Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 88-94 | Fimmti sigur Njarðvíkur í röð Gabríel Sighvatsson í Hertz-hellinum í Breiðholti skrifar 9. desember 2018 22:45 Úr leiknum í kvöld. vísir/daníel ÍR tók á móti Njarðvík í Hertz-hellinum í kvöld eftir landsleikjahlé. Njarðvík var í toppbaráttu á meðan ÍR var að reyna að koma sterkir til baka eftir slæmt tap gegn öðru toppliði, Tindastól í síðustu umferð. Leikurinn var ótrúlega spennandi og það var ekki fyrr en í 4. leikhluta sem Njarðvík tók á rás og kláraði leikinn. Njarðvík var yfir mestallan leikinn en náðu ekki að hrista ÍR-ingana af sér. Í lok fyrri hálfleiks átti ÍR frábærar mínútur og komst yfir rétt fyrir hálfleiksflautið. Í þriðja leikhluta skiptust liðin á að skora. Í fjórða leikhluta kom Ólafur Helgi Jónsson inn hjá Njarðvík og gjörsamlega lokaði vörninni. Þá átti Jeb Ivey fullt af stigum og stoðsendingum til að hjálpa sínum mönnum að landa sigri. Lokatölur 88-94 þrátt fyrir hetjulega frammistöðu heimamanna í Breiðholti.Af hverju vann Njarðvík? Þeir áttu virkilega góðan 4. leikhluta. Mikilvægir menn komu af bekknum sem gaf liðinu eitthvað nýtt taktískt séð og þeir áttu inni þess aukaorku sem þurfti til að klára leikinn. Það tók eflaust mikið á ÍR að vera að elta nánast allan leikinnn og þeir áttu ekki nóg í lokin.Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir ÍR að taka frumkvæði og reyna að komast yfir. Njarðvík hefði þá á hinn bóginn getað reynt að keyra betur á heimamenn þegar þeir voru með forystu. Það klikkaði allt hjá ÍR í lok leiks og varð það á endanum að falli þeirra. Það vantaði bæði sókn og vörn.Hverjir stóðu upp úr? Elvar Már skoraði 20 stig fyrir gestina og var markahæstur hjá þeim. Hákon Örn Hjálmarsson skoraði 18 stig fyrir ÍR. Gerald Robinson skoraði 20 stig og Justin Martin, sem var tæpur, átti góðan leik og skoraði 26 stig. Jeb Ivey var geggjaður í 4. leikhluta og átti samtals 7 stoðsendingar og 17 stig.Hvað gerist næst? Njarðvík tekur á móti Breiðablik sem tapaði illa fyrir toppliðinu, Tindastóli. ÍR fer í Vesturbæinn og heimsækir Íslandsmeistarana, KR.Njarðvíkingar fagna í kvöld.vísir/daníelEinar Arni: Ánægður að hafa klárað þetta Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur eftir leikslok en hans lið náði í tvö stig í gríðarlega erfiðum leik. „Frammistaðan var góð í upphafi og á lokakaflanum, þá fannst mér við sterkir. Þar á milli vorum við oft ekki í góðum „rhythm-a, og alls ekki varnarlega. Við fáum 47 stig á okkur í fyrri hálfleik sem er bara allt of mikið.“ „Ég átti alltaf von á hörkuleik og ÍR-ingarnir eru feykiöflugir, þeir eru fastir fyrir og spila inn á það og létu vel til sín taka. Við brugðumst frekar seint á því að taka almennilega á móti þeim. Þeir komu okkur svolítið úr jafnvægi á köflum en ég er ánægður með það að ná að sigla þessu heim, á erfiðum útivelli.“ „Þegar Óli Helgi kemur inn í lok 3. Leikhluta, koma með smá „attitude“ í varnarleikinn og kom mönnum sem lið aftur upp á tærnar. Það breyttist hvað mest en annars vorum ekki í miklum hræringum. Við vorum að reyna að vinna hlutina á svipuðum nótum. Mér fannst við gera eilítið betur sóknarlega í 4. leikhluta.“ Njarðvík hefur nú unnið 5 leiki í röð. „6 leikir með bikar, manni líður alltaf vel þegar svoleiðis er en við erum að koma úr landsleikjahlé og ég vissi alveg að þetta væri pínu snúið eins og fyrir alla aðra. ÍR-ingarnir mæta ekki beittir bara af því þeir tapa með 40 stigum fyrir norðan í síðasta leik. Við vissum að þeir kæmu með kraftir og áræðni í þennan leik. Ég er virkilega ánægður að hafa náð að klára þetta.“ Það eru krefjandi leikir framundan, það eru Blikar næst og svo förum við í Þorlákshöfn og á Borgarnes sem er alltaf erfitt. Við erum ánægðir með ganginn á okkur og ætlum okkur að stíga enn frekar upp í þessum 3 síðustu leikjum fyrir jól.“Ivey var munurinn á liðunum sagði Borche í leikslok. Hér er hann í leiknum í kvöld.vísir/daníelBorche: Reynsla Jeb Ivey vó þungt Borche Ilievski, þjálfari ÍR var súr eftir tap kvöldsins gegn Njarðvík. Liðin mættust í Hertz hellinum fyrr í kvöld í hörkuleik. „Öll þessi töp heima eru erfið. Við erum á heimavelli og reynum að verja vígið. Við töpuðum fyrir betra og reynslumeira liði í kvöld. Ég ætla ekki að kvarta, við gáfum allt í þetta. Við börðumst allt öðruvísi en gegn Tindastóli. Reynslan hjá Jeb Ivey vó þungt. Hann skoraði 11 stig og var með 4 stoðsendingar í 4. leikhluta, held ég. Aftur þurfum við meiri orku frá bekknum,“ sagði Borche. „Annars var ég ánægður með mestallan leikinn, við spiluðum vel. Við ætlum að læra af þessum leik og halda áfram, það er erfitt tímabil framundan.“ Borche sagði að það hefði verið erfitt að undirbúa sig eftir svona langt hlé. „Það var erfitt að undirbúa sig, það voru nokkur meiðsli. Justin sneri upp á ökklann á sér fyrir þremur dögum og spilaði með teipi. Sigurður var að kvarta ennþá vegna meiðsla í baki sem hann hlaut gegn Tindastóli, þannig að hann var í hvíld mest allt hléið. Við nýttum ekki hléið eins og við hefðum viljað en miðað við allan undirbúning var góð barátta og ég er sáttur með frammistöðuna, þrátt fyrir tap.“ ÍR-ingar áttu í veseni sóknarlega undir lokin. Njarðvík skellti í lás og Jeb Ivey átti frábærar mínútur. „Sóknarlega þurftum við að rólegri á mikilvægum augnablikum, finna manninn í bestu stöðu til að skjóta. Við vorum að reyna of mikið í sókn og fengum ekkert úr því. Við ætlum að skoða myndbönd og tala um þetta.“ sagði Borche. „Jeb Ivey, með þá reynslu sem hann hefur, skoraði og gaf stoðsendingar alls staðar í fjórða leikhluta og við vorum ekki 100% einbeittir.“Elvar í baráttunni í kvöld.vísir/daníelElvar: Finnst við eiga helling inni Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvíkur, skoraði 20 stig í kvöld og hjálpaði sínu liði að landa tveimur stigum gegn ÍR í Hertz hellinum. „Það var allt sem við ætluðum okkur í dag, að ná í sigur. En þetta var ekkert smá harður leikur, eins og sást á stigatöflunni, það var endalaus á villum og hart tekist á. Ég er bara gríðarlega ánægður með þessi tvö stig af því við misstum smá hausinn í fyrri hálfleik en náum að halda haus í seinni.“ Elvari fannst sínir menn eiga nóg inni en sigurinn var ekkert allt of sannfærandi. „Ég var ekkert gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Mér finnst við eiga helling inni. Við erum staðir í sóknarleiknum og mér fannst vörnin vera að hvíla sig á tímum. Manni finnst manni alltaf eiga eitthvað inni og maður vill ekkert að vera að toppa á þessum tíma en heilt yfir var þetta fínt og ég er fyrst og fremst ánægður með 2 stig.“ Það var ekki fyrr en í 4. leikhluta sem Njarðvík tók yfir leikinn og kláraði verkið. „Það sem mér fannst breyta leiknum var Ólafur Helgi. Hann kom inn og setti í lás í vörninni. Hann tók einhver 4 stopp í röð fyrir okkur, var með 2 blokk og 2 stolna sem var gríðarlega mikilvægt. Við fórum yfir og settum stig í hvert skipti. Hann var límið okkar í þessum leik, átti nóg inni í seinni og hjálpaði okkur að landa þessum sigri.“ „Við erum bara að reyna að taka þetta leik fyrir leik, við eigum Breiðablik næsta heima, sem er „challenge“, þeir eru með hörku gott lið, ungt og ferskt lið og það verður áskorun að mæta þeim og við ætlum að taka þetta leik fyrir leik og taka 2 stig.“ sagði Elvar að lokum. Dominos-deild karla
ÍR tók á móti Njarðvík í Hertz-hellinum í kvöld eftir landsleikjahlé. Njarðvík var í toppbaráttu á meðan ÍR var að reyna að koma sterkir til baka eftir slæmt tap gegn öðru toppliði, Tindastól í síðustu umferð. Leikurinn var ótrúlega spennandi og það var ekki fyrr en í 4. leikhluta sem Njarðvík tók á rás og kláraði leikinn. Njarðvík var yfir mestallan leikinn en náðu ekki að hrista ÍR-ingana af sér. Í lok fyrri hálfleiks átti ÍR frábærar mínútur og komst yfir rétt fyrir hálfleiksflautið. Í þriðja leikhluta skiptust liðin á að skora. Í fjórða leikhluta kom Ólafur Helgi Jónsson inn hjá Njarðvík og gjörsamlega lokaði vörninni. Þá átti Jeb Ivey fullt af stigum og stoðsendingum til að hjálpa sínum mönnum að landa sigri. Lokatölur 88-94 þrátt fyrir hetjulega frammistöðu heimamanna í Breiðholti.Af hverju vann Njarðvík? Þeir áttu virkilega góðan 4. leikhluta. Mikilvægir menn komu af bekknum sem gaf liðinu eitthvað nýtt taktískt séð og þeir áttu inni þess aukaorku sem þurfti til að klára leikinn. Það tók eflaust mikið á ÍR að vera að elta nánast allan leikinnn og þeir áttu ekki nóg í lokin.Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir ÍR að taka frumkvæði og reyna að komast yfir. Njarðvík hefði þá á hinn bóginn getað reynt að keyra betur á heimamenn þegar þeir voru með forystu. Það klikkaði allt hjá ÍR í lok leiks og varð það á endanum að falli þeirra. Það vantaði bæði sókn og vörn.Hverjir stóðu upp úr? Elvar Már skoraði 20 stig fyrir gestina og var markahæstur hjá þeim. Hákon Örn Hjálmarsson skoraði 18 stig fyrir ÍR. Gerald Robinson skoraði 20 stig og Justin Martin, sem var tæpur, átti góðan leik og skoraði 26 stig. Jeb Ivey var geggjaður í 4. leikhluta og átti samtals 7 stoðsendingar og 17 stig.Hvað gerist næst? Njarðvík tekur á móti Breiðablik sem tapaði illa fyrir toppliðinu, Tindastóli. ÍR fer í Vesturbæinn og heimsækir Íslandsmeistarana, KR.Njarðvíkingar fagna í kvöld.vísir/daníelEinar Arni: Ánægður að hafa klárað þetta Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur eftir leikslok en hans lið náði í tvö stig í gríðarlega erfiðum leik. „Frammistaðan var góð í upphafi og á lokakaflanum, þá fannst mér við sterkir. Þar á milli vorum við oft ekki í góðum „rhythm-a, og alls ekki varnarlega. Við fáum 47 stig á okkur í fyrri hálfleik sem er bara allt of mikið.“ „Ég átti alltaf von á hörkuleik og ÍR-ingarnir eru feykiöflugir, þeir eru fastir fyrir og spila inn á það og létu vel til sín taka. Við brugðumst frekar seint á því að taka almennilega á móti þeim. Þeir komu okkur svolítið úr jafnvægi á köflum en ég er ánægður með það að ná að sigla þessu heim, á erfiðum útivelli.“ „Þegar Óli Helgi kemur inn í lok 3. Leikhluta, koma með smá „attitude“ í varnarleikinn og kom mönnum sem lið aftur upp á tærnar. Það breyttist hvað mest en annars vorum ekki í miklum hræringum. Við vorum að reyna að vinna hlutina á svipuðum nótum. Mér fannst við gera eilítið betur sóknarlega í 4. leikhluta.“ Njarðvík hefur nú unnið 5 leiki í röð. „6 leikir með bikar, manni líður alltaf vel þegar svoleiðis er en við erum að koma úr landsleikjahlé og ég vissi alveg að þetta væri pínu snúið eins og fyrir alla aðra. ÍR-ingarnir mæta ekki beittir bara af því þeir tapa með 40 stigum fyrir norðan í síðasta leik. Við vissum að þeir kæmu með kraftir og áræðni í þennan leik. Ég er virkilega ánægður að hafa náð að klára þetta.“ Það eru krefjandi leikir framundan, það eru Blikar næst og svo förum við í Þorlákshöfn og á Borgarnes sem er alltaf erfitt. Við erum ánægðir með ganginn á okkur og ætlum okkur að stíga enn frekar upp í þessum 3 síðustu leikjum fyrir jól.“Ivey var munurinn á liðunum sagði Borche í leikslok. Hér er hann í leiknum í kvöld.vísir/daníelBorche: Reynsla Jeb Ivey vó þungt Borche Ilievski, þjálfari ÍR var súr eftir tap kvöldsins gegn Njarðvík. Liðin mættust í Hertz hellinum fyrr í kvöld í hörkuleik. „Öll þessi töp heima eru erfið. Við erum á heimavelli og reynum að verja vígið. Við töpuðum fyrir betra og reynslumeira liði í kvöld. Ég ætla ekki að kvarta, við gáfum allt í þetta. Við börðumst allt öðruvísi en gegn Tindastóli. Reynslan hjá Jeb Ivey vó þungt. Hann skoraði 11 stig og var með 4 stoðsendingar í 4. leikhluta, held ég. Aftur þurfum við meiri orku frá bekknum,“ sagði Borche. „Annars var ég ánægður með mestallan leikinn, við spiluðum vel. Við ætlum að læra af þessum leik og halda áfram, það er erfitt tímabil framundan.“ Borche sagði að það hefði verið erfitt að undirbúa sig eftir svona langt hlé. „Það var erfitt að undirbúa sig, það voru nokkur meiðsli. Justin sneri upp á ökklann á sér fyrir þremur dögum og spilaði með teipi. Sigurður var að kvarta ennþá vegna meiðsla í baki sem hann hlaut gegn Tindastóli, þannig að hann var í hvíld mest allt hléið. Við nýttum ekki hléið eins og við hefðum viljað en miðað við allan undirbúning var góð barátta og ég er sáttur með frammistöðuna, þrátt fyrir tap.“ ÍR-ingar áttu í veseni sóknarlega undir lokin. Njarðvík skellti í lás og Jeb Ivey átti frábærar mínútur. „Sóknarlega þurftum við að rólegri á mikilvægum augnablikum, finna manninn í bestu stöðu til að skjóta. Við vorum að reyna of mikið í sókn og fengum ekkert úr því. Við ætlum að skoða myndbönd og tala um þetta.“ sagði Borche. „Jeb Ivey, með þá reynslu sem hann hefur, skoraði og gaf stoðsendingar alls staðar í fjórða leikhluta og við vorum ekki 100% einbeittir.“Elvar í baráttunni í kvöld.vísir/daníelElvar: Finnst við eiga helling inni Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvíkur, skoraði 20 stig í kvöld og hjálpaði sínu liði að landa tveimur stigum gegn ÍR í Hertz hellinum. „Það var allt sem við ætluðum okkur í dag, að ná í sigur. En þetta var ekkert smá harður leikur, eins og sást á stigatöflunni, það var endalaus á villum og hart tekist á. Ég er bara gríðarlega ánægður með þessi tvö stig af því við misstum smá hausinn í fyrri hálfleik en náum að halda haus í seinni.“ Elvari fannst sínir menn eiga nóg inni en sigurinn var ekkert allt of sannfærandi. „Ég var ekkert gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Mér finnst við eiga helling inni. Við erum staðir í sóknarleiknum og mér fannst vörnin vera að hvíla sig á tímum. Manni finnst manni alltaf eiga eitthvað inni og maður vill ekkert að vera að toppa á þessum tíma en heilt yfir var þetta fínt og ég er fyrst og fremst ánægður með 2 stig.“ Það var ekki fyrr en í 4. leikhluta sem Njarðvík tók yfir leikinn og kláraði verkið. „Það sem mér fannst breyta leiknum var Ólafur Helgi. Hann kom inn og setti í lás í vörninni. Hann tók einhver 4 stopp í röð fyrir okkur, var með 2 blokk og 2 stolna sem var gríðarlega mikilvægt. Við fórum yfir og settum stig í hvert skipti. Hann var límið okkar í þessum leik, átti nóg inni í seinni og hjálpaði okkur að landa þessum sigri.“ „Við erum bara að reyna að taka þetta leik fyrir leik, við eigum Breiðablik næsta heima, sem er „challenge“, þeir eru með hörku gott lið, ungt og ferskt lið og það verður áskorun að mæta þeim og við ætlum að taka þetta leik fyrir leik og taka 2 stig.“ sagði Elvar að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum