Borce: Við þurfum fleiri leikmenn Árni Jóhannsson skrifar 19. desember 2018 21:16 Borce vantar leikmenn. vísir/ernir „Það gerðist náttúrlega ekki neitt hjá okkur í þessum leik,“ sagði, hálfpartinn hlægjandi, Borce Ilievski eftir að liðið hans tapaði stórt á móti Grindavík fyrr í kvöld. „Það er erfitt að vera án leikstjórnenda, sem er ekki afsökun, við erum án Matthíasar, Daða ásamt því að Hákon hefur verið veikur í vikunni og æft mjög lítið. Þannig að við byrjuðum leikinn án leikstjórnanda sem að sýndi sig þar sem skipulagið var nánast ekki neitt. Hákon kom síðan inn í leikinn og var ekki tilbúinn þó að hann hafi sýnt góðan leik í seinni hálfleik þegar leikurinn var í raun og veru búinn“. „Við þurfum augljóslega fleiri leikmenn til að hafa tilbúna en sumir leikmenn eru að spila 35 mínútur að meðaltali og eru örþreyttir og geta ekki klárað leiki eins og sást á móti Njarðvík og KR sem voru jafnir. Í dag áttum við ekki einu sinni möguleika á því að gera þetta að alvöru leik enda eru menn mjög þreyttir. Justin Martin var svo meiddur og æfði ekki neitt eftir KR leikinn“. „Ég er ekki að búa til afsakanrir en þetta er raunveruleikinn okkar. Munum við bregðast við þessu þegar glugginn opnar? Ætlum við að bæta við leikmönnum? Það er stjórnarinnar að ákveða það því ef við gerum það ekki þá verður restin af tímabilinu mjög erfið“. Borce var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað jákvætt sem hægt væri að taka út úr leik hans manna í kvöld og var svarið við þeirri spurningu neikvætt. Hann mundi þó eftir því að óska öllum gleðilegra jóla. „Ég var að skoða tölfræðiskýrsluna og ætli ég geti ekki bent á það að við töpuðum ekki frákastabaráttunni. Mér sýndist það ekki í rauntíma að við værum að berjast svona mikið en við tókum fleiri fráköst en þeir. Á köflum sýndum við að við gætum spilað góðan bolta en við vorum langt frá okkar besta í kvöld“. „Ég sé ekkert jákvætt út úr þessum leik og verð eiginlega að vera neikvæður en gleðileg jól“. Dominos-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Haukar | Botnliðið með nýjan mann í brúnni Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Sjá meira
„Það gerðist náttúrlega ekki neitt hjá okkur í þessum leik,“ sagði, hálfpartinn hlægjandi, Borce Ilievski eftir að liðið hans tapaði stórt á móti Grindavík fyrr í kvöld. „Það er erfitt að vera án leikstjórnenda, sem er ekki afsökun, við erum án Matthíasar, Daða ásamt því að Hákon hefur verið veikur í vikunni og æft mjög lítið. Þannig að við byrjuðum leikinn án leikstjórnanda sem að sýndi sig þar sem skipulagið var nánast ekki neitt. Hákon kom síðan inn í leikinn og var ekki tilbúinn þó að hann hafi sýnt góðan leik í seinni hálfleik þegar leikurinn var í raun og veru búinn“. „Við þurfum augljóslega fleiri leikmenn til að hafa tilbúna en sumir leikmenn eru að spila 35 mínútur að meðaltali og eru örþreyttir og geta ekki klárað leiki eins og sást á móti Njarðvík og KR sem voru jafnir. Í dag áttum við ekki einu sinni möguleika á því að gera þetta að alvöru leik enda eru menn mjög þreyttir. Justin Martin var svo meiddur og æfði ekki neitt eftir KR leikinn“. „Ég er ekki að búa til afsakanrir en þetta er raunveruleikinn okkar. Munum við bregðast við þessu þegar glugginn opnar? Ætlum við að bæta við leikmönnum? Það er stjórnarinnar að ákveða það því ef við gerum það ekki þá verður restin af tímabilinu mjög erfið“. Borce var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað jákvætt sem hægt væri að taka út úr leik hans manna í kvöld og var svarið við þeirri spurningu neikvætt. Hann mundi þó eftir því að óska öllum gleðilegra jóla. „Ég var að skoða tölfræðiskýrsluna og ætli ég geti ekki bent á það að við töpuðum ekki frákastabaráttunni. Mér sýndist það ekki í rauntíma að við værum að berjast svona mikið en við tókum fleiri fráköst en þeir. Á köflum sýndum við að við gætum spilað góðan bolta en við vorum langt frá okkar besta í kvöld“. „Ég sé ekkert jákvætt út úr þessum leik og verð eiginlega að vera neikvæður en gleðileg jól“.
Dominos-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Haukar | Botnliðið með nýjan mann í brúnni Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Sjá meira