Fyrsta stöðin til að bjóða upp á fjórar tegundir aflgjafa Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 19:15 Fyrsti viðskiptavinurinn til þess að nýta sér þjónustuna var Natalie Ouellette, sem er kanadískur ríkisborgari. Hún er búsett á Íslandi og ekur á VW e-Golf. Olíuverzlun Íslands tók í notkun nýja hraðhleðslustöð í Álfheimum fyrir rafmagnsbíla í dag og verður þjónustustöðin fyrsta fjölorkustöð landsins sem býður upp á fjórar tegundir aflgjafa. Það er rafmagn, metan, bensín og dísil. Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbíla hefur aukist mikið á síðustu árum, samkvæmt upplýsingum frá Orkusetrinu, og notkun hreinna rafbíla hefur einnig aukist jafnt og þétt. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Við hjá Olís viljum mæta aukinni eftirspurn eftir fjölbreyttum orkugjöfum og koma þannig til móts við þarfir viðskiptavina okkar og jafnframt hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri félagsins, samkvæmt tilkynningunni. Þar segir einnig að Olís hafi allt frá árinu 1995 unnið eftir skýrri umhverfisstefnu, sem var samþykkt af þáverandi stjórn félagsins, þar sem umhverfisvernd er höfð að leiðarljósi í starfsemi félagsins. Með fjölgun rafhleðslustöðva hefur Olís tekið nýtt grænt skref. „Við stefnum að því að fjölga hraðhleðslustöðvum og öðrum grænum orkugjöfum jafnt og þétt á þjónustustöðvum okkar vítt og breitt um landið. En við viljum líka stuðla að umhverfisvernd við förgun úrgangsefna, endurnýtingu umbúða og byggingu mannvirkja. Allt skiptir þetta máli og það er nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins og skila auðlindum okkar í betra horfi til komandi kynslóða,“ segir Jón Ólafur. Hann segir enn fremur að Olís vilji nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt í þágu atvinnulífsins, landsmönnum og komandi kynslóðum til efnahagslegs og félagslegs ábata, án þess að ganga á höfuðstól auðlindanna. „Félagið vill stuðla að sjálfbærum vexti auðlinda svo sem kostur er með skynsamlegri nýtingu þeirra og leggur áherslu á uppgræðslu landsins þar sem tekið er tillit til atvinnustarfseminnar í landinu og fjölbreytileika náttúru þess.“ Bensín og olía Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Olíuverzlun Íslands tók í notkun nýja hraðhleðslustöð í Álfheimum fyrir rafmagnsbíla í dag og verður þjónustustöðin fyrsta fjölorkustöð landsins sem býður upp á fjórar tegundir aflgjafa. Það er rafmagn, metan, bensín og dísil. Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbíla hefur aukist mikið á síðustu árum, samkvæmt upplýsingum frá Orkusetrinu, og notkun hreinna rafbíla hefur einnig aukist jafnt og þétt. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Við hjá Olís viljum mæta aukinni eftirspurn eftir fjölbreyttum orkugjöfum og koma þannig til móts við þarfir viðskiptavina okkar og jafnframt hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri félagsins, samkvæmt tilkynningunni. Þar segir einnig að Olís hafi allt frá árinu 1995 unnið eftir skýrri umhverfisstefnu, sem var samþykkt af þáverandi stjórn félagsins, þar sem umhverfisvernd er höfð að leiðarljósi í starfsemi félagsins. Með fjölgun rafhleðslustöðva hefur Olís tekið nýtt grænt skref. „Við stefnum að því að fjölga hraðhleðslustöðvum og öðrum grænum orkugjöfum jafnt og þétt á þjónustustöðvum okkar vítt og breitt um landið. En við viljum líka stuðla að umhverfisvernd við förgun úrgangsefna, endurnýtingu umbúða og byggingu mannvirkja. Allt skiptir þetta máli og það er nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins og skila auðlindum okkar í betra horfi til komandi kynslóða,“ segir Jón Ólafur. Hann segir enn fremur að Olís vilji nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt í þágu atvinnulífsins, landsmönnum og komandi kynslóðum til efnahagslegs og félagslegs ábata, án þess að ganga á höfuðstól auðlindanna. „Félagið vill stuðla að sjálfbærum vexti auðlinda svo sem kostur er með skynsamlegri nýtingu þeirra og leggur áherslu á uppgræðslu landsins þar sem tekið er tillit til atvinnustarfseminnar í landinu og fjölbreytileika náttúru þess.“
Bensín og olía Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira