Viðskipti erlent

Vonbrigði með Norwegian

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Flugvél norska flugfélagsins Norwegian.
Flugvél norska flugfélagsins Norwegian. Vísir/Getty
Nýjar tölur um rekstur norska flugfélagsins Norwegian hafa valdið fjárfestum vonbrigðum en sætanýting Norwegian hefur ekki verið lægri í meira en fjögur ár. Bréf í norska flugfélaginu lækkuðu um 14,7 prósent í fyrradag eftir að tölurnar voru birtar.

Farþegum fjölgaði um 26 prósent sem var undir væntingum um 34 prósenta fjölgun, að því er The Times greinir frá. Þá dróst sætanýtingin saman, sem er lykilmælikvarði í flugbransanum, niður í 78,8 prósent.

Bjorn Kos forstjóri reyndi að slá á áhyggjur. „Nokkrar af sumarferðum félagsins hafa verið framlengdar fram í nóvember en það hefur haft áhrif á sætanýtingu, sagði hann.

Tap á afleiðusamningnum um olíu átti einnig þátt í því að auka áhyggjur fjárfesta. Nýlegt verðfall á olíu mun lækka eldsneytiskostnaðinn sérfræðingar segja að Norwegian myndi tapa verulega á afleiðusamningnum sem félagið keypti þegar olíuverð stóð sem hæst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×