Miðflokkurinn næði ekki manni inn Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 5. desember 2018 06:00 Frá þingi eftir að fjallað var um upptökur af Klaustri. - Fréttablaðið/Anton Brink Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast með um 21 prósents fylgi í nýrri könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Miðflokkurinn mælist með 4,3 prósent og næði samkvæmt því ekki manni á þing. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, það er eftir að upp komst um fyllirísraus fjögurra þingmanna Miðflokks og tveggja úr Flokki fólksins. Þá er hún sömuleiðis gerð eftir að Flokkur fólksins rak þingmennina tvo úr flokknum og tveir þingmanna Miðflokksins fóru í ótímabundið leyfi frá störfum. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Miðflokksins 4,3 prósent eða rúmlega þriðjungur kjörfylgis hans. Fylgi við flokkinn mælist 1,5 prósentustigum hærra á landsbyggðinni. Sé miðað við efri vikmörk mælingarinnar myndi flokkurinn fá jöfnunarþingmenn en nær hvergi kjördæmakjörnum þingmanni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,4 prósent og kemur Samfylkingin næst með 20,8 prósent. Sá fyrrnefndi tapar um fjórum prósentustigum frá kosningum en sá síðarnefndi bætir við sig tæpum níu. Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins með 14,4 prósent og bæta við sig fimm prósentustigum.Sjá einnig: Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Stutt er í Vinstri græn með 12,7 prósent en flokkurinn fékk tæp sautján í kosningunum. Viðreisn mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 í kosningum og Framsóknarflokkur mælist með 8,5 prósent, fékk 10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins mælist svo með 5,7 prósent, fékk 6,9 í kosningunum 2017. Þrjú prósent segja að þau myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi. Séu niðurstöður könnunarinnar nýttar til að útdeila þingsætum fengju Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fimmtán menn hvor flokkur. Píratar fengju tíu, Vinstri græn átta og Viðreisn og Framsókn sex menn hvor flokkur. Flokkur fólksins væri síðastur inn með þrjá. Einnig var spurt um hvort sexmenningarnir af Klaustri ættu að segja af sér þingmennsku. Alls svöruðu játandi 90,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku. 9,1 prósent sagði nei. Sé horft til afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir sögðust ætla að kjósa má sjá að heilt yfir svaraði mikill meirihluti stuðningsmanna allra flokka utan Miðflokksins játandi. Einungis þrettán prósent þeirra sem sögðust styðja Miðflokkinn vilja að sexmenningarnir segi af sér. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins komust næst því að vera á sama máli en þeirra á meðal voru þó ekki nema 23,7 prósent sem svöruðu neitandi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast með um 21 prósents fylgi í nýrri könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Miðflokkurinn mælist með 4,3 prósent og næði samkvæmt því ekki manni á þing. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, það er eftir að upp komst um fyllirísraus fjögurra þingmanna Miðflokks og tveggja úr Flokki fólksins. Þá er hún sömuleiðis gerð eftir að Flokkur fólksins rak þingmennina tvo úr flokknum og tveir þingmanna Miðflokksins fóru í ótímabundið leyfi frá störfum. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Miðflokksins 4,3 prósent eða rúmlega þriðjungur kjörfylgis hans. Fylgi við flokkinn mælist 1,5 prósentustigum hærra á landsbyggðinni. Sé miðað við efri vikmörk mælingarinnar myndi flokkurinn fá jöfnunarþingmenn en nær hvergi kjördæmakjörnum þingmanni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,4 prósent og kemur Samfylkingin næst með 20,8 prósent. Sá fyrrnefndi tapar um fjórum prósentustigum frá kosningum en sá síðarnefndi bætir við sig tæpum níu. Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins með 14,4 prósent og bæta við sig fimm prósentustigum.Sjá einnig: Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Stutt er í Vinstri græn með 12,7 prósent en flokkurinn fékk tæp sautján í kosningunum. Viðreisn mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 í kosningum og Framsóknarflokkur mælist með 8,5 prósent, fékk 10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins mælist svo með 5,7 prósent, fékk 6,9 í kosningunum 2017. Þrjú prósent segja að þau myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi. Séu niðurstöður könnunarinnar nýttar til að útdeila þingsætum fengju Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fimmtán menn hvor flokkur. Píratar fengju tíu, Vinstri græn átta og Viðreisn og Framsókn sex menn hvor flokkur. Flokkur fólksins væri síðastur inn með þrjá. Einnig var spurt um hvort sexmenningarnir af Klaustri ættu að segja af sér þingmennsku. Alls svöruðu játandi 90,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku. 9,1 prósent sagði nei. Sé horft til afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir sögðust ætla að kjósa má sjá að heilt yfir svaraði mikill meirihluti stuðningsmanna allra flokka utan Miðflokksins játandi. Einungis þrettán prósent þeirra sem sögðust styðja Miðflokkinn vilja að sexmenningarnir segi af sér. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins komust næst því að vera á sama máli en þeirra á meðal voru þó ekki nema 23,7 prósent sem svöruðu neitandi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14
Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03
Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09