LeBron James og Lonzo Ball skullu aftur til jarðar í slæmu tapi Lakers í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 07:30 LeBron James. Vísir/Getty LeBron James og Lonzo Ball voru ekki alveg í sama þrennustuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og nóttina á undan þegar þeir urðu fyrstu liðsfélagararnir í ellefu ár til að bjóða upp á þrennu. Ben Simmons var aftur á móti með glæsilega þrennu í útisigri Philadelphia 76ers og topplið Toronto Raptors tapaði öðrum leiknum í röð. Dallas Mavericks tapaði á heimavelli í endurkomu Dirk Nowitzki. John Wall átti frábæran leik þegar Washington Wizards vann stórsigur á Los Angeles Lakers 128-110. Wall endaði með 40 stig og 14 stoðsendingar en LeBron James var aftur á móti langt frá sínu besta. Bradley Beal skoraði 25 stig og tók 12 fráköst fyrir Wizards og þeir Jeff Green og Sam Dekker voru báðir með 20 stig. Daginn eftir að LeBron James og voru báðir með þrennu, skoraði LeBron James aðeins 13 stig, tók 6 fráköst og gaf bara 3 stoðsendingar. James hefur ekki skorað minna í einum leik á leiktíðinni. Ball var með 10 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.Denver Nuggets vann topplið deildarinnar, Toronto Raptors, en það vantaði öfluga leikmenn í bæði lið. Ekki þó þeirra bestu menn, Nikola Jokic hjá Denver og Kawhi Leonard hjá Toronto. Nikola Jokic skoraði 26 stig í þessum 95-86 sigri Denver Nuggets á Toronto Raptors. Jamal Murray var með 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Toronto var 70-57 yfir í þriðja leikhluta en Denver liðið náði þá 23-2 spretti og lagði grunninn að sínum tíunda sigri í síðustu tólf leikjum. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Toronto eða 29 stig auk 14 frákasta. Fyrir vikið er Denver Nuggets aðeins á undan Golden State Warriors í baráttunni um efsta sætið í Vesturdeildinni. Toronto Raptors er áfram á toppnum í Austurdeildinni og með besta árangurinn í deildinni en þetta var samt annað tap liðsins í röð.Ben Simmons var með 22 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar þegar lið hans Philadelphia 76ers vann 128-105 stórsigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Joel Embiid bætti við 24 stigum og Jimmy Butler skoraði 19 stig í endurkomu sinni eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla. 76ers liðið tapaði báðum leikjunum án Butler. Simmons setti met með því að vera yngsti leikmaður sögunnar sem skorar 20 stig, tekur 10 fráköst og gefur 10 stoðsendingar í leik án þess að tapa einum einasta bolta.Ben Simmons (22p/11r/14a) becomes youngest in @NBAHistory with 20+ PTS, 10+ REB, 10+ AST, 0 TOs. Previous youngest was Grant Hill (23 years, 58 days) with 24p/13r/11a in a @DetroitPistons win on Dec. 2, 1995. pic.twitter.com/uuQgaN7Sye — NBA.com/Stats (@nbastats) December 17, 2018Josh Richardson skoraði 22 stig og var með 19 stig þegar Miami Heat vann 102-96 útisigur á New Orleans Pelicans. Hassan Whiteside bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis atkvæðamestur með 27 stig, 12 fráköst, 3 varin skot og 3 stolna bolta.Dirk Nowitzki snéri aftur í lið og lék sinn fyrsta leik á tímabilinu. Dallas Mavericks náði ekki að nýta sér það og tapaði 120-113 á móti Sacramento Kings. Buddy Hield og De’Aaron Fox skoruðu báðir 28 stig fyrir Kings liðið sem endaði þarna ellefu leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Nowitzki missti af fyrstu 26 leikjum tímabilsins eftir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Þýska goðsögnin var með 3 stig á 8 mínútum í nótt en nýliðinn Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig og 9 stoðsendingar.Úrslitin í öllum leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Toronto Raptors 95-86 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 113-120 New Orleans Pelicans - Miami Heat 96-102 Washington Wizards - Los Angeles Lakers 128-110 Indiana Pacers - New York Knicks 110-99 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 105-128 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 144-127 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
LeBron James og Lonzo Ball voru ekki alveg í sama þrennustuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og nóttina á undan þegar þeir urðu fyrstu liðsfélagararnir í ellefu ár til að bjóða upp á þrennu. Ben Simmons var aftur á móti með glæsilega þrennu í útisigri Philadelphia 76ers og topplið Toronto Raptors tapaði öðrum leiknum í röð. Dallas Mavericks tapaði á heimavelli í endurkomu Dirk Nowitzki. John Wall átti frábæran leik þegar Washington Wizards vann stórsigur á Los Angeles Lakers 128-110. Wall endaði með 40 stig og 14 stoðsendingar en LeBron James var aftur á móti langt frá sínu besta. Bradley Beal skoraði 25 stig og tók 12 fráköst fyrir Wizards og þeir Jeff Green og Sam Dekker voru báðir með 20 stig. Daginn eftir að LeBron James og voru báðir með þrennu, skoraði LeBron James aðeins 13 stig, tók 6 fráköst og gaf bara 3 stoðsendingar. James hefur ekki skorað minna í einum leik á leiktíðinni. Ball var með 10 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.Denver Nuggets vann topplið deildarinnar, Toronto Raptors, en það vantaði öfluga leikmenn í bæði lið. Ekki þó þeirra bestu menn, Nikola Jokic hjá Denver og Kawhi Leonard hjá Toronto. Nikola Jokic skoraði 26 stig í þessum 95-86 sigri Denver Nuggets á Toronto Raptors. Jamal Murray var með 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Toronto var 70-57 yfir í þriðja leikhluta en Denver liðið náði þá 23-2 spretti og lagði grunninn að sínum tíunda sigri í síðustu tólf leikjum. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Toronto eða 29 stig auk 14 frákasta. Fyrir vikið er Denver Nuggets aðeins á undan Golden State Warriors í baráttunni um efsta sætið í Vesturdeildinni. Toronto Raptors er áfram á toppnum í Austurdeildinni og með besta árangurinn í deildinni en þetta var samt annað tap liðsins í röð.Ben Simmons var með 22 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar þegar lið hans Philadelphia 76ers vann 128-105 stórsigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Joel Embiid bætti við 24 stigum og Jimmy Butler skoraði 19 stig í endurkomu sinni eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla. 76ers liðið tapaði báðum leikjunum án Butler. Simmons setti met með því að vera yngsti leikmaður sögunnar sem skorar 20 stig, tekur 10 fráköst og gefur 10 stoðsendingar í leik án þess að tapa einum einasta bolta.Ben Simmons (22p/11r/14a) becomes youngest in @NBAHistory with 20+ PTS, 10+ REB, 10+ AST, 0 TOs. Previous youngest was Grant Hill (23 years, 58 days) with 24p/13r/11a in a @DetroitPistons win on Dec. 2, 1995. pic.twitter.com/uuQgaN7Sye — NBA.com/Stats (@nbastats) December 17, 2018Josh Richardson skoraði 22 stig og var með 19 stig þegar Miami Heat vann 102-96 útisigur á New Orleans Pelicans. Hassan Whiteside bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis atkvæðamestur með 27 stig, 12 fráköst, 3 varin skot og 3 stolna bolta.Dirk Nowitzki snéri aftur í lið og lék sinn fyrsta leik á tímabilinu. Dallas Mavericks náði ekki að nýta sér það og tapaði 120-113 á móti Sacramento Kings. Buddy Hield og De’Aaron Fox skoruðu báðir 28 stig fyrir Kings liðið sem endaði þarna ellefu leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Nowitzki missti af fyrstu 26 leikjum tímabilsins eftir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Þýska goðsögnin var með 3 stig á 8 mínútum í nótt en nýliðinn Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig og 9 stoðsendingar.Úrslitin í öllum leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Toronto Raptors 95-86 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 113-120 New Orleans Pelicans - Miami Heat 96-102 Washington Wizards - Los Angeles Lakers 128-110 Indiana Pacers - New York Knicks 110-99 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 105-128 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 144-127
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira