Handbolti

Dramatík er Danir unnu Svía

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Danir fagna á hliðarlínunni
Danir fagna á hliðarlínunni vísir/getty
Danir unnu eins marks sigur á Svíum eftir hádramatískar lokasekúndur í leik liðanna á EM í handbolta kvenna sem fram fer í Frakklandi.

Trine Ostergaard Reinhardt kom Dönum yfir þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum, 30-29. Hinu megin á vellinum braut Anne Mette Hansen á Jamina Roberts þegar leiktíminn var við það að renna út og fékk rautt spjald fyrir brot sitt.

Nathalie Hagman steig á vítalínuna, leiktíminn úti, og með úrslit leiksins í höndum sér. Mark og Svíar fengu stig út úr leiknum, annars ekkert. Sandra Toft varði hins vegar frá Hagman úr vítakastinu og bjargaði sigrinum fyrir Dani sem eru því komnir með tvö stig í riðlinum.

Mette Tranborg var markahæst í liði Dana með sjö mörk, hjá Svíum skoraði Hagman einnig sjö mörk.

Í B-riðli vann Svartfjallaland fjögurra marka sigur á Slóveníu 36-32.



Svartfellingar höfðu verið yfir 18-12 í hálfleik og fara á topp riðilsins á markatölu, einu marki betri en Rússar.

Jovanka Radicevic skoraði sjö mörk fyrir Svartfellinga. Ana Gros var atkvæðamest Slóvena með átta mörk.









 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×