Pírataruglið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 1. desember 2018 09:00 Alþingispíratinn um kostnað við akstur þingmanna: „Það verður að kalla til lögreglu til að rannsaka þetta mál, úr því að forsætisnefnd neitar að brenna þennan þingmann á báli. Við erum sko að ræða um meðferð opinbers fjár.“ Alvarlegt augnaráð og þungi fylgir. Borgarstjórnarpíratinn um Braggamálið: „Það er mikilvægt að við lærum af þessu og förum yfir alla verkferla, þetta eru nefnilega alveg gríðarlega flóknir ferlar, þú skilur.“ Flóttalegt augnaráð og vandræðalegt bros fylgir. Það er ótrúlegt að fylgjast með Pírataflokknum þessa dagana. Fyrst kemur í ljós að flokkurinn er gegnumsýktur af eineltismenningu og frásagnir fólks sem þar hefur starfað og orðið fyrir eineltinu eru mjög sorglegar. Allt verður það verra sökum þess að Píratar virðast líta á sig sem betri en annað fólk. Þeir sem hafa lesið Dýragarð Orwells vita hvernig fer fyrir slíku fólki. En það er ekki síður áhugavert að sjá hversu mjög miklu munar á Pírötum á Alþingi og Pírötum í borgarstjórn eins og sést að ofan. Þingpíratarnir sem eru í minnihluta á Alþingi hafa slegið Norðurlandamet í spurningum og jafnvel þegar spurningar þeirra og ásakanir um óeðlilega meðferð opinberra fjármuna hafa verið hraktar, þá halda þeir áfram rétt eins og svör skipti ekki máli, einungis spurningarnar. En borgarstjórnarpíratarnir eru í meirihluta í Reykjavíkurborg. Þeir lýstu því yfir á dögunum með opinberri samþykkt að friður þyrfti að fást „fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg“. Tær snilld! Mann hreinlega svimar af ruglinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingispíratinn um kostnað við akstur þingmanna: „Það verður að kalla til lögreglu til að rannsaka þetta mál, úr því að forsætisnefnd neitar að brenna þennan þingmann á báli. Við erum sko að ræða um meðferð opinbers fjár.“ Alvarlegt augnaráð og þungi fylgir. Borgarstjórnarpíratinn um Braggamálið: „Það er mikilvægt að við lærum af þessu og förum yfir alla verkferla, þetta eru nefnilega alveg gríðarlega flóknir ferlar, þú skilur.“ Flóttalegt augnaráð og vandræðalegt bros fylgir. Það er ótrúlegt að fylgjast með Pírataflokknum þessa dagana. Fyrst kemur í ljós að flokkurinn er gegnumsýktur af eineltismenningu og frásagnir fólks sem þar hefur starfað og orðið fyrir eineltinu eru mjög sorglegar. Allt verður það verra sökum þess að Píratar virðast líta á sig sem betri en annað fólk. Þeir sem hafa lesið Dýragarð Orwells vita hvernig fer fyrir slíku fólki. En það er ekki síður áhugavert að sjá hversu mjög miklu munar á Pírötum á Alþingi og Pírötum í borgarstjórn eins og sést að ofan. Þingpíratarnir sem eru í minnihluta á Alþingi hafa slegið Norðurlandamet í spurningum og jafnvel þegar spurningar þeirra og ásakanir um óeðlilega meðferð opinberra fjármuna hafa verið hraktar, þá halda þeir áfram rétt eins og svör skipti ekki máli, einungis spurningarnar. En borgarstjórnarpíratarnir eru í meirihluta í Reykjavíkurborg. Þeir lýstu því yfir á dögunum með opinberri samþykkt að friður þyrfti að fást „fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg“. Tær snilld! Mann hreinlega svimar af ruglinu.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar