„Hef ekki verið svona hamingjusamur í langan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2018 19:30 Derrick Rose. Vísir/Getty Það hefur verið auðvelt fyrir flesta að gleðjast með Derrick Rose í NBA-deildinni í vetur. Rose hefur átt eftirtektarverða endurkomu í deildina eftir mjög erfiða tíma síðustu ár. Derrick Rose var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2010-11 en sleit krossband í fyrsta leik í úrslitakeppninni 2012 og hefur síðan glímt við hver meiðslin á fætur öðrum. Derrick Rose spilar nú með liði Minnesota Timberwolves þar sem hann er að koma með mikinn kraft inn af bekknum. Rose náði einum 50 stiga leik a móti Utah Jazz í lok október og hefur tíu sinnum skorað meira en 20 stig í leik í vetur. „Ég hef ekki verið svona hamingjusamur í langan tíma,“ sagði Derrick Rose í viðtali við Star Tribune."This is the happiest I’ve been in a long time." Derrick Rose is enjoying his bounce-back season with the Timberwolves and has his sights on the Sixth Man of the Year award: https://t.co/8SHVeAOq8upic.twitter.com/b7KsdgQZ5v — Sporting News (@sportingnews) December 3, 2018„Nú er ég hættur að hafa áhyggjur af því sem fjölmiðlarnir eru að segja um mig eins og ég gerði áður í Chicago. Ég þarf heldur ekki að eiga við skrifstofumennina eins og í Chicago eða glíma við önnur viðlíka vandamál,“ sagði Rose. Star Tribune ræddi við hann eftir leik á móti Boston Celtics sem Minnesota Timberwolves tapaði reyndar með níu stigum en Derrick Rose skoraði 26 stig á 29 mínútum. Derrick Rose hefur sett stefnuna á það að vera kosinn besti sjötti leikmaðurinn í deildinni (besti varamaðurinn) en hann er með 19,3 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á 29.5 mínútum í leik. Rose hefur komið inn af bekknum í 16 af 21 leik. „Það væri gaman að vinna verðlaunin sem besti sjötta maðurinn. Ég tel að það sé ekkert slæmt að viðurkenna það eða lélegt markmið fyrir mig þegar ég er að koma inn af bekknum. Ég vil vera besti varamaðurinn. Þannig líður mér og þannig tel ég mig geta hjálpað liðinu,“ sagði Derrick Rose. „Það er svolítið skrýtið að koma inn af bekknum en að sama skapi er það ástæðan fyrir því að ég er hér. Ég er hér til að skila mínu starfi og hjálpa ungu strákunum,“ sagði Derrick Rose. NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Það hefur verið auðvelt fyrir flesta að gleðjast með Derrick Rose í NBA-deildinni í vetur. Rose hefur átt eftirtektarverða endurkomu í deildina eftir mjög erfiða tíma síðustu ár. Derrick Rose var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2010-11 en sleit krossband í fyrsta leik í úrslitakeppninni 2012 og hefur síðan glímt við hver meiðslin á fætur öðrum. Derrick Rose spilar nú með liði Minnesota Timberwolves þar sem hann er að koma með mikinn kraft inn af bekknum. Rose náði einum 50 stiga leik a móti Utah Jazz í lok október og hefur tíu sinnum skorað meira en 20 stig í leik í vetur. „Ég hef ekki verið svona hamingjusamur í langan tíma,“ sagði Derrick Rose í viðtali við Star Tribune."This is the happiest I’ve been in a long time." Derrick Rose is enjoying his bounce-back season with the Timberwolves and has his sights on the Sixth Man of the Year award: https://t.co/8SHVeAOq8upic.twitter.com/b7KsdgQZ5v — Sporting News (@sportingnews) December 3, 2018„Nú er ég hættur að hafa áhyggjur af því sem fjölmiðlarnir eru að segja um mig eins og ég gerði áður í Chicago. Ég þarf heldur ekki að eiga við skrifstofumennina eins og í Chicago eða glíma við önnur viðlíka vandamál,“ sagði Rose. Star Tribune ræddi við hann eftir leik á móti Boston Celtics sem Minnesota Timberwolves tapaði reyndar með níu stigum en Derrick Rose skoraði 26 stig á 29 mínútum. Derrick Rose hefur sett stefnuna á það að vera kosinn besti sjötti leikmaðurinn í deildinni (besti varamaðurinn) en hann er með 19,3 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á 29.5 mínútum í leik. Rose hefur komið inn af bekknum í 16 af 21 leik. „Það væri gaman að vinna verðlaunin sem besti sjötta maðurinn. Ég tel að það sé ekkert slæmt að viðurkenna það eða lélegt markmið fyrir mig þegar ég er að koma inn af bekknum. Ég vil vera besti varamaðurinn. Þannig líður mér og þannig tel ég mig geta hjálpað liðinu,“ sagði Derrick Rose. „Það er svolítið skrýtið að koma inn af bekknum en að sama skapi er það ástæðan fyrir því að ég er hér. Ég er hér til að skila mínu starfi og hjálpa ungu strákunum,“ sagði Derrick Rose.
NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum