Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 09:30 Það borgar sig að bólusetja við mislingum, að mati WHO. NORDICPHOTOS/GETTY Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. Mest aukning var í Ameríku, við botn Miðjarðarhafs og í Evrópu en vegna gloppóttrar bólusetningar mátti finna tilfelli í öllum heimshlutum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC birtu í gær. Alls er greint frá því að rekja megi 110.000 dauðsföll á síðasta ári til mislinga. MMR-bóluefnið, sem notað er til bólusetningar við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, var fyrst tekið í notkun snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Um átta árum fyrr hafði sérstakt bóluefni gegn mislingum verið tekið í notkun og því er bólusetning við sjúkdómnum síður en svo ný af nálinni. Sé miðað við líkön WHO má ganga út frá því að tekist hafi að bjarga um 21 milljón mannslífa frá árinu 2000 með bólusetningu gegn mislingum. Samkvæmt skýrslunni hefur hlutfall þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnisins staðið í stað í nokkur ár, 85 prósent. Sú tala er tíu prósentum lægri en þröskuldurinn sem WHO telur að þurfi að ná til að fyrirbyggja faraldur. „Þessi upprisa mislinga er alvarlegt áhyggjuefni. Langvinnir faraldrar greinast afar víða og sérstaklega í ríkjum sem höfðu náð eða voru nálægt því að útrýma mislingum alfarið. Ef við tökum okkur ekki á, bólusetjum fleiri við sjúkdómnum og finnum þau samfélög sem eru of lítið bólusett, hættum við á að glutra niður áratuga vinnu að því að verja börn og samfélög gegn þessum skæða en alfarið fyrirbyggjanlega sjúkdómi,“ var haft eftir Soumya Swaminathan, stjórnanda hjá WHO. Undanfarin misseri hefur reglulega verið fjallað um mislingasmit á Íslandi. Þrjú tilfelli greindust hér á landi árið 2017. Þá hafa einnig greinst tilfelli í flugvélum bæði WOW air og Icelandair. Hægt er, að því er kemur fram í skýrslu WHO og CDC, að fyrirbyggja mislinga alfarið með tveimur skömmtum af öruggu bóluefni. Mislingar eru alvarlegur sjúkdómur sem smitast auðveldlega manna á milli, til að mynda með hósta og hnerra. Sjúkdómurinn getur valdið hita, hósta, höfuðverk, útbrotum og jafnvel uppköstum, niðurgangi og heilabólgu. Í verstu tilfellum valda mislingar einfaldlega dauða. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. Mest aukning var í Ameríku, við botn Miðjarðarhafs og í Evrópu en vegna gloppóttrar bólusetningar mátti finna tilfelli í öllum heimshlutum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC birtu í gær. Alls er greint frá því að rekja megi 110.000 dauðsföll á síðasta ári til mislinga. MMR-bóluefnið, sem notað er til bólusetningar við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, var fyrst tekið í notkun snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Um átta árum fyrr hafði sérstakt bóluefni gegn mislingum verið tekið í notkun og því er bólusetning við sjúkdómnum síður en svo ný af nálinni. Sé miðað við líkön WHO má ganga út frá því að tekist hafi að bjarga um 21 milljón mannslífa frá árinu 2000 með bólusetningu gegn mislingum. Samkvæmt skýrslunni hefur hlutfall þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnisins staðið í stað í nokkur ár, 85 prósent. Sú tala er tíu prósentum lægri en þröskuldurinn sem WHO telur að þurfi að ná til að fyrirbyggja faraldur. „Þessi upprisa mislinga er alvarlegt áhyggjuefni. Langvinnir faraldrar greinast afar víða og sérstaklega í ríkjum sem höfðu náð eða voru nálægt því að útrýma mislingum alfarið. Ef við tökum okkur ekki á, bólusetjum fleiri við sjúkdómnum og finnum þau samfélög sem eru of lítið bólusett, hættum við á að glutra niður áratuga vinnu að því að verja börn og samfélög gegn þessum skæða en alfarið fyrirbyggjanlega sjúkdómi,“ var haft eftir Soumya Swaminathan, stjórnanda hjá WHO. Undanfarin misseri hefur reglulega verið fjallað um mislingasmit á Íslandi. Þrjú tilfelli greindust hér á landi árið 2017. Þá hafa einnig greinst tilfelli í flugvélum bæði WOW air og Icelandair. Hægt er, að því er kemur fram í skýrslu WHO og CDC, að fyrirbyggja mislinga alfarið með tveimur skömmtum af öruggu bóluefni. Mislingar eru alvarlegur sjúkdómur sem smitast auðveldlega manna á milli, til að mynda með hósta og hnerra. Sjúkdómurinn getur valdið hita, hósta, höfuðverk, útbrotum og jafnvel uppköstum, niðurgangi og heilabólgu. Í verstu tilfellum valda mislingar einfaldlega dauða.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira