Comey lét Trump og Repúblikana heyra það Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 23:00 James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI. AP/J. Scott Applewhite James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sendi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Repúblikönum á þingi tóninn í kvöld. Það gerði Comey eftir að hann var á lokuðum nefndarfundi þar sem þingmenn spurðu hann út í tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, Steele-skýrsluna svokölluðu, rússarannsóknina og fleiri málefni, sem Comey sagði í rauninni ekki skipta máli. „Á meðan er forseti Bandaríkjanna að ljúga um FBI, ráðast gegn FBI og ráðast gegn réttarríkinu. Hvernig heldur þetta einhverju vatni? Repúblikanar skildu áður að aðgerðir forseta skiptu máli, orð forseta skiptu máli, réttarríkið skiptir máli og sannleikurinn skiptir máli. Hvar eru þessir Repúblikanar í dag?“ spurði Comey. Áðurnefndur nefndarfundur tók rúmar fimm klukkustundir. Samkvæmt heimildum CNN varði Comey FBI gegn ásökunum þingamanna Repúblikanaflokksins. Hann sagði að það hefði verið rétt ákvörðun að láta ekki undan þrýstingi frá Hvíta húsinu og tilkynna ekki opinberlega að Trump sjálfur væri ekki til rannsóknar. Comey sagðist ekki hafa viljað lýsa því yfir þar sem hann taldi mögulegt að það gæti breyst og sagði að miðað við þær fréttir sem hann hefði séð undanfarið hefði það breyst og Trump sjálfur væri nú til rannsóknar hjá FBI.„Einhver verður að koma FBI til varnar,“ sagði Comey eftir blaðamannafundinn. „Fólk sem veit betur, þar á meðal Repúblikanar á þessu þingi, verður að hafa hugrekki til að standa upp og segja sannleikann. Að láta ekki undan illgjörnum tístum og ótta við stuðningsmenn. Sannleikurinn er til en þeir segja hann ekki. Þögn þeirra er skammarleg.“ Comey beindi gagnrýni sinni einnig að þeim þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa ákveðið að hætta. „Á einhverjum tímapunkti verður einhver að standa upp og takast á við óttan við Fox News, óttann við stuðningsmennina, óttann við illgjörn tíst og standa upp fyrir gildum þessa lands. Ekki bara lauma sér á eftirlaun, heldur standa upp og segja sannleikann.“Eftir fundinn spurði fréttakona Fox News hvort Comey sjálfur bæri einhverja ábyrgð á því að álit íbúa Bandaríkjanna á Alríkislögreglunni hafi versnað að undanförnu. Svarið var afdráttarlaust. „Nei. Orðspor FBI hefur beðið hnekki vegna þess að forseti Bandaríkjanna og félagar hans hafa logið stanslaust um stofnunina. Vegna þeirra lyga trúir mikið af góðu fólki, sem horfir á þína sjónvarpsstöð, þeirri vitleysu. Það er sorglegt. Það mun ekki vara að eilífu en sá skaði kemur mér ekkert við.“ Þetta svar má sjá undir lok þessa myndbands.COMEY: "Somebody has to stand up and speak for the FBI & the rule of law. I hope there's more somebodies than just me...the FBI's reputation is taking a big hit b/c POTUS has lied about it constantly. A whole lot of people who watch your network [Fox News] believe that nonsense." pic.twitter.com/79j1AYTrl2 — Aaron Rupar (@atrupar) December 17, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06 Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sendi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Repúblikönum á þingi tóninn í kvöld. Það gerði Comey eftir að hann var á lokuðum nefndarfundi þar sem þingmenn spurðu hann út í tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, Steele-skýrsluna svokölluðu, rússarannsóknina og fleiri málefni, sem Comey sagði í rauninni ekki skipta máli. „Á meðan er forseti Bandaríkjanna að ljúga um FBI, ráðast gegn FBI og ráðast gegn réttarríkinu. Hvernig heldur þetta einhverju vatni? Repúblikanar skildu áður að aðgerðir forseta skiptu máli, orð forseta skiptu máli, réttarríkið skiptir máli og sannleikurinn skiptir máli. Hvar eru þessir Repúblikanar í dag?“ spurði Comey. Áðurnefndur nefndarfundur tók rúmar fimm klukkustundir. Samkvæmt heimildum CNN varði Comey FBI gegn ásökunum þingamanna Repúblikanaflokksins. Hann sagði að það hefði verið rétt ákvörðun að láta ekki undan þrýstingi frá Hvíta húsinu og tilkynna ekki opinberlega að Trump sjálfur væri ekki til rannsóknar. Comey sagðist ekki hafa viljað lýsa því yfir þar sem hann taldi mögulegt að það gæti breyst og sagði að miðað við þær fréttir sem hann hefði séð undanfarið hefði það breyst og Trump sjálfur væri nú til rannsóknar hjá FBI.„Einhver verður að koma FBI til varnar,“ sagði Comey eftir blaðamannafundinn. „Fólk sem veit betur, þar á meðal Repúblikanar á þessu þingi, verður að hafa hugrekki til að standa upp og segja sannleikann. Að láta ekki undan illgjörnum tístum og ótta við stuðningsmenn. Sannleikurinn er til en þeir segja hann ekki. Þögn þeirra er skammarleg.“ Comey beindi gagnrýni sinni einnig að þeim þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa ákveðið að hætta. „Á einhverjum tímapunkti verður einhver að standa upp og takast á við óttan við Fox News, óttann við stuðningsmennina, óttann við illgjörn tíst og standa upp fyrir gildum þessa lands. Ekki bara lauma sér á eftirlaun, heldur standa upp og segja sannleikann.“Eftir fundinn spurði fréttakona Fox News hvort Comey sjálfur bæri einhverja ábyrgð á því að álit íbúa Bandaríkjanna á Alríkislögreglunni hafi versnað að undanförnu. Svarið var afdráttarlaust. „Nei. Orðspor FBI hefur beðið hnekki vegna þess að forseti Bandaríkjanna og félagar hans hafa logið stanslaust um stofnunina. Vegna þeirra lyga trúir mikið af góðu fólki, sem horfir á þína sjónvarpsstöð, þeirri vitleysu. Það er sorglegt. Það mun ekki vara að eilífu en sá skaði kemur mér ekkert við.“ Þetta svar má sjá undir lok þessa myndbands.COMEY: "Somebody has to stand up and speak for the FBI & the rule of law. I hope there's more somebodies than just me...the FBI's reputation is taking a big hit b/c POTUS has lied about it constantly. A whole lot of people who watch your network [Fox News] believe that nonsense." pic.twitter.com/79j1AYTrl2 — Aaron Rupar (@atrupar) December 17, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06 Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06
Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41