„Hef ekki verið svona hamingjusamur í langan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2018 19:30 Derrick Rose. Vísir/Getty Það hefur verið auðvelt fyrir flesta að gleðjast með Derrick Rose í NBA-deildinni í vetur. Rose hefur átt eftirtektarverða endurkomu í deildina eftir mjög erfiða tíma síðustu ár. Derrick Rose var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2010-11 en sleit krossband í fyrsta leik í úrslitakeppninni 2012 og hefur síðan glímt við hver meiðslin á fætur öðrum. Derrick Rose spilar nú með liði Minnesota Timberwolves þar sem hann er að koma með mikinn kraft inn af bekknum. Rose náði einum 50 stiga leik a móti Utah Jazz í lok október og hefur tíu sinnum skorað meira en 20 stig í leik í vetur. „Ég hef ekki verið svona hamingjusamur í langan tíma,“ sagði Derrick Rose í viðtali við Star Tribune."This is the happiest I’ve been in a long time." Derrick Rose is enjoying his bounce-back season with the Timberwolves and has his sights on the Sixth Man of the Year award: https://t.co/8SHVeAOq8upic.twitter.com/b7KsdgQZ5v — Sporting News (@sportingnews) December 3, 2018„Nú er ég hættur að hafa áhyggjur af því sem fjölmiðlarnir eru að segja um mig eins og ég gerði áður í Chicago. Ég þarf heldur ekki að eiga við skrifstofumennina eins og í Chicago eða glíma við önnur viðlíka vandamál,“ sagði Rose. Star Tribune ræddi við hann eftir leik á móti Boston Celtics sem Minnesota Timberwolves tapaði reyndar með níu stigum en Derrick Rose skoraði 26 stig á 29 mínútum. Derrick Rose hefur sett stefnuna á það að vera kosinn besti sjötti leikmaðurinn í deildinni (besti varamaðurinn) en hann er með 19,3 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á 29.5 mínútum í leik. Rose hefur komið inn af bekknum í 16 af 21 leik. „Það væri gaman að vinna verðlaunin sem besti sjötta maðurinn. Ég tel að það sé ekkert slæmt að viðurkenna það eða lélegt markmið fyrir mig þegar ég er að koma inn af bekknum. Ég vil vera besti varamaðurinn. Þannig líður mér og þannig tel ég mig geta hjálpað liðinu,“ sagði Derrick Rose. „Það er svolítið skrýtið að koma inn af bekknum en að sama skapi er það ástæðan fyrir því að ég er hér. Ég er hér til að skila mínu starfi og hjálpa ungu strákunum,“ sagði Derrick Rose. NBA Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Það hefur verið auðvelt fyrir flesta að gleðjast með Derrick Rose í NBA-deildinni í vetur. Rose hefur átt eftirtektarverða endurkomu í deildina eftir mjög erfiða tíma síðustu ár. Derrick Rose var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2010-11 en sleit krossband í fyrsta leik í úrslitakeppninni 2012 og hefur síðan glímt við hver meiðslin á fætur öðrum. Derrick Rose spilar nú með liði Minnesota Timberwolves þar sem hann er að koma með mikinn kraft inn af bekknum. Rose náði einum 50 stiga leik a móti Utah Jazz í lok október og hefur tíu sinnum skorað meira en 20 stig í leik í vetur. „Ég hef ekki verið svona hamingjusamur í langan tíma,“ sagði Derrick Rose í viðtali við Star Tribune."This is the happiest I’ve been in a long time." Derrick Rose is enjoying his bounce-back season with the Timberwolves and has his sights on the Sixth Man of the Year award: https://t.co/8SHVeAOq8upic.twitter.com/b7KsdgQZ5v — Sporting News (@sportingnews) December 3, 2018„Nú er ég hættur að hafa áhyggjur af því sem fjölmiðlarnir eru að segja um mig eins og ég gerði áður í Chicago. Ég þarf heldur ekki að eiga við skrifstofumennina eins og í Chicago eða glíma við önnur viðlíka vandamál,“ sagði Rose. Star Tribune ræddi við hann eftir leik á móti Boston Celtics sem Minnesota Timberwolves tapaði reyndar með níu stigum en Derrick Rose skoraði 26 stig á 29 mínútum. Derrick Rose hefur sett stefnuna á það að vera kosinn besti sjötti leikmaðurinn í deildinni (besti varamaðurinn) en hann er með 19,3 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á 29.5 mínútum í leik. Rose hefur komið inn af bekknum í 16 af 21 leik. „Það væri gaman að vinna verðlaunin sem besti sjötta maðurinn. Ég tel að það sé ekkert slæmt að viðurkenna það eða lélegt markmið fyrir mig þegar ég er að koma inn af bekknum. Ég vil vera besti varamaðurinn. Þannig líður mér og þannig tel ég mig geta hjálpað liðinu,“ sagði Derrick Rose. „Það er svolítið skrýtið að koma inn af bekknum en að sama skapi er það ástæðan fyrir því að ég er hér. Ég er hér til að skila mínu starfi og hjálpa ungu strákunum,“ sagði Derrick Rose.
NBA Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira