbúinn til að fara til London er annað mál,“ segir Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA Frétta og aðallýsandi Stöðvar 2 Sports í UFC. Eftir að Gunnar vann flottan sigur á Brandon Thatch í Las Vegas í júlí árið 2015 tók hann stórt stökk upp á við og barðist við gólfglímusnillinginn brasilíska Demian Maia sem að fór illa með hann. Pétur vill sjá Gunna taka aðeins minna stökk að þessu sinni. „Ég myndi giska á að Gunni mæti Leon Edwards í aðalbardaga kvöldsins. Hann er númer tíu á styrkleikalistanum, fyrir ofan Gunna, er enskur og hefur verið að standa sig mjög vel. Það væri góður aðalbardagi að öllu leyti bæði fyrir þá og UFC. Það yrði bara góður bardagi,“ segir Pétur.Leon Edwards er á miklu skriði og er búinn að vinna sex í röð.vísir/gettyHæfilegt skref að þessu sinni Leon Edwards er 27 ára gamall bardagakappi sem fæddist í Kingston á Jamaíku en er Englendingur. Hann hefur unnið átta af tíu bardögum sínum í UFC síðan að hann steig fyrst í UFC-búrið árið 2014 en hann er búinn að vinna sex í röð. „Ég væri mjög ánægður ef Gunni myndi f að mætaá Edwards. Það er ekki of stórt skref. Hann er ekki einhver topp fimm gaur eins og Maia var. Þetta væri bara hæfilegt fyrir Gunna og tækifæri til að fá fleiri sigra gegn mönnum sem eru á styrkleikalistanum. Ef við horfum á þetta blákalt hefur Gunni aðeins unnið tvo sem voru „rankaðir“ á þeim tíma sem bardaginn fór fram,“ segir Pétur Marinó. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, hefur alla tíð haft trú á því að íslenski bardagakappinn standi uppi með heimsmeistarabeltið í veltivigtinni einn daginn. Eftir sigurinn á Oliveira spáði Kavanagh fyrir um að 2019 yrði árið hans Gunnars. Er það raunhæft? „Það er algjört rugl í gangi á toppnum í veltivigtinni. Meistarinn Tyron Woodley er alltaf meiddur og nú er óvíst hvort að hann geti barist í byrjun næsta árs. Það á að setja upp einhvern bráðabirgðatitilbardaga á milli Kamaru Usman og Ben Askren sem er algjört kjaftæði,“ segir Pétur Marinó. „Það er, í sannleika sagt, erfitt að sjá Gunna fá tækifæri á titilbardaga í ár sama þó að hann myndi vinna næstu þrjá. Það er allt svo þröng á toppnum.“Gunnar fór illa með Alan Jouban síðast þegar að hann barðist í Lundúnum.vísir/gettyGlaður að komast aftur í búrið Pétur Marinó var að sjálfsögðu í Toronto að fylgja Gunnari eftir og gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn og undirbúningi Gunnars Nelson í aðdraganda bardagans. „Það gekk allt mjög vel upp. Ég var alveg skítstressaður þegar að Oliveira náði að snúa inn í Gunna í gólfinu og í annarri lotu fannst mér hann svolítið þunglamalegur á löppunum. En, um leið og Olivera fór að reyna að taka Gunna niður var þetta búið,“ segir hann. „Gunni stóð sig vel í öllum undirbúningi fyrir bardagann og var meira að segja bara léttur og að segja brandara á fjölmiðladeginum. Hann hefur oft sagt að bardagavikan sé það leiðinlegasta sem að hann gerir en hann naut sín þarna endaði saknaði hann bara þess að berjast,“ segir Pétur Marinó Jónsson. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson þakkar fyrir sig á Fésbókinni: Minnti mig á af hverju ég geri þetta Gunnar Nelson snéri aftur í búrið og pakkaði saman Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC um helgina. 12. desember 2018 09:00 Gunnar Nelson sendur í 30 daga leyfi Gunnar Nelson má ekki æfa né berjast fyrr en á nýju ári. 12. desember 2018 12:30 Oliveira ber rún Gunnars um ókomna tíð Alex Oliveira hitti sinn Voldemort þegar hann mætti Gunnari Nelson í átthyrningnum í Toronto um helgina. 11. desember 2018 13:15 Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“ Reynslumikill Brasilíumaður vill berjast við Gunnar Nelson. 13. desember 2018 11:00 Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina. 13. desember 2018 10:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Gunnar Nelson fer sáttur og sæll inn í jólahátíðina með glæsilegan sigur í farteskinu frá Toronto í Kanada þar sem að hann gekk frá Brasilíumanninum Alex Oliveira aðfaranótt sunnudags. Gunnar sneri þar aftur í búrið eftir 18 mánaða fjarveru en hann hafði áður tapað fyrir augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow sumarið 2017. Íslenski bardagakappinn sneri aftur með stæl og merkti Oliveira fyrir lífstíð með svakalegu olnbogaskoti og kláraði hann svo með hengingartaki en Gunnar hefur nú klárað flesta bardaga með uppgjafartaki í sögu UFC. En, hvert er næsta skref Gunnars? Annar Brasilíumaður, Elizeu Zaleski, er búinn að skora Gunnar á hólm og vill ólmur fá tækifæri til að mæta Íslendingnum í búrinu. Sá er fyrir neðan Gunnar á nýjum styrkleikalista UFC sem kom út í morgun og því líklega ekki rétta skrefið.Demian Maia reyndist of stór biti fyrir Gunnar.vísir/gettyVæri mjög góður bardagiGunnar segist sjálfur horfa til bardagakvöldsins í Lundúnum sem fram fer 16. mars á næsta ári en Gunnar er vinsæll á Bretlandseyjum. Hann vann sannfærandi sigur á Alan Jouban á sama bardagakvöldi í fyrra. „Ég er nokkuð bjartsýnn á að hann berjist þar. UFC hefur yfirleitt viljað fá Gunna þangað. Þetta er stórt bardagakvöld í Evrópu og hann dregur að. Hvort það finnist svo andstæðingur sem er tilbúinn til að fara til London er annað mál,“ segir Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA Frétta og aðallýsandi Stöðvar 2 Sports í UFC. Eftir að Gunnar vann flottan sigur á Brandon Thatch í Las Vegas í júlí árið 2015 tók hann stórt stökk upp á við og barðist við gólfglímusnillinginn brasilíska Demian Maia sem að fór illa með hann. Pétur vill sjá Gunna taka aðeins minna stökk að þessu sinni. „Ég myndi giska á að Gunni mæti Leon Edwards í aðalbardaga kvöldsins. Hann er númer tíu á styrkleikalistanum, fyrir ofan Gunna, er enskur og hefur verið að standa sig mjög vel. Það væri góður aðalbardagi að öllu leyti bæði fyrir þá og UFC. Það yrði bara góður bardagi,“ segir Pétur.Leon Edwards er á miklu skriði og er búinn að vinna sex í röð.vísir/gettyHæfilegt skref að þessu sinni Leon Edwards er 27 ára gamall bardagakappi sem fæddist í Kingston á Jamaíku en er Englendingur. Hann hefur unnið átta af tíu bardögum sínum í UFC síðan að hann steig fyrst í UFC-búrið árið 2014 en hann er búinn að vinna sex í röð. „Ég væri mjög ánægður ef Gunni myndi f að mætaá Edwards. Það er ekki of stórt skref. Hann er ekki einhver topp fimm gaur eins og Maia var. Þetta væri bara hæfilegt fyrir Gunna og tækifæri til að fá fleiri sigra gegn mönnum sem eru á styrkleikalistanum. Ef við horfum á þetta blákalt hefur Gunni aðeins unnið tvo sem voru „rankaðir“ á þeim tíma sem bardaginn fór fram,“ segir Pétur Marinó. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, hefur alla tíð haft trú á því að íslenski bardagakappinn standi uppi með heimsmeistarabeltið í veltivigtinni einn daginn. Eftir sigurinn á Oliveira spáði Kavanagh fyrir um að 2019 yrði árið hans Gunnars. Er það raunhæft? „Það er algjört rugl í gangi á toppnum í veltivigtinni. Meistarinn Tyron Woodley er alltaf meiddur og nú er óvíst hvort að hann geti barist í byrjun næsta árs. Það á að setja upp einhvern bráðabirgðatitilbardaga á milli Kamaru Usman og Ben Askren sem er algjört kjaftæði,“ segir Pétur Marinó. „Það er, í sannleika sagt, erfitt að sjá Gunna fá tækifæri á titilbardaga í ár sama þó að hann myndi vinna næstu þrjá. Það er allt svo þröng á toppnum.“Gunnar fór illa með Alan Jouban síðast þegar að hann barðist í Lundúnum.vísir/gettyGlaður að komast aftur í búrið Pétur Marinó var að sjálfsögðu í Toronto að fylgja Gunnari eftir og gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn og undirbúningi Gunnars Nelson í aðdraganda bardagans. „Það gekk allt mjög vel upp. Ég var alveg skítstressaður þegar að Oliveira náði að snúa inn í Gunna í gólfinu og í annarri lotu fannst mér hann svolítið þunglamalegur á löppunum. En, um leið og Olivera fór að reyna að taka Gunna niður var þetta búið,“ segir hann. „Gunni stóð sig vel í öllum undirbúningi fyrir bardagann og var meira að segja bara léttur og að segja brandara á fjölmiðladeginum. Hann hefur oft sagt að bardagavikan sé það leiðinlegasta sem að hann gerir en hann naut sín þarna endaði saknaði hann bara þess að berjast,“ segir Pétur Marinó Jónsson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson þakkar fyrir sig á Fésbókinni: Minnti mig á af hverju ég geri þetta Gunnar Nelson snéri aftur í búrið og pakkaði saman Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC um helgina. 12. desember 2018 09:00 Gunnar Nelson sendur í 30 daga leyfi Gunnar Nelson má ekki æfa né berjast fyrr en á nýju ári. 12. desember 2018 12:30 Oliveira ber rún Gunnars um ókomna tíð Alex Oliveira hitti sinn Voldemort þegar hann mætti Gunnari Nelson í átthyrningnum í Toronto um helgina. 11. desember 2018 13:15 Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“ Reynslumikill Brasilíumaður vill berjast við Gunnar Nelson. 13. desember 2018 11:00 Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina. 13. desember 2018 10:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Gunnar Nelson þakkar fyrir sig á Fésbókinni: Minnti mig á af hverju ég geri þetta Gunnar Nelson snéri aftur í búrið og pakkaði saman Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC um helgina. 12. desember 2018 09:00
Gunnar Nelson sendur í 30 daga leyfi Gunnar Nelson má ekki æfa né berjast fyrr en á nýju ári. 12. desember 2018 12:30
Oliveira ber rún Gunnars um ókomna tíð Alex Oliveira hitti sinn Voldemort þegar hann mætti Gunnari Nelson í átthyrningnum í Toronto um helgina. 11. desember 2018 13:15
Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“ Reynslumikill Brasilíumaður vill berjast við Gunnar Nelson. 13. desember 2018 11:00
Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina. 13. desember 2018 10:00