Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. desember 2018 19:00 Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála hefur ekki áhyggjur af hruni í ferðaþjónustu þó hægst hafi á vexti. Hann vonar að vöxtur næstu ára verði í takt við það sem innviðir landins og samfélagið ráða við. Fyrsti áfangi um álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi var kynnt í dag. Tilgangur verkefnisins er að leggja mat á álag á innviði, umhverfi og samfélag gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi byggt á fyrirliggjandi gögnum en skýrslan sem var kynnt í dag er niðurstaða fyrri áfanga verkefnisins þar sem um er að ræða uppsetningu á álagsvísum sem munu þróast samhliða aukinni þekkingu og rannsóknum.Enn aukning þrátt fyrir að hún sé ekki eins hröð Verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að verkefninu, segir að þegar vinnu við álagsmatið verði lokið nýtist það við að gera áætlanir til dæmis vegna ásóknar ferðamanna á einstaka ferðamannastaði og til þess að undirbúa greinina fyrir óvæntar aðstæður.Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá EfluVísir/Stöð 2„Það er þá hluti af því að við setjum okkur ákveðnar forsendur um það hver vöxturinn verður inn í framtíðina byggt á þessu módeli. Þannig að allt frá því að horfa á fækkun í stéttinni yfir í að horfa á þessa miklu aukningu sem hefur verið á síðustu árum og að hún verði áframhaldandi, að það er þá hluti af þeirri sviðsmyndagerð og þeirri skoðun sem að fer fram núna í þessum seinni áfanga verkefnisins,“ segir Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að gert álagsmatsins. Álagsvísarnir fjórir sem skoðaðir eru, eru Efnahagslegt jafnvægi, annars vegar á innviði og fjárfestingar og hins vegar á þjóðhagslega stærð en jafnframt eru skoðuð áhrif á umhverfið sem og á samfélagið. Í seinni áfanga verkefnisins sem hófst í október verða álagvísarnir gildissettir þar sem metið verður hvort þolmörkum hafi verið náð. Met fjöldi ferðamanna kom til landsins á síðasta ári og var stærsti dagurinn í ágústmánuði, þegar níutíu þúsund manns voru á landinu á einum degi. Aðsóknin til landsins í ár gefur til kynna að enn eitt metið í komu ferðamanna til landsins verði slegið.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamálaVísir/Stöð 2Ekkert samfélag þolir þennan vöxt mörg ár í röð „Ég held að það verði aukning í ferðamönnum til Íslands um ókomin ár og ekki bara til Íslands, það er bara almenn aukning á ferðamönnum í heiminum,“ sagði Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sem hefur umsjón með gerð álagsmatsins. Óskar segir að þrátt fyrir að vöxturinn sé ekki jafn hraður og áður verði áfram vöxtur í greininni og að vonandi verði hann í takt við það sem innviðir landsins ráði við. „Fréttamenn spyrja mig mjög mikið að því hvort að alls sé ekki að fara til fjandans að því að vöxturinn hefur minnkað úr 40 prósentum niður í tuttugu eða tíu prósent. Það var alveg nauðsynlegt, það hefði allt farið til fjandans ef hann hefði ekki minnkað. Það er ekkert samfélag sem þolir vaxtaprósentu í tveggja stafa tölu mörg ár í röð, það er bara ekki til í heiminum,“ sagði Óskar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála hefur ekki áhyggjur af hruni í ferðaþjónustu þó hægst hafi á vexti. Hann vonar að vöxtur næstu ára verði í takt við það sem innviðir landins og samfélagið ráða við. Fyrsti áfangi um álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi var kynnt í dag. Tilgangur verkefnisins er að leggja mat á álag á innviði, umhverfi og samfélag gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi byggt á fyrirliggjandi gögnum en skýrslan sem var kynnt í dag er niðurstaða fyrri áfanga verkefnisins þar sem um er að ræða uppsetningu á álagsvísum sem munu þróast samhliða aukinni þekkingu og rannsóknum.Enn aukning þrátt fyrir að hún sé ekki eins hröð Verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að verkefninu, segir að þegar vinnu við álagsmatið verði lokið nýtist það við að gera áætlanir til dæmis vegna ásóknar ferðamanna á einstaka ferðamannastaði og til þess að undirbúa greinina fyrir óvæntar aðstæður.Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá EfluVísir/Stöð 2„Það er þá hluti af því að við setjum okkur ákveðnar forsendur um það hver vöxturinn verður inn í framtíðina byggt á þessu módeli. Þannig að allt frá því að horfa á fækkun í stéttinni yfir í að horfa á þessa miklu aukningu sem hefur verið á síðustu árum og að hún verði áframhaldandi, að það er þá hluti af þeirri sviðsmyndagerð og þeirri skoðun sem að fer fram núna í þessum seinni áfanga verkefnisins,“ segir Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að gert álagsmatsins. Álagsvísarnir fjórir sem skoðaðir eru, eru Efnahagslegt jafnvægi, annars vegar á innviði og fjárfestingar og hins vegar á þjóðhagslega stærð en jafnframt eru skoðuð áhrif á umhverfið sem og á samfélagið. Í seinni áfanga verkefnisins sem hófst í október verða álagvísarnir gildissettir þar sem metið verður hvort þolmörkum hafi verið náð. Met fjöldi ferðamanna kom til landsins á síðasta ári og var stærsti dagurinn í ágústmánuði, þegar níutíu þúsund manns voru á landinu á einum degi. Aðsóknin til landsins í ár gefur til kynna að enn eitt metið í komu ferðamanna til landsins verði slegið.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamálaVísir/Stöð 2Ekkert samfélag þolir þennan vöxt mörg ár í röð „Ég held að það verði aukning í ferðamönnum til Íslands um ókomin ár og ekki bara til Íslands, það er bara almenn aukning á ferðamönnum í heiminum,“ sagði Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sem hefur umsjón með gerð álagsmatsins. Óskar segir að þrátt fyrir að vöxturinn sé ekki jafn hraður og áður verði áfram vöxtur í greininni og að vonandi verði hann í takt við það sem innviðir landsins ráði við. „Fréttamenn spyrja mig mjög mikið að því hvort að alls sé ekki að fara til fjandans að því að vöxturinn hefur minnkað úr 40 prósentum niður í tuttugu eða tíu prósent. Það var alveg nauðsynlegt, það hefði allt farið til fjandans ef hann hefði ekki minnkað. Það er ekkert samfélag sem þolir vaxtaprósentu í tveggja stafa tölu mörg ár í röð, það er bara ekki til í heiminum,“ sagði Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira