Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 95-84 | Öruggur sigur Stjörnunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Mathús Garðabæjar-höllinni í Garðabæ skrifar 9. desember 2018 22:00 Ægir Þór Steinarsson. vísir/bára Stjarnan vann 95-84 sigur á KR í Domino‘s deild karla í kvöld og batt enda á þriggja leikja taphrinu sína. Gestirnir úr Vesturbænum byrjuðu leikinn betur en Stjörnumenn héldu þó í við þá í fyrsta leikhlutanum. Fyrsti fjórðungurinn gaf von um spennandi leik, fullan af hörku og drama. Svo varð hins vegar ekki. Stjarnan keyrði KR-inga í kaf í öðrum leikhluta. Kristófer Acox skoraði fyrstu körfu annars leikhluta en næstu fimm mínútur náði KR aðeins að skora eina körfu, Stjarnan tók 12 stiga sveiflu og var komin í forystu. Það gekk ekkert hjá KR í leikhlutanum og í hálfleik var staðan 55-40 fyrir Stjörnunni. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og þeim fyrri lauk en þegar komið var inn í þriðja leikhluta steig Stjarnan aðeins af bensíngjöfinni og hleypti KR aftur inn í leikinn. KR-ingar komust þó aldrei nógu nálægt til þess að ógna sigri Stjörnunnar að ráði og niðurstaðan 11 stiga sigur Stjörnunnar.Af hverju vann Stjarnan? Annar leikhluti réði úrslitum í leiknum. Þó má segja að það hafi byrjað í lok fyrsta leikhluta þegar Arnar óð inn á völlinn, eftir það fór að ganga betur hjá Stjörnunni á meðan KR-ingar voru slegnir út af laginu. KR skoraði bara 10 stig í öðrum leikhluta á meðan Stjarnan setti 31 og það er ljóst að 10 stig í einum leikhluta er alls ekki nóg gen jafn sterku liði og Stjörnunni. Þá var skotnýting Stjörnunnar miklu betri en KR í leiknum.Hvað gekk illa? Varnarleikur KR í leiknum var alls ekki nógu góður. KR var með nærri helmingi færri tapaða bolta en Stjarnan en tapaði leiknum samt nokkuð örugglega. Skyttur KR hittu alls ekki á nógu góðan dag, þeir fengu opin skot sem vildu bara ekki niður.Hverjir stóðu upp úr? Það hefur verið kallað eftir að skyttan Antti Kanervo mæti á svæðið og hann gerði það í dag. 6 þriggja stiga körfur og 21 stig er meira í takt við það sem búist var við af honum. Hlynur Bæringsson átti mjög góðan leik í dag eins og Paul Anthony Jones. Í liði KR voru það Kristófer Acox og Julian Boyd sem skiluðu mestu fyrir KR.Hvað gerist næst? Stjarnan fer til Grindavíkur á fimmtudaginn og KR fær ÍR í heimsókn í Reykjavíkurslag á sama tíma. Arnar á hliðarlínunnivísir/báraArnar: Ræði ekki dómgæslu við fjölmiðla Í viðtali á Stöð 2 Sport í leikslok var fyrsta spurning til Arnars um þetta ótrúlega atvik sem hefur vart sést í manna minnum. „Ég legg ekki í vana minn að ræða dómgæslu við fjölmiðla og ætla ekki að byrja á því í dag,“ svaraði Arnar. Inntur eftir frekari svörum um hvað hann hafi verið að hugsa, ekki út í dóminn, bugaðist Arnar ekki og vildi ekkert tjá sig. Hann fékk tæknivillu fyrir atvikið. Stjarnan vann leikinn 95-84 eftir að hafa verið með 15 stiga forystu í hálfleik og munurinn varð mestur um tuttugu stig. „Mér fannst varnarleikurinn ekki góður í dag,“ sagði Arnar. „Skelfilegur fyrsti leikhluti en kafli í öðrum leikhluta sem var góður. KR átti ekki góðan skotdag en þeir fengu fullt af góðum skotum. Við vorum í tómu basli og þurftum að fara í svæðisvörn.“ „Við skjótum mjög vel og það ræður oft öllu í körfubolta.“ „Framlag frá öllum í dag og það gerir gæfumuninn.“ Stjarnan batt enda á þriggja leikja tapgöngu með sigrinum en Arnar vildi þó ekki gefa of mikið út á mikilvægi sigursins. „Þú mátt ekki fara of hátt og þú mátt ekki fara of lágt. Við höfum náð að halda ákveðnu jafnvægi með þessum sigri en nú þurfum við bara að halda áfram,“ sagði Arnar Guðjónsson.vísir/skjáskot/s2Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt „Arnar setti tóninn með þessu fíaskói sínu, ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Ingi við Svala Björgvinsson í viðtali á Stöð 2 Sport í leikslok. „Mér fannst eins og ég væri staddur á einhverjum allt öðrum stað.“ „Þetta var klókt hjá honum og hann komst upp með þetta, það voru allir flatir hjá okkur eftir þetta.“ Atvikið átti sér stað seint í fyrsta leikhluta leiksins í Garðabænum í kvöld. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan öll völd og kom sér í örugga forystu, leiknum lauk með 95-84 sigri Stjörnunnar. „Mér fannst varnarleikurinn galopnast og þeir voru að skjóta gríðarlega vel. Erum að gefa þeim allt of mikið og opnum okkur allt of mikið,“ sagði Ingi. „Annar leikhluti var hroðalegur bara. Hvernig menn koma gíraðir inn og hvað þeir ætla að gera, við gerum það í 1. en svo fer botninn úr þessu. Fengum lítði framlag frá bakvörðunum framan af.“ KR hefur ekki náð sér almennilega á strik í síðustu leikjum og sagði Ingi að liðið hefði farið fram úr sér eftir sigurinn á Tindastóli. En er boðlegt að lið með jafn mikla reynslu og KR láti einn sigur slá sig út af laginu í nokkrar vikur eftir á? „Það sýnir okkur bara að við erum ekki á þeim stað sem við ætlum að vera á. Vitum hvað við viljum gera en erum ekki að ná að framkvæma það. Kannski erum við ekki með réttu mennina.“ „Við þurfum að fá leikmenn til þess að stíga upp á miðjunni, okkur vantar framlag frá bakvörðunum, þetta er mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Ingi. Hann vildi þó ekki gefa út að KR væri að hugsa um að fá til sín nýja leikmenn. Hlynur í leik með Stjörnunni.vísir/ernirHlynur: Þetta var léttir „Þetta var svolítill léttir ef ég er hreinskilinn. Búið að vera basl hjá okkur og þetta var kærkomið,“ sagði Hlynur Bæringsson. Stjarnan hafði tapað síðustu þremur leikjum fyrir þennan en spilaði þó ekki hræðilega í hinum leikjunum öllum. „Ég held að við höfum hitt betur í dag og þá verður lífið auðveldara, þegar margir eru búnir að setja boltann ofan í fljótlega.“ „Addú (Arnþór Freyr Guðmundsson) breytti leiknum. Við vorum í basli þegar hann kemur inn og setur tvo þrista, við þurfum að fá svoleiðis innspýtingu, það er rosalega mikilvægt fyrir okkur.“ Liði Stjörnunnar var spáð sigri í deildinni fyrir tímabilið og hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðuna í síðustu leikjum. „Við erum búnir að vera langt undir væntingum, ég ætla ekkert að fela okkur á bak við það, og þetta var léttir,“ sagði Hlynur.Jón Arnórvísir/daníelJón Arnór: Fáum engin viðbrögð „Við stjórnuðum leiknum í byrjun en þetta var samt nokkuð flatt. Svo fórum við bara á hælana og skoruðu bara 10 stig í öðrum leikhluta. Varnarleikurinn var lélegur,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í leikslok. „Algjört andleysi þegar við fórum að ströggla í öðrum leikhluta. Enn og aftur þá náum við ekki að gíar okkur upp. Við fáum engin viðbrögð. Við reyndum að hlæja, brosa, peppa, hrauna og allt. Ingi tók ræðu í hálfeik og við ætluðum að koma til baka en það var ekki nóg.“ Stjörnunni hefur ekki gengið vel síðustu misseri en Garðbæingar eru þó með sterkt lið. „Auðvitað erum við að spila á móti liði sem hefur líka verið að ströggla. Við erum ekki að koma á neinn auðveldan útivöll að reyna að stela sigri. Þeir gerðu mjög vel.“ „Þeir byrjuðu hikandi en áttuðu sig fljótt og settu allt úr skorðum hjá okkur.“ Dominos-deild karla
Stjarnan vann 95-84 sigur á KR í Domino‘s deild karla í kvöld og batt enda á þriggja leikja taphrinu sína. Gestirnir úr Vesturbænum byrjuðu leikinn betur en Stjörnumenn héldu þó í við þá í fyrsta leikhlutanum. Fyrsti fjórðungurinn gaf von um spennandi leik, fullan af hörku og drama. Svo varð hins vegar ekki. Stjarnan keyrði KR-inga í kaf í öðrum leikhluta. Kristófer Acox skoraði fyrstu körfu annars leikhluta en næstu fimm mínútur náði KR aðeins að skora eina körfu, Stjarnan tók 12 stiga sveiflu og var komin í forystu. Það gekk ekkert hjá KR í leikhlutanum og í hálfleik var staðan 55-40 fyrir Stjörnunni. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og þeim fyrri lauk en þegar komið var inn í þriðja leikhluta steig Stjarnan aðeins af bensíngjöfinni og hleypti KR aftur inn í leikinn. KR-ingar komust þó aldrei nógu nálægt til þess að ógna sigri Stjörnunnar að ráði og niðurstaðan 11 stiga sigur Stjörnunnar.Af hverju vann Stjarnan? Annar leikhluti réði úrslitum í leiknum. Þó má segja að það hafi byrjað í lok fyrsta leikhluta þegar Arnar óð inn á völlinn, eftir það fór að ganga betur hjá Stjörnunni á meðan KR-ingar voru slegnir út af laginu. KR skoraði bara 10 stig í öðrum leikhluta á meðan Stjarnan setti 31 og það er ljóst að 10 stig í einum leikhluta er alls ekki nóg gen jafn sterku liði og Stjörnunni. Þá var skotnýting Stjörnunnar miklu betri en KR í leiknum.Hvað gekk illa? Varnarleikur KR í leiknum var alls ekki nógu góður. KR var með nærri helmingi færri tapaða bolta en Stjarnan en tapaði leiknum samt nokkuð örugglega. Skyttur KR hittu alls ekki á nógu góðan dag, þeir fengu opin skot sem vildu bara ekki niður.Hverjir stóðu upp úr? Það hefur verið kallað eftir að skyttan Antti Kanervo mæti á svæðið og hann gerði það í dag. 6 þriggja stiga körfur og 21 stig er meira í takt við það sem búist var við af honum. Hlynur Bæringsson átti mjög góðan leik í dag eins og Paul Anthony Jones. Í liði KR voru það Kristófer Acox og Julian Boyd sem skiluðu mestu fyrir KR.Hvað gerist næst? Stjarnan fer til Grindavíkur á fimmtudaginn og KR fær ÍR í heimsókn í Reykjavíkurslag á sama tíma. Arnar á hliðarlínunnivísir/báraArnar: Ræði ekki dómgæslu við fjölmiðla Í viðtali á Stöð 2 Sport í leikslok var fyrsta spurning til Arnars um þetta ótrúlega atvik sem hefur vart sést í manna minnum. „Ég legg ekki í vana minn að ræða dómgæslu við fjölmiðla og ætla ekki að byrja á því í dag,“ svaraði Arnar. Inntur eftir frekari svörum um hvað hann hafi verið að hugsa, ekki út í dóminn, bugaðist Arnar ekki og vildi ekkert tjá sig. Hann fékk tæknivillu fyrir atvikið. Stjarnan vann leikinn 95-84 eftir að hafa verið með 15 stiga forystu í hálfleik og munurinn varð mestur um tuttugu stig. „Mér fannst varnarleikurinn ekki góður í dag,“ sagði Arnar. „Skelfilegur fyrsti leikhluti en kafli í öðrum leikhluta sem var góður. KR átti ekki góðan skotdag en þeir fengu fullt af góðum skotum. Við vorum í tómu basli og þurftum að fara í svæðisvörn.“ „Við skjótum mjög vel og það ræður oft öllu í körfubolta.“ „Framlag frá öllum í dag og það gerir gæfumuninn.“ Stjarnan batt enda á þriggja leikja tapgöngu með sigrinum en Arnar vildi þó ekki gefa of mikið út á mikilvægi sigursins. „Þú mátt ekki fara of hátt og þú mátt ekki fara of lágt. Við höfum náð að halda ákveðnu jafnvægi með þessum sigri en nú þurfum við bara að halda áfram,“ sagði Arnar Guðjónsson.vísir/skjáskot/s2Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt „Arnar setti tóninn með þessu fíaskói sínu, ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Ingi við Svala Björgvinsson í viðtali á Stöð 2 Sport í leikslok. „Mér fannst eins og ég væri staddur á einhverjum allt öðrum stað.“ „Þetta var klókt hjá honum og hann komst upp með þetta, það voru allir flatir hjá okkur eftir þetta.“ Atvikið átti sér stað seint í fyrsta leikhluta leiksins í Garðabænum í kvöld. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan öll völd og kom sér í örugga forystu, leiknum lauk með 95-84 sigri Stjörnunnar. „Mér fannst varnarleikurinn galopnast og þeir voru að skjóta gríðarlega vel. Erum að gefa þeim allt of mikið og opnum okkur allt of mikið,“ sagði Ingi. „Annar leikhluti var hroðalegur bara. Hvernig menn koma gíraðir inn og hvað þeir ætla að gera, við gerum það í 1. en svo fer botninn úr þessu. Fengum lítði framlag frá bakvörðunum framan af.“ KR hefur ekki náð sér almennilega á strik í síðustu leikjum og sagði Ingi að liðið hefði farið fram úr sér eftir sigurinn á Tindastóli. En er boðlegt að lið með jafn mikla reynslu og KR láti einn sigur slá sig út af laginu í nokkrar vikur eftir á? „Það sýnir okkur bara að við erum ekki á þeim stað sem við ætlum að vera á. Vitum hvað við viljum gera en erum ekki að ná að framkvæma það. Kannski erum við ekki með réttu mennina.“ „Við þurfum að fá leikmenn til þess að stíga upp á miðjunni, okkur vantar framlag frá bakvörðunum, þetta er mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Ingi. Hann vildi þó ekki gefa út að KR væri að hugsa um að fá til sín nýja leikmenn. Hlynur í leik með Stjörnunni.vísir/ernirHlynur: Þetta var léttir „Þetta var svolítill léttir ef ég er hreinskilinn. Búið að vera basl hjá okkur og þetta var kærkomið,“ sagði Hlynur Bæringsson. Stjarnan hafði tapað síðustu þremur leikjum fyrir þennan en spilaði þó ekki hræðilega í hinum leikjunum öllum. „Ég held að við höfum hitt betur í dag og þá verður lífið auðveldara, þegar margir eru búnir að setja boltann ofan í fljótlega.“ „Addú (Arnþór Freyr Guðmundsson) breytti leiknum. Við vorum í basli þegar hann kemur inn og setur tvo þrista, við þurfum að fá svoleiðis innspýtingu, það er rosalega mikilvægt fyrir okkur.“ Liði Stjörnunnar var spáð sigri í deildinni fyrir tímabilið og hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðuna í síðustu leikjum. „Við erum búnir að vera langt undir væntingum, ég ætla ekkert að fela okkur á bak við það, og þetta var léttir,“ sagði Hlynur.Jón Arnórvísir/daníelJón Arnór: Fáum engin viðbrögð „Við stjórnuðum leiknum í byrjun en þetta var samt nokkuð flatt. Svo fórum við bara á hælana og skoruðu bara 10 stig í öðrum leikhluta. Varnarleikurinn var lélegur,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í leikslok. „Algjört andleysi þegar við fórum að ströggla í öðrum leikhluta. Enn og aftur þá náum við ekki að gíar okkur upp. Við fáum engin viðbrögð. Við reyndum að hlæja, brosa, peppa, hrauna og allt. Ingi tók ræðu í hálfeik og við ætluðum að koma til baka en það var ekki nóg.“ Stjörnunni hefur ekki gengið vel síðustu misseri en Garðbæingar eru þó með sterkt lið. „Auðvitað erum við að spila á móti liði sem hefur líka verið að ströggla. Við erum ekki að koma á neinn auðveldan útivöll að reyna að stela sigri. Þeir gerðu mjög vel.“ „Þeir byrjuðu hikandi en áttuðu sig fljótt og settu allt úr skorðum hjá okkur.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti