Jólaeftirlitið María Bjarnadóttir skrifar 14. desember 2018 08:00 Ég þekki börn sem efast um tilvist íslenskra jólasveina. Þetta eru góð og ágætlega uppalin börn, en efasemdarfræ um hina þrettán fráu sveina hefur náð að skjóta rótum í þeirra saklausu jólahjörtum. Ég veit að sjálfsögðu ekki hver á að axla ábyrgð á þessu, en einhver ætti að gera það. Ég veit fyrir víst að foreldrar þessara barna hafa árlega sætt ágengum yfirheyrslum vegna málsins og hafa í því samhengi bæði haft réttarstöðu grunaðra og vitna. Þau vita að sjálfsögðu ekkert um málið eins og margoft hefur komið fram í skýrslutökum. Þó að stöku mömmur séu að kyssa jólasveina, eru foreldrar ekki í neinu skipulögðu samstarfi við sveinana. Auðvitað er mjög furðulegt fyrir foreldra að réttlæta fyrir börnum stuðning sinn við að ókunnugir menn sem stunda húsbrot og þjófnað séu að fylgjast með þeim á laun. Það er líka flókið að viðurkenna að foreldri veiti fúslega samþykki fyrir því að sveinarnir haldi yfirlit yfir og meti hegðun barna hvort sem þau eru vakin eða sofin, án andmælaréttar fyrir börnin. Það þarf svo varla að taka fram hversu vafasöm vinnsla jólasveinanna á þessum upplýsingum er í skilningi persónuverndarlaga. Þó þetta séu réttmætar ábendingar eru þær bara aðeins of Skröggslegar. Það er líka leiðinlegt að það sé verið að efast um trúverðugleika sveinanna út af einhverjum framkvæmdaratriðum eins og ómöguleika varðandi útsendingakerfi skógjafa. Það þarf enginn svona neikvæðni í desember, það er nógu dimmt fyrir. Svo er þetta kerfisbundna eftirlit alveg í fínu lagi. Það er tímabundið í eðli sínu, gætir meðalhófs og stefnir að lögmætu markmiði um að næra jólaandann. Þið megið trúa því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Ég þekki börn sem efast um tilvist íslenskra jólasveina. Þetta eru góð og ágætlega uppalin börn, en efasemdarfræ um hina þrettán fráu sveina hefur náð að skjóta rótum í þeirra saklausu jólahjörtum. Ég veit að sjálfsögðu ekki hver á að axla ábyrgð á þessu, en einhver ætti að gera það. Ég veit fyrir víst að foreldrar þessara barna hafa árlega sætt ágengum yfirheyrslum vegna málsins og hafa í því samhengi bæði haft réttarstöðu grunaðra og vitna. Þau vita að sjálfsögðu ekkert um málið eins og margoft hefur komið fram í skýrslutökum. Þó að stöku mömmur séu að kyssa jólasveina, eru foreldrar ekki í neinu skipulögðu samstarfi við sveinana. Auðvitað er mjög furðulegt fyrir foreldra að réttlæta fyrir börnum stuðning sinn við að ókunnugir menn sem stunda húsbrot og þjófnað séu að fylgjast með þeim á laun. Það er líka flókið að viðurkenna að foreldri veiti fúslega samþykki fyrir því að sveinarnir haldi yfirlit yfir og meti hegðun barna hvort sem þau eru vakin eða sofin, án andmælaréttar fyrir börnin. Það þarf svo varla að taka fram hversu vafasöm vinnsla jólasveinanna á þessum upplýsingum er í skilningi persónuverndarlaga. Þó þetta séu réttmætar ábendingar eru þær bara aðeins of Skröggslegar. Það er líka leiðinlegt að það sé verið að efast um trúverðugleika sveinanna út af einhverjum framkvæmdaratriðum eins og ómöguleika varðandi útsendingakerfi skógjafa. Það þarf enginn svona neikvæðni í desember, það er nógu dimmt fyrir. Svo er þetta kerfisbundna eftirlit alveg í fínu lagi. Það er tímabundið í eðli sínu, gætir meðalhófs og stefnir að lögmætu markmiði um að næra jólaandann. Þið megið trúa því.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar