Sport

Uber bjargaði fjármálum Armstrong

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eitt stærsta lyfjahneyksli sögunnar var þegar Lance Armstrong viðurkenndi að hafa ítrekað notað ólögleg efni.
Eitt stærsta lyfjahneyksli sögunnar var þegar Lance Armstrong viðurkenndi að hafa ítrekað notað ólögleg efni. Vísir/Getty
Lance Armstrong, fyrrverandi hjólreiðakappi, segir að snemmbúin fjárfesting í skutlfyrirtækinu Uber hafi bjargað honum og fjölskyldu hans en Armstrong er búinn að borga upp skuldir sínar eftir réttarhöldin. BBC greinir frá.

Aromstrong vann Frakklandshjólreiðarnar sjö ár í röð en missti titlana og var bannaður frá íþróttinni að eilífu eftir að viðurkenna og segja frá einu stærsta og kerfisbundna lyfjamisferli í sögu íþrótta.

Árið 2010 lét hann vin sinn og fjárfestinn Chris Sacca frá 100.000 dollara eða tólf milljónir króna til að fjárfesta í Uber sem þá var að ryðja sér til rúms á markaðnum.

„Þetta bjargaði fjölskyldunni okkar,“ segir Armstrong sem sættist á að borga bandaríska ríkinu fimm milljónir dollara eða 616 milljónir íslenskra króna.

Ef hann hefði farið alla leið hefði Armstrong mögulega þurft að greiða 100 milljónir dollara þannig að þessar fimm milljónir hljómuðu ansi vel. Aftur á móti var það bara það sem að hjólreiðakappinn þurfti að borga ríkinu.

Atromgstrong stóð svo uppi með 111 milljóna dollara (13,4 milljarða króna) reikning við lögfræðinga auk annarra mála sem þurfti að sættast á og því var eins gott að peningarnir streymdu inn í gegnum Uber.

Verðmæti Uber voru um 3,7 millónir dollara árið 2009 en félagið var verðmetið á 72 milljarða dollara í fyrra eða 875 milljarða íslenskra króna. Uber stefnir að því að vera metið á 120 milljarða dollara á næsta ári eða 1.114 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×