Bæjarstjórar fagna "leið út úr óboðlegu ástandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2018 09:00 Hér má sjá dæmi um vegtollahlið erlendis, en ekki hafa verið kynntar neinar útfærslur á því hvernig veggjöldin yrðu innheimt hér á landi, verði þau lögð á. Vísir/Getty Bæjarstjórar víðs vegar um landið eru fylgjandi hugmyndum um vegtolla ef þeir verða til þess að ráðist verði í nauðsynlegar umbætur á vegakerfinu sem fyrst. Tortryggni gætir þó í garð yfirvalda, það er að þau muni sannarlega nýta þetta gjald í framkvæmdir í samgöngukerfinu. Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig þessar hugmyndir leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. Bæjarstjórinn í Árborg segir hugmyndir um vegtolla skárra en að ekkert sé gert. Með því að rukka 50 krónur á hvern bíl mætti borga nýja Ölfusárbrú á tólf árum að hans mati. Hugmyndir um vegtolla er að finna í breytingatillögum á samgönguáætlun sem miðast að að veggjald verði tekið upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík og öllum jarðgöngum landsins. Tillögurnar hafa þó ekki verið afgreiddar úr samgöngunefnd og er því óvíst hvernig þær munu endanlega líta út.Lítið gjald fyrir aukið öryggi Bæjarstjórinn í Grindavík segir þessa vegtollar lítið gjald fyrir bætt öryggi á lífshættulegum vegum þar sem framkvæmdir þola enga bið. Sá sem fer fyrir Grindavíkurbæ heitir Fannar Jónsson en hann segir bæjaryfirvöld hafa lagt á það megináherslu að auka umferðaröryggi á Grindavíkurvegi.Frá Grindavíkurvegi.Ja.isÞað hafi hingað til borið ágætis árangur, fjárveiting fékkst á þessu ár og næsta ári til að hefa framkvæmdir til að gera verulegar umbætur að hluta á veginum. Hins vegar á eftir að fjármagna afganginn. Ef vegtollar yrðu til þess að fjárveiting fengist til að klára þessar umbætur á stórhættulegum vegi, þá segist Fannar leggja blessun sína yfir þá. Sjá einnig: Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkaflaHann er einnig hlynntur þessum hugmyndum verði þær til þess að bæta umferðaröryggi á Reykjanesbrautinni sem Grindvíkingar reiða sig á. „Ef það þarf vegtolla til að fjármagna þetta og flýta fyrir framkvæmdum, þá er hægt að sýna þessu verkefni velvilja. Að sjálfsögðu er fólk almennt ekki hrifið af aukinni gjaldtöku en flestir vilja þó að þessum framkvæmdum verði flýtt eins og mögulegt er.“ Sagt hefur verið frá því í fréttum að veggjöldin verði tiltölulega lág, mögulega 140 til 150 krónur á hvern fólksbíl í hvert skipti með afslætti en einstakt gjald yrði talsvert hærra. Er reiknað með að veggjöldin gætu skilað yfir tíu milljörðum króna í ríkiskassann á ári. Það muni þó ráðast af útfærslu og fjárhæð.Ekki allir sáttir upp á Skaga Samkvæmt breytingartillögunni, sem samgöngunefnd hefur haft til umfjöllunar, þá er gert ráð fyrir að vegtollur verði tekinn upp á öllum stofnbrautum út úr Reykjavík; á Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Einnig við öll jarðgöng á landinu en einnig er horft til þess möguleika að opna á veggjöld fyrir einstakar framkvæmdir. Hafa ber þó í huga að ekki er um endanlegar tillögur að ræða, og gæta þetta því tekið breytingum þegar þetta verður afgreitt úr nefndinni. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar sendi frá sér ályktun í síðustu viku þar sem hugmyndum um vegtolla var fagnað. Heyra mátti þó á einhverjum Skagamönnum að þeir væru hreint ekki sammála þessum fögnuði bæjarstjórnarinnar og sögðu hana ekki tala fyrir hönd þeirra.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Stöð 2/EgillSævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, segir í samtali við Vísi að bæjarstjórnin hafi fagnað þessum áformum sem boði verulegar samgöngubætur sem koma til með að stórauka umferðaröryggi og greiða för. „Mikilvægt er að þessi nýju samgönguverkefni verði vel skilgreind og afmörkuð og flýtigjald afnumið um leið og verkefni lýkur og mannvirkið hverju sinni afhent Vegagerðinni eða ríkinu. Hinn valkosturinn felur í sér Samgönguáætlun með 500 milljóna króna hagræðingarkröfu þar sem stærstur hluti nauðsynlegra samgöngubóta er einfaldlega ekki á dagskrá,“ segir Sævar Freyr.Ætla að tryggja jafnræði Skagamanna Hann segir bæjarstjórnina ætla að kappkosta að tryggja jafnræði Skagamanna miðað við íbúa annarra landshluta verði þessi hugmynd að veruleika. „Til að mynda þegar kemur að ferðum til og frá Reykjavík. Þær hugmyndir sem eru uppi um gjaldtöku gefa til kynna að Skagamenn sem og aðrir landsmenn muni jafnframt spara verulega fjármuni vegna styttri vegalengda og betri vega t.d. með Sundabraut kjósi menn að nýta sér þá leið.“ Hann segir engan í sjálfu sér fagna gjaldtöku en skilningur flestra Skagamenn sé fyrir þeim auknu möguleikum sem felst í bættum samgöngubótum. „Enda höfum við verið í fararbroddi í slíkri hugsun í yfir 20 ár með Hvalfjarðargöngum og viljum nýta þá þekkingu áfram til sóknar á þessu sviði og tryggja að gjaldtakan skili sér öll í vegbætur. Þó veggjöld njóti ekki stuðnings allra Skagamanna þá hvetjum við fólk til að taka umræðuna og kynni sér möguleikana.“ 12 ár að borga Ölfusárbrú með 50 króna gjaldi Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar, segir umræðuna um veggjöld vera blendna þar á bæ. „Þegar veggjöldin eru rædd sem valkostur við að fresta bráðnauðsynlegum vegaframkvæmdum árum saman finnst mér hins vegar vera töluvert fylgi við þessa aðferð,“ segir Gísli.Bæjarstjóri Árborgar telur hægt að fjármagna nýja Ölfusárbrú á 12 árum með hóflegu veggjaldi.FBL/ERNIRHann tekur undir þau sjónarmið að framkvæmdir á borð við nýja Ölfusárbrú og tvöföldun þeirra fjölförnu vegkafla sem hafa verið í umræðunni þoli enga bið. „Og þá eru veggjöld mun betri leið en að gera ekki neitt. Það þarf þó að gæta þess að verðlagning verði eftirspurnartengd, en ekki eingöngu einblínt á að velta kostnaði á vegfarendur, sér í lagi þegar um er að ræða mikilvægar stórframkvæmdir á fáfarnari leiðum sem ekki þola bið,“ segir Gísli. Hann minnir á mikilvægi þess að innheimtan verði sjálfvirk og nútímaleg þannig að gjaldhlið tefji ekki umferð. „Mér reiknast til að til dæmis nýja brú yfir Ölfusá væri hægt að greiða niður á 12 árum þó ekki væri innheimt hærra gjald en 50 krónur að meðaltali á bíl.Fylgjandi svo lengi sem veggjaldið fer í vegi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segist almennt fylgjandi því að skattar séu lækkaðir og fjármögnun hins opinbera verði meiri í formi gjaldtöku. Hann segir muninn á sköttum og gjaldtöku talsverðan því með gjaldtöku sé tryggt að greiðslan sem þú innir af hendi sé fyrir ákveðna þjónustu. „En þegar um skatta er að ræða þá er það alfarið háð ákvörðunum stjórnmálamanna hverju sinni hvað þú færð fyrir. Sem skattgreiðandi veist þú því ekkert hvort að skattarnir þínir fara í að reka sendiráð í Nýju Delí, fjölga aðstoðarmönnum ráðherra eða bæta þjóðvegi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Heilt yfir er hann því fylgjandi að veggjöld verði tekin upp á vegum landsins.Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss.„Það er þó með þeim fyrirvara að til dæmis fari öll gjöld sem inn koma í að greiða fyrir framkvæmdir og rekstur á vegakerfinu, að efri mörk verði á kostnaði hvers notanda þannig að enginn þurfi að borga meira árlega en ákveðna hámarksupphæð og ýmislegt fleira. Mér finnst skipta miklu að við horfumst í augu við þann veruleika að vegakerfið okkar ræður ekki við það álag sem á því er. Leið vegtolla kann að vera leið út úr núverandi ástandi, sem er óboðlegt.“Segir fólk vantreysta ríkinu Umræðan í Ölfusi um veggjöldin, eins og víðast hvar í samfélaginu, er dálítið ómarkviss að mati Elliða. „Maður finnur það sterkt að fólk vantreystir ríkinu til að fara af ábyrgð með það fé sem myndi innheimtast og óttast að það fari í eitthvað allt annað en að bæta vegina. Hér sækja margir vinnu inn á höfuðborgarsvæðið og þeir velta eðlilega fyrir sér hversu mikil viðbótarkostnaðurinn verður. Allir sem sjá vilja vita þó að það er þörf á tug milljarða framkvæmdum hér allt í kring. Þannig er Þrengslavegurinn til dæmis löngu kominn á tíma. Mjög margir telja að veggjöld gætu verið leið til að tryggja framkvæmdir við þann mikilvæga kafla í vegakerfinu,“ segir Elliði.Finnst umræðan í Hveragerði neikvæð Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði segir umræðu meðal Hvergerðinga um vegtolla frekar neikvæða. Hún segir þetta þó byggt á tilfinningu og segist setja það fram án ábyrgðar enda engin formlega könnun farið fram um málið. Í Hveragerði hefur verið mikil uppbygging og fjöldi fólks flutt til þessara svæða þrátt fyrir að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Aldís segir að með því að leggja auknar álögur þennan hóp, þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins en sækja vinnu þangað, í andstöðu við hugmyndir sem hafa verið uppi á vegum ráðherra varðandi frekari uppbyggingu á þessum svæðum til að mæta húsnæðiseklu höfuðborgarsvæðisins.Við Hveragerði, en margir sem búa þar sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu.Mynd/Vegagerðin„Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að samfélagið taki umræðu um fjármögnun vegframkvæmda og þrói hugmyndir sem sem flestir geti verið sáttir við. Vegtollar geta átt rétt á sér þar sem verið er að ráðast í vegbætur sem valda verulegri styttingu á viðkomandi leið og jafnframt ef að val er um annan kost til aksturs. Slíkt var klárlega reyndin með Hvalfjarðargöngin og verður reyndin með Vaðlaheiðargöng þegar þau verða tekin í notkun.“Bíleigendur greiða nú þegar gjald Mikilvægt sé að jafnræðis verði gætt á meðal landsmanna allra þegar kemur að fjármögnun á vegakerfinu og ekki verði gerður greinarmunur á því hvar þú ekur þegar kemur að innheimtu sértækra gjalda. „Mikilvægt er einnig að halda því til haga að bíleigendur greiða nú þegar mikla skatta til ríkisins í formi bifreiða- og eldsneytisgjalda. Til að byrja með mætti nýta þá fjármuni til uppbyggingar vegakerfisins áður en ný gjöld eru lögð á þennan sama hóp. Síðan má ekki gleyma því að innan sveitarfélaga landsins eru umfangsmikil vegakerfi og því má auðvitað líka spyrja sig að því hvort að sveitarfélögin í landinu ættu ekki líka að fá hlutdeild í þeim gjöldum sem lögð eru á bifreiðareigendur.“Pollrólegur á Ísafirði þó umræðan sé ofsafengin Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist pollrólegur yfir þessum hugmyndum. Hann vill fyrst af öllu sjá hvernig þetta verður útfært þegar samgöngunefnd hefur afgreitt þessar tillögur. „Umræðan er frekar ofsafengin eftir því sem ég hef heyrt. Hún er lituð af því að fólk veit takmarkað um útfærsluna og er duglegt við að gefa sér forsendur. Það eina sem ég get sagt fyrir mína parta er að ég er tilbúinn til að skoða allar leiðir ef þær fela það í sér að nauðsynlegum úrbótum í samgöngum á Vestfjörðum verður flýtt eða hrundið í framkvæmd.“Íbúar Ísafjarðarbæjar reiða sig á Vestfjarðagöng til að komast á milli byggðakjarna.VísirBjörn Ingimarsson, bæjarstjóri í Fljótsdalshéraði, sagði að umræða um vegtolla hefði ekki verið mikil í Fljótsdalshéraði og engin formleg umræða hefði átt sér stað meðal kjörinna fulltrúa. „Met það samt svo að menn leggist ekki alfarið á móti þessu en að sjálfsögðu eiga útfærslur eftir að líta dagsins ljós þannig að hægt verði að taka afstöðu til málsins“ segir Björn. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segist ekki hafa myndað sér skoðun á málinu og bíður eftir að tillögurnar líti dagsins ljós. Árborg Bílar Grindavík Hveragerði Reykjanesbær Samgöngur Vegtollar Ölfus Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Bæjarstjórar víðs vegar um landið eru fylgjandi hugmyndum um vegtolla ef þeir verða til þess að ráðist verði í nauðsynlegar umbætur á vegakerfinu sem fyrst. Tortryggni gætir þó í garð yfirvalda, það er að þau muni sannarlega nýta þetta gjald í framkvæmdir í samgöngukerfinu. Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig þessar hugmyndir leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. Bæjarstjórinn í Árborg segir hugmyndir um vegtolla skárra en að ekkert sé gert. Með því að rukka 50 krónur á hvern bíl mætti borga nýja Ölfusárbrú á tólf árum að hans mati. Hugmyndir um vegtolla er að finna í breytingatillögum á samgönguáætlun sem miðast að að veggjald verði tekið upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík og öllum jarðgöngum landsins. Tillögurnar hafa þó ekki verið afgreiddar úr samgöngunefnd og er því óvíst hvernig þær munu endanlega líta út.Lítið gjald fyrir aukið öryggi Bæjarstjórinn í Grindavík segir þessa vegtollar lítið gjald fyrir bætt öryggi á lífshættulegum vegum þar sem framkvæmdir þola enga bið. Sá sem fer fyrir Grindavíkurbæ heitir Fannar Jónsson en hann segir bæjaryfirvöld hafa lagt á það megináherslu að auka umferðaröryggi á Grindavíkurvegi.Frá Grindavíkurvegi.Ja.isÞað hafi hingað til borið ágætis árangur, fjárveiting fékkst á þessu ár og næsta ári til að hefa framkvæmdir til að gera verulegar umbætur að hluta á veginum. Hins vegar á eftir að fjármagna afganginn. Ef vegtollar yrðu til þess að fjárveiting fengist til að klára þessar umbætur á stórhættulegum vegi, þá segist Fannar leggja blessun sína yfir þá. Sjá einnig: Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkaflaHann er einnig hlynntur þessum hugmyndum verði þær til þess að bæta umferðaröryggi á Reykjanesbrautinni sem Grindvíkingar reiða sig á. „Ef það þarf vegtolla til að fjármagna þetta og flýta fyrir framkvæmdum, þá er hægt að sýna þessu verkefni velvilja. Að sjálfsögðu er fólk almennt ekki hrifið af aukinni gjaldtöku en flestir vilja þó að þessum framkvæmdum verði flýtt eins og mögulegt er.“ Sagt hefur verið frá því í fréttum að veggjöldin verði tiltölulega lág, mögulega 140 til 150 krónur á hvern fólksbíl í hvert skipti með afslætti en einstakt gjald yrði talsvert hærra. Er reiknað með að veggjöldin gætu skilað yfir tíu milljörðum króna í ríkiskassann á ári. Það muni þó ráðast af útfærslu og fjárhæð.Ekki allir sáttir upp á Skaga Samkvæmt breytingartillögunni, sem samgöngunefnd hefur haft til umfjöllunar, þá er gert ráð fyrir að vegtollur verði tekinn upp á öllum stofnbrautum út úr Reykjavík; á Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Einnig við öll jarðgöng á landinu en einnig er horft til þess möguleika að opna á veggjöld fyrir einstakar framkvæmdir. Hafa ber þó í huga að ekki er um endanlegar tillögur að ræða, og gæta þetta því tekið breytingum þegar þetta verður afgreitt úr nefndinni. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar sendi frá sér ályktun í síðustu viku þar sem hugmyndum um vegtolla var fagnað. Heyra mátti þó á einhverjum Skagamönnum að þeir væru hreint ekki sammála þessum fögnuði bæjarstjórnarinnar og sögðu hana ekki tala fyrir hönd þeirra.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Stöð 2/EgillSævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, segir í samtali við Vísi að bæjarstjórnin hafi fagnað þessum áformum sem boði verulegar samgöngubætur sem koma til með að stórauka umferðaröryggi og greiða för. „Mikilvægt er að þessi nýju samgönguverkefni verði vel skilgreind og afmörkuð og flýtigjald afnumið um leið og verkefni lýkur og mannvirkið hverju sinni afhent Vegagerðinni eða ríkinu. Hinn valkosturinn felur í sér Samgönguáætlun með 500 milljóna króna hagræðingarkröfu þar sem stærstur hluti nauðsynlegra samgöngubóta er einfaldlega ekki á dagskrá,“ segir Sævar Freyr.Ætla að tryggja jafnræði Skagamanna Hann segir bæjarstjórnina ætla að kappkosta að tryggja jafnræði Skagamanna miðað við íbúa annarra landshluta verði þessi hugmynd að veruleika. „Til að mynda þegar kemur að ferðum til og frá Reykjavík. Þær hugmyndir sem eru uppi um gjaldtöku gefa til kynna að Skagamenn sem og aðrir landsmenn muni jafnframt spara verulega fjármuni vegna styttri vegalengda og betri vega t.d. með Sundabraut kjósi menn að nýta sér þá leið.“ Hann segir engan í sjálfu sér fagna gjaldtöku en skilningur flestra Skagamenn sé fyrir þeim auknu möguleikum sem felst í bættum samgöngubótum. „Enda höfum við verið í fararbroddi í slíkri hugsun í yfir 20 ár með Hvalfjarðargöngum og viljum nýta þá þekkingu áfram til sóknar á þessu sviði og tryggja að gjaldtakan skili sér öll í vegbætur. Þó veggjöld njóti ekki stuðnings allra Skagamanna þá hvetjum við fólk til að taka umræðuna og kynni sér möguleikana.“ 12 ár að borga Ölfusárbrú með 50 króna gjaldi Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar, segir umræðuna um veggjöld vera blendna þar á bæ. „Þegar veggjöldin eru rædd sem valkostur við að fresta bráðnauðsynlegum vegaframkvæmdum árum saman finnst mér hins vegar vera töluvert fylgi við þessa aðferð,“ segir Gísli.Bæjarstjóri Árborgar telur hægt að fjármagna nýja Ölfusárbrú á 12 árum með hóflegu veggjaldi.FBL/ERNIRHann tekur undir þau sjónarmið að framkvæmdir á borð við nýja Ölfusárbrú og tvöföldun þeirra fjölförnu vegkafla sem hafa verið í umræðunni þoli enga bið. „Og þá eru veggjöld mun betri leið en að gera ekki neitt. Það þarf þó að gæta þess að verðlagning verði eftirspurnartengd, en ekki eingöngu einblínt á að velta kostnaði á vegfarendur, sér í lagi þegar um er að ræða mikilvægar stórframkvæmdir á fáfarnari leiðum sem ekki þola bið,“ segir Gísli. Hann minnir á mikilvægi þess að innheimtan verði sjálfvirk og nútímaleg þannig að gjaldhlið tefji ekki umferð. „Mér reiknast til að til dæmis nýja brú yfir Ölfusá væri hægt að greiða niður á 12 árum þó ekki væri innheimt hærra gjald en 50 krónur að meðaltali á bíl.Fylgjandi svo lengi sem veggjaldið fer í vegi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segist almennt fylgjandi því að skattar séu lækkaðir og fjármögnun hins opinbera verði meiri í formi gjaldtöku. Hann segir muninn á sköttum og gjaldtöku talsverðan því með gjaldtöku sé tryggt að greiðslan sem þú innir af hendi sé fyrir ákveðna þjónustu. „En þegar um skatta er að ræða þá er það alfarið háð ákvörðunum stjórnmálamanna hverju sinni hvað þú færð fyrir. Sem skattgreiðandi veist þú því ekkert hvort að skattarnir þínir fara í að reka sendiráð í Nýju Delí, fjölga aðstoðarmönnum ráðherra eða bæta þjóðvegi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Heilt yfir er hann því fylgjandi að veggjöld verði tekin upp á vegum landsins.Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss.„Það er þó með þeim fyrirvara að til dæmis fari öll gjöld sem inn koma í að greiða fyrir framkvæmdir og rekstur á vegakerfinu, að efri mörk verði á kostnaði hvers notanda þannig að enginn þurfi að borga meira árlega en ákveðna hámarksupphæð og ýmislegt fleira. Mér finnst skipta miklu að við horfumst í augu við þann veruleika að vegakerfið okkar ræður ekki við það álag sem á því er. Leið vegtolla kann að vera leið út úr núverandi ástandi, sem er óboðlegt.“Segir fólk vantreysta ríkinu Umræðan í Ölfusi um veggjöldin, eins og víðast hvar í samfélaginu, er dálítið ómarkviss að mati Elliða. „Maður finnur það sterkt að fólk vantreystir ríkinu til að fara af ábyrgð með það fé sem myndi innheimtast og óttast að það fari í eitthvað allt annað en að bæta vegina. Hér sækja margir vinnu inn á höfuðborgarsvæðið og þeir velta eðlilega fyrir sér hversu mikil viðbótarkostnaðurinn verður. Allir sem sjá vilja vita þó að það er þörf á tug milljarða framkvæmdum hér allt í kring. Þannig er Þrengslavegurinn til dæmis löngu kominn á tíma. Mjög margir telja að veggjöld gætu verið leið til að tryggja framkvæmdir við þann mikilvæga kafla í vegakerfinu,“ segir Elliði.Finnst umræðan í Hveragerði neikvæð Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði segir umræðu meðal Hvergerðinga um vegtolla frekar neikvæða. Hún segir þetta þó byggt á tilfinningu og segist setja það fram án ábyrgðar enda engin formlega könnun farið fram um málið. Í Hveragerði hefur verið mikil uppbygging og fjöldi fólks flutt til þessara svæða þrátt fyrir að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Aldís segir að með því að leggja auknar álögur þennan hóp, þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins en sækja vinnu þangað, í andstöðu við hugmyndir sem hafa verið uppi á vegum ráðherra varðandi frekari uppbyggingu á þessum svæðum til að mæta húsnæðiseklu höfuðborgarsvæðisins.Við Hveragerði, en margir sem búa þar sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu.Mynd/Vegagerðin„Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að samfélagið taki umræðu um fjármögnun vegframkvæmda og þrói hugmyndir sem sem flestir geti verið sáttir við. Vegtollar geta átt rétt á sér þar sem verið er að ráðast í vegbætur sem valda verulegri styttingu á viðkomandi leið og jafnframt ef að val er um annan kost til aksturs. Slíkt var klárlega reyndin með Hvalfjarðargöngin og verður reyndin með Vaðlaheiðargöng þegar þau verða tekin í notkun.“Bíleigendur greiða nú þegar gjald Mikilvægt sé að jafnræðis verði gætt á meðal landsmanna allra þegar kemur að fjármögnun á vegakerfinu og ekki verði gerður greinarmunur á því hvar þú ekur þegar kemur að innheimtu sértækra gjalda. „Mikilvægt er einnig að halda því til haga að bíleigendur greiða nú þegar mikla skatta til ríkisins í formi bifreiða- og eldsneytisgjalda. Til að byrja með mætti nýta þá fjármuni til uppbyggingar vegakerfisins áður en ný gjöld eru lögð á þennan sama hóp. Síðan má ekki gleyma því að innan sveitarfélaga landsins eru umfangsmikil vegakerfi og því má auðvitað líka spyrja sig að því hvort að sveitarfélögin í landinu ættu ekki líka að fá hlutdeild í þeim gjöldum sem lögð eru á bifreiðareigendur.“Pollrólegur á Ísafirði þó umræðan sé ofsafengin Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist pollrólegur yfir þessum hugmyndum. Hann vill fyrst af öllu sjá hvernig þetta verður útfært þegar samgöngunefnd hefur afgreitt þessar tillögur. „Umræðan er frekar ofsafengin eftir því sem ég hef heyrt. Hún er lituð af því að fólk veit takmarkað um útfærsluna og er duglegt við að gefa sér forsendur. Það eina sem ég get sagt fyrir mína parta er að ég er tilbúinn til að skoða allar leiðir ef þær fela það í sér að nauðsynlegum úrbótum í samgöngum á Vestfjörðum verður flýtt eða hrundið í framkvæmd.“Íbúar Ísafjarðarbæjar reiða sig á Vestfjarðagöng til að komast á milli byggðakjarna.VísirBjörn Ingimarsson, bæjarstjóri í Fljótsdalshéraði, sagði að umræða um vegtolla hefði ekki verið mikil í Fljótsdalshéraði og engin formleg umræða hefði átt sér stað meðal kjörinna fulltrúa. „Met það samt svo að menn leggist ekki alfarið á móti þessu en að sjálfsögðu eiga útfærslur eftir að líta dagsins ljós þannig að hægt verði að taka afstöðu til málsins“ segir Björn. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segist ekki hafa myndað sér skoðun á málinu og bíður eftir að tillögurnar líti dagsins ljós.
Árborg Bílar Grindavík Hveragerði Reykjanesbær Samgöngur Vegtollar Ölfus Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00