Stjörnur LeBron og Curry skinu skært | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2018 07:30 LeBron James var frábær í fjórða leikhluta. vísir/getty Golden State Warriors vann auðveldan sigur á Cleveland Cavaliers, 129-105, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta eru liðin sem að mættust í lokaúrslitunum í júní. Mikið er breytt hjá Cleveland sem hefur ekki lengur nokkuð að gera í Golden State. Steph Curry fór hamförum fyrir meistarana og skoraði 42 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar en hann hitti úr ellefu af 20 skotum sínum í leiknum, þar af níu af fjórtán þrettán stiga skotum sínum. Kevin Durant bætti við 25 stigum, tíu fráköstum og níu stoðsendingum og daðraði við glæsilega þrennu en Klay Thompson skoraði svo 16 stig fyrir meistarana í þessum örugga sigri. Golden State er nú búið að vinna tvo leiki í röð og 17 í heildina en liðið er í fjórða sæti vestursins á eftir Denver, OKC og LA Clippers. Maðurinn sem að yfirgaf Cleveland, LeBron James, átti einnig stórleik í nótt þegar að LA vann tiltölulega öruggan heimasigur á San Antonio Spurs, 121-113. LeBron skoraði 42 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta þar sem að hann tryggði heimamönnum sigurinn eftir að Spurs hafði sótt í sig veðrið í þriðja leikhluta. DeMar DeRozan skoraði 32 stig fyrir Spurs og Rudy Gay 31 en þetta mikla stórveldi má muna sinn fífil fegurri. Liðið er í næst neðsta sæti vestursins með ellefu sigra eins og Houston Rockets en Phoenix Suns er allra liða verst með aðeins fjóra sigra. Paul George var svo maðurinn í naumum 114-112 sigri Oklahoma City gegn Brooklyn en hann skoraði 47 stig, þar af 25 í ótrúlegum fjórða leikhluta. Hann skoraði þriggja stiga körfu sem kom gestunum yfir þegar að 3,1 sekúnda var eftir af leiknum. Brooklyn var mest 23 stigum yfir en með George í stuði kom OKC til baka og vann leikinn en liðið heldur áfram í toppbaráttu vesturdeildarinnar. Russell Westbrook nældi sér í 108. þrennuna á ferlinum og komst þannig yfir Jaston Kidd, fyrrverandi NBA-meistara og þjálfara, á þrennulistanum en Westbrook skoraði 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 17 stoðsendinga. Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Golden State Warroprs 105-129 Orlando Magic - Denver Nuggets 118-124 Atlanta Hawks - Washington Wizards 117-131 Brooklyn Nets - OKC Thunder 112-114 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 113-102 Memphis Grizzlies - LA Clippers 96-86 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 115-92 Minnesota Timberwolves - Charlotte Hornets 121-104 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 132-106 LA Lakers - San Antonio Spurs 121-113 NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Golden State Warriors vann auðveldan sigur á Cleveland Cavaliers, 129-105, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta eru liðin sem að mættust í lokaúrslitunum í júní. Mikið er breytt hjá Cleveland sem hefur ekki lengur nokkuð að gera í Golden State. Steph Curry fór hamförum fyrir meistarana og skoraði 42 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar en hann hitti úr ellefu af 20 skotum sínum í leiknum, þar af níu af fjórtán þrettán stiga skotum sínum. Kevin Durant bætti við 25 stigum, tíu fráköstum og níu stoðsendingum og daðraði við glæsilega þrennu en Klay Thompson skoraði svo 16 stig fyrir meistarana í þessum örugga sigri. Golden State er nú búið að vinna tvo leiki í röð og 17 í heildina en liðið er í fjórða sæti vestursins á eftir Denver, OKC og LA Clippers. Maðurinn sem að yfirgaf Cleveland, LeBron James, átti einnig stórleik í nótt þegar að LA vann tiltölulega öruggan heimasigur á San Antonio Spurs, 121-113. LeBron skoraði 42 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta þar sem að hann tryggði heimamönnum sigurinn eftir að Spurs hafði sótt í sig veðrið í þriðja leikhluta. DeMar DeRozan skoraði 32 stig fyrir Spurs og Rudy Gay 31 en þetta mikla stórveldi má muna sinn fífil fegurri. Liðið er í næst neðsta sæti vestursins með ellefu sigra eins og Houston Rockets en Phoenix Suns er allra liða verst með aðeins fjóra sigra. Paul George var svo maðurinn í naumum 114-112 sigri Oklahoma City gegn Brooklyn en hann skoraði 47 stig, þar af 25 í ótrúlegum fjórða leikhluta. Hann skoraði þriggja stiga körfu sem kom gestunum yfir þegar að 3,1 sekúnda var eftir af leiknum. Brooklyn var mest 23 stigum yfir en með George í stuði kom OKC til baka og vann leikinn en liðið heldur áfram í toppbaráttu vesturdeildarinnar. Russell Westbrook nældi sér í 108. þrennuna á ferlinum og komst þannig yfir Jaston Kidd, fyrrverandi NBA-meistara og þjálfara, á þrennulistanum en Westbrook skoraði 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 17 stoðsendinga. Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Golden State Warroprs 105-129 Orlando Magic - Denver Nuggets 118-124 Atlanta Hawks - Washington Wizards 117-131 Brooklyn Nets - OKC Thunder 112-114 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 113-102 Memphis Grizzlies - LA Clippers 96-86 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 115-92 Minnesota Timberwolves - Charlotte Hornets 121-104 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 132-106 LA Lakers - San Antonio Spurs 121-113
NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum