Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 09:15 Ágúst Arnar með uppblásanlegu sólarsellunni í myndbandi sem hann sendi með umsókn sinni til Tækniþróunarsjóðs. Skjáskot af Youtube Rafvélavirki sem Ágúst Arnar Ágústsson, annar svonefndra Kickstarter-bræðra og forstöðumaður trúfélagsins Zuism, nefndi sem „ómetalegan“ ráðgjafa sólarselluverkefnis sem Tækniþróunarsjóður styrkti um eina og hálfa milljón króna segist hvergi hafa komið nálægt verkefninu. Verulegur vafi leikur á hvort að annar nefndur samstarfsmaður sé til. Ágúst Arnar virðist hafa blekkt Morgunblaðið um sölu á vindtúrbínu til kínversks fyrirtækis. Hann hefur verið rannsakaður vegna fjársvika og Kickstarter stöðvaði söfnun fyrir öðru verkefni hans í tengslum við rannsókn yfirvalda. Tækniþróunarsjóður Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) veitti verkefninu GRAF svonefndan Fræ-styrk upp á 1.455.000 krónur í maí. Verkefnisstjóri þess er Ágúst Arnar en hann og Einar bróðir hans hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna safnana þeirra fyrir þremur umdeildum nýsköpunarverkefnum á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Félag Ágústs Arnars, RH16 ehf., var einnig skráð fyrir styrknum. Báðir voru bræðurnir rannsakaðir vegna meintra fjárglæpa sem tengdust fjárfestingarleið Seðlabankans á þeim tíma sem gjaldeyrishöft voru við lýði. Ágúst Arnar var aldrei ákærður en Einar bróðir hans hlaut hátt í fjögurra ára fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Dómurinn var staðfestur í Landsrétti fyrir rúmri viku. „Ég er ekki tengdur þessu, ekki fyrir fimm aura,“ segir Björgvin Friðriksson, rafvélavirki, sem Ágúst Arnar nefndi sem ráðgjafa GRAF-verkefnisins með „ómetanlega“ reynslu í umsókn sinni til Tækniþróunarsjóðs. Kínverskt fyrirtæki sem Ágúst Arnar sagði Morgunblaðinu að hefði keypt hugrétt á meðfæranlegri vindmyllu bræðranna fyrr á þessu ári segist jafnframt aldrei hafa átt í viðskiptum eða samstarfi við félag hans. Ágúst Arnar virðist einnig hafa vísað til samstarfs við kínverska fyrirtækið í umsókn sinni til Tækniþróunarsjóðs. Sagður ómetanlegur en kom hvergi nærri verkefninu GRAF er sagt vera meðfæranleg sólarsella sem eigi að hjálpa neytendum að hlaða raftæki sín. Úr umsókninni til Tækniþróunarsjóðs má lesa hvernig ætlunin hafi verið sögð að nýta styrkinn til að meta markaðinn fyrir vöruna, vinna kostnaðaráætlun og gera drög að frumgerð vörunnar. Í óskráðu Youtube-myndbandi sem fylgdi umsókninni sýnir Ágúst Arnar vöruna sem líkist blöðru eða loftbelg. Myndbandið virðist hafa verið fjarlægt. Þrír samstarfsmenn eru nefndir í umsókninni, þar á meðal Björgvin S. Friðriksson. Hann er sagður munu starfa sem „ráðgjafi fyrir verkefnisstjóra“ varðandi rafmagnshluta GRAF. Hann hafi áratugareynslu af „mótorvindingum og rafmagnsfræði“. Hann eigi meðal annars að fara yfir teikningar verkfræðings. „Þekking Björgvins mun verða ómetanleg og mun nýtast vel í drög að fyrstu frumgerð,“ sagði í umsókninni. „Svo er ég með ráðgjafa hérna heima sem mun aðstoða mig við þegar kemur að rafmagnsborðinu,“ segir Ágúst Arnar í Youtube-myndbandinu og virðist þar vísa til Björgvins. Í samtali við Vísi segir Björgvin aftur á móti að hann komi hvergi nærri GRAF-verkefni Ágústs Arnars. „Ég hef ekki komið nálægt neinu verkefni,“ segir Björgvin sem kunni ekki deili á öðrum samstarfsmönnum sem Ágúst Arnar gaf upp í umsókninni. Í lokaskýrslu sem Ágúst Arnar skilaði til Tækniþróunarsjóðs í september kom engu að síður fram að fagfólk hafi verið fengið til að hjálpa með rafmagnsborð og allan rafmagnshluta verkefnisins. Ekki er minnst á Björgvin með nafni í skýrslunni. Fullyrðir Ágúst Arnar að vinna við rafmagnshlutann hafi klárast og teikningar og efnisskrá séu tilbúnar. Næstu skref séu að sækja um áframhaldandi þróunarstyrk og hefja umsóknarferli um einkaleyfi. Frétt sem birtist í Morgunblaðinu 11. maí. Þar er meðal annars vitnað í fulltrúa kínverska fyrirtækisins Goldwind sem var sagt hafa keypt hugverkarétt á Trinity-vindmyllu Kickstarter-bræðranna.Morgunblaðið Kínverska fyrirtækið þvertekur fyrir samskipti við RH16 Annar samstarfsmaður sem Ágúst Arnar nefndi í umsókninni var Li Qi. Sá var sagður verkfræðingur sem starfi hjá tækniþróunarsviði ónefnds fyrirtækis sem var sagt eitt stærsta vindtúrbínufyrirtæki heims. Félag Ágústs Arnars hafi áður starfað með Li og muni kaupa þjónustu af fyrirtæki hans í Beijing í Kína. Ekki koma fram frekari upplýsingar um Li eða vindtúrbínufyrirtækið í umsókninni. Morgunblaðið greindi hins vegar frá því í maí, um svipað leyti og styrkurinn var veittur, að kínverska tæknifyrirtækið Goldwind hefði keypt hugverkarétt að Trinity-vindmyllunni sem bræðurnir söfnuðu fyrir á Kickstarter fyrir óuppgefna fjárhæð. Fréttin er sögð byggjast á tilkynningu og er haft eftir Ágústi Arnari að Goldwind sé „einn stærsti framleiðandi vindtúrbína“ í heiminum. Í tilkynningu sem Morgunblaðið byggði á er vitnað í Li Qi sem er sagður „fulltrúi Goldwind“. Þar lofar hann Trinity-vindmylluna og segir hana „stórt skref í að gera vindtúrbinur þægilegri og auðveldari í meðhöndlun“. Enginn annar fjölmiðill sagði frá meintu kaupunum. Goldwind hafnaði því að viðskiptin hefðu átt sér stað í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Eftir að hafa gengið úr skugga um það, þá keypti Goldwind aldrei hugverkarétt á Trinity meðfæranlegu vindtúrbínunni af RH16 ehf. og átti aldrei í samskiptum eða samstarfi við RH16 ehf.,“ segir í svari kínverska fyrirtækisins. Ágúst Arnar virðist þannig hafa blekkt Morgunblaðið til að birta frétt um viðskipti sem aldrei áttu sér stað. Vísi hefur ekki tekist að staðfesta að verkfræðingurinn Li Qi sem Ágúst Arnar nefndi í umsókn sinni sé til. Li Qi virðist nafn með ríka sögu í Kína. Stutt netleit leiðir í ljós að keisari á 4. öld og 7. aldar skáld báru nafnið. Ekki náðist í Róbert Róbertsson, almannatengil, sem hefur starfað fyrir bræðurna og hafði milligöngu um tilkynninguna til Morgunblaðsins, eftir að Vísi barst svar Goldwind. Þegar Vísir spurði hann upphaflega um viðskiptin sagði hann að ekki hafi í raun verið um tilkynningu að ræða. Hann gat ekki gefið frekari skýringar á hvernig hún kom til en sagðist ætla að kanna það. Róbert hafði ekki samband aftur. Ágúst Arnar hafnaði beiðni Vísis um viðtal í gegnum Róbert um miðjan nóvember. Sindri Rósenkranz Sævarsson er í umsókninni sagður munu aðstoða Ágúst Arnar við viðskiptaáætlun en hann hafi lokið meistaranámi í stjórnun. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segist Sindri aðeins hafa unnið sem verktaki við markaðsgreiningu sem átti að nota við styrkumsóknina. Það sama eigi við um Trinity-vindmyllu bræðranna en Sindri var nefndur á meðal aðstandenda hennar í Kickstarter-söfnuninni. „Ég veit ekkert um stöðu eða afdrif verkefna þar sem mín eina aðkoma var takmörkuð við markaðsgreiningu,“ segir í svari Sindra. Skipurit Janulusar, forvera RH16, eins og það birtist í Kickstarter-söfnun Ágústs Arnars og Einars Ágústssona. Þar var Björgvin nefndur rafalaráðgjafi. Honum var ekki kunnugt um að hann hefði verið settur í skipurit félagsins.Kickstarter Í skipuriti fyrir Kickstarter-verkefni án sinnar vitundar Í kynningarefni fyrir Trinity-vindmylluna sem bræðurnir söfnuðu fyrir á Kickstarter á sínum tíma var Björgvin sýndur í skipuriti sem „rafalaráðgjafi“. Björgvin segir Vísi að eina aðkoma hans að vindmyllum bræðranna hafi verið að tengja nokkra rafala við vindmyllu fyrir einu til tveimur árum. Honum var heldur ekki kunnugt um að hann hefði verið nefndur sem ráðgjafi Trinity-verkefnisins á Kickstarter. Sindri Rósenkranz var einnig nefndur í skipuritinu og sagður hafa „rannsóknir og styrki“ á sinni könnu. Kickstarter stöðvaði söfnun bræðranna fyrir Trinity-verkefninu þegar þeir höfðu safnað tæpum tuttugu milljónum króna árið 2015. Þá höfðu þeir verið til rannsóknar um tíma vegna meintra fjársvika. Í skriflegu svari Kickstarter til Vísis í nóvember kom fram að fyrirtækið gæti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnuninni var lokað vegna þess að það hefði unnið með „löggæsluyfirvöldum“ vegna verkefna bræðranna. Félagið RH16 ehf. er skráð í umsókninni til Tækniþróunarsjóðs en Ágúst Arnar er eini skráði stjórnarmaður þess. RH16 hét áður Janulus en það félag var skráð fyrir Kickstarter-söfnuninni fyrir Trinity-vindmyllunni. Eitt Kickstarter-verkefna bræðranna snerist um meðfæranlega sólarsellu sem átti að vera hægt að nota á bakpoka- eða myndavélaólar. Kölluðu bræðurnir vöruna Sun Strap. Félagið sem var skráð fyrir þeirri söfnun hét Skajaquoda. Skajaquoda kom við sögu í fjársvikamálinu þar sem Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum í fyrra. Félagið var dæmt til að þola upptöku á öllum eignum upp í bótakröfur fórnarlamba fjársvikanna. Það var úrskurðað gjaldþrota í janúar árið 2016 og skiptum þess lauk í júlí. Ágúst Arnar var titlaður varaforseti Skajaquoda í Kickstarter-söfnuninni fyrir sólarólinni. Einar Ágústsson í kynningarmyndbandi fyrir Trinity-vindmylluna á Kickstarter. Hann hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir fjársvik í fyrra.Skjáskot Félag rafvélavirkjans nýtt í meintum gjaldeyrisbrotum Umsóknin um styrkinn til Tækniþróunarsjóðs virðist ekki hafa verið fyrsta skiptið þar sem bræðurnir nýttu sér nafn Björgvins. Í fjársvikamáli Einars kom einkahlutafélag í nafni Björgvins við sögu í meintum gjaldeyrisbrotum. Björgvin var á þeim tíma eigandi félagsins Björgvin F ehf. Í ákærunni gegn Einari kom fram að fjármagnsflutningarnir hefðu einkennst af „hringstreymi“ milli Skajaquoda-félags Einars í Bandaríkjunum og félaga hans á Íslandi í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Nánast alltaf hafi fjármunirnir farið í gegnum félag Björgvins. Einar hafi hins vegar notað og ráðið félaginu í reynd. Nafni Björgvins F ehf. var nýlega breytt í Metropolis ehf. Forráðamaður þess og eini skráði stjórnarmaður er Einar Ágústsson. RH16 ehf. er skráð að Borgartúni 22. Ágúst Arnar leigir skrifstofu af Flugvirkjafélagi Íslands á þriðju hæð hússins. Hann auglýsti aðalfund Zuism þar í september.Vísir/Vilhelm Fékk eina bestu umsögnina hjá fagráðsmönnum Þrír fulltrúar svonefnds fagráðs Tækniþróunarsjóðs fóru jákvæðum orðum um umsókn Ágústs Arnars þegar þeir mæltu með því við stjórn sjóðsins að styrkurinn yrði samþykktur í vor. Samkvæmt heimildum Vísis fékk GRAF eina bestu umsögnina af verkefnunum sextán sem fengu styrk. „Mjög faglega unnin umsókn þar sem unnið er með hugmynd að vöru sem getur orðið mjög virðisaukandi vara sem mun skila sér í uppbyggingu á fyrirtæki með góða veltumöguleika,“ sagði í umsögn eins þeirra. Eina spurningamerkið sem einn umsagnaraðilanna setti við verkefnið var um stærð vörunnar. „En það er sennilega eitthvað sem má besta frekar,“ sagði fulltrúi fagráðs. Hrund Gunnsteinsdóttir, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs, sagði Vísi í nóvember að upplýsingar um bakgrunn Ágústs Arnars hafi ekki legið fyrir þegar umsókn hans var samþykkt í vor. Nöfn umsækjenda um styrki í Fræið, sem sé langlæsti og frjálslegasti styrkurinn sem sjóðurinn veiti, séu alla jafna ekki „gúggluð“ heldur séu upplýsingar á umsókn látnar standa. Spurður um það sem virðast misvísandi upplýsingar í umsókn Ágústs Arnars um Fræ-styrkinn segir Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís, það koma á óvart. Hann geti ekki tjáð sig um hvort að sjóðurinn muni aðhafast vegna þess að svo komnu máli. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ágústi Arnari vegna GRAF og trúfélagsins Zuism undanfarnar þrjár vikur en án árangurs. Hann hefur ekki svarað í síma, Facebook-skilaboðum, tölvupósti á póstfang sem bræðurnir notuðu til að kynna Trinity-vindmylluna í fyrra eða skilaboðum í gegnum vefsíðu Zuism, trúfélagsins sem hann stýrir. Þá kom enginn til dyra þegar blaðamaður bankaði á hurð skrifstofu sem Ágúst Arnar leigir af Flugvirkjafélagi Íslands í Borgartúni 22 í Reykjavík í síðasta mánuði. Vísir reyndi einnig að ná tali af Ágústi Arnari í gegnum milliliði. Eftir að Vísir birti umfjöllun um Zuism föstudaginn 16. nóvember sendi Ágúst Arnar frá sér skriflega yfirlýsingu fyrir hönd trúfélagsins. Engar efnislega rökstuddar athugasemdir voru gerðar við frétt Vísis í yfirlýsingunni. Ágúst Arnar baðst undan viðtali þegar eftir því var leitað í gegnum Róbert almannatengil. Í kjölfarið kvartaði Ágúst Arnar til Fjölmiðlanefndar fyrir hönd Zuism undan því að Vísir hafði ekki birt yfirlýsingu hans. Hann svaraði ekki tölvupósti með ósk um viðtal sem var sent á póstfangið sem hann gaf upp í kvörtuninni. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Vísi hafi verið heimilt synja Zuism um birtingu yfirlýsingarinnar. Zuism hefur fengið á sjöunda tug milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda undanfarin tvö ár. Að óbreyttu fær félagið rúmar tuttugu milljónir króna á því næsta þrátt fyrir að það virðist heimilislaust og að óvíst sé hvort eða hversu mikil starfsemi fari fram á vegum þess. Uppfært 17:18 Eftir að frétt Vísis birtist sendi Ágúst Arnar frá sér yfirlýsingu sem framkvæmdastjóri RH16. Þrátt fyrir að í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis hafni Goldwind að fyrirtækið hafi átt í samstarfi við RH16 eða keypt hugverkarétt af því fullyrðir Ágúst Arnar að hafa átt í samvinnu við Li Qi sem hafi kynnt sig sem starfsmann Goldwind frá því í ágúst í fyrra. Goldwind hafi yfirtekið verkefnið og stofnað nýtt félag utan um það. Sendi hann skjáskot af því sem á að vera tölvupóstur frá Li frá 8. apríl með orðum sem höfð voru eftir honum í frétt Morgunblaðsins af meintum kaupum á hugverkarétti RH16 í maí. Búið er að má yfir notandanafn tölvupóstfangsins en lénið er sagt Goldwind.com.cn, lén kínverska fyrirtækisins. Vísir getur ekki staðfest lögmæti póstsins en hefur óskað eftir staðfestingu frá Goldwind og viðtali við Ágúst Arnar. Í yfirlýsingunni er jafnframt fullyrt að Björgin S. Friðriksson hafi átt í samstarf við RH16 í gegnum tíðina. Björgvin sagði Vísi að eina aðkoma hans að fyrra verkefni hafi verið að tengja rafal við vindmyllu fyrir Ágúst Arnar og bróður hans. Ágúst Arnar segir í yfirlýsingunni að í umsókninni til Tækniþróunarsjóðs hafi komið fram að nýta ætti rafmagnsþekkingu hans í að gæðavotta rafmagnshluta GRAF. Í umsókninni sem Vísir hefur undir höndum segir að Björgvin muni starfa sem ráðgjafi verkefnastjóra vegna rafmagnshlutans og að þekking hans verði ómetanleg og nýtast vel í drög að fyrstu frumgerð GRAF. Í yfirlýsingunni segir að ekki hafi verið þörf á kröftum Björgvins á þessu stigi og því hafi féð af styrknum sem átti að renna til launakostnaðar Björgvins verið ráðstafað í annað sem tengdist rekstri félagsins. Uppfært 7. desember Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um fullyrðingarnar í yfirlýsingu RH16 staðfesti talskona Goldwind fyrra svar um að fyrirtækið hafi ekki átt í viðskiptum við íslenska félagið. „Eins og við sögðum í fyrra svari, skýrum við aftur að svona hegðar Goldwind sér ekki sem fyrirtæki,“ segir í svarinu. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Rafvélavirki sem Ágúst Arnar Ágústsson, annar svonefndra Kickstarter-bræðra og forstöðumaður trúfélagsins Zuism, nefndi sem „ómetalegan“ ráðgjafa sólarselluverkefnis sem Tækniþróunarsjóður styrkti um eina og hálfa milljón króna segist hvergi hafa komið nálægt verkefninu. Verulegur vafi leikur á hvort að annar nefndur samstarfsmaður sé til. Ágúst Arnar virðist hafa blekkt Morgunblaðið um sölu á vindtúrbínu til kínversks fyrirtækis. Hann hefur verið rannsakaður vegna fjársvika og Kickstarter stöðvaði söfnun fyrir öðru verkefni hans í tengslum við rannsókn yfirvalda. Tækniþróunarsjóður Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) veitti verkefninu GRAF svonefndan Fræ-styrk upp á 1.455.000 krónur í maí. Verkefnisstjóri þess er Ágúst Arnar en hann og Einar bróðir hans hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna safnana þeirra fyrir þremur umdeildum nýsköpunarverkefnum á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Félag Ágústs Arnars, RH16 ehf., var einnig skráð fyrir styrknum. Báðir voru bræðurnir rannsakaðir vegna meintra fjárglæpa sem tengdust fjárfestingarleið Seðlabankans á þeim tíma sem gjaldeyrishöft voru við lýði. Ágúst Arnar var aldrei ákærður en Einar bróðir hans hlaut hátt í fjögurra ára fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Dómurinn var staðfestur í Landsrétti fyrir rúmri viku. „Ég er ekki tengdur þessu, ekki fyrir fimm aura,“ segir Björgvin Friðriksson, rafvélavirki, sem Ágúst Arnar nefndi sem ráðgjafa GRAF-verkefnisins með „ómetanlega“ reynslu í umsókn sinni til Tækniþróunarsjóðs. Kínverskt fyrirtæki sem Ágúst Arnar sagði Morgunblaðinu að hefði keypt hugrétt á meðfæranlegri vindmyllu bræðranna fyrr á þessu ári segist jafnframt aldrei hafa átt í viðskiptum eða samstarfi við félag hans. Ágúst Arnar virðist einnig hafa vísað til samstarfs við kínverska fyrirtækið í umsókn sinni til Tækniþróunarsjóðs. Sagður ómetanlegur en kom hvergi nærri verkefninu GRAF er sagt vera meðfæranleg sólarsella sem eigi að hjálpa neytendum að hlaða raftæki sín. Úr umsókninni til Tækniþróunarsjóðs má lesa hvernig ætlunin hafi verið sögð að nýta styrkinn til að meta markaðinn fyrir vöruna, vinna kostnaðaráætlun og gera drög að frumgerð vörunnar. Í óskráðu Youtube-myndbandi sem fylgdi umsókninni sýnir Ágúst Arnar vöruna sem líkist blöðru eða loftbelg. Myndbandið virðist hafa verið fjarlægt. Þrír samstarfsmenn eru nefndir í umsókninni, þar á meðal Björgvin S. Friðriksson. Hann er sagður munu starfa sem „ráðgjafi fyrir verkefnisstjóra“ varðandi rafmagnshluta GRAF. Hann hafi áratugareynslu af „mótorvindingum og rafmagnsfræði“. Hann eigi meðal annars að fara yfir teikningar verkfræðings. „Þekking Björgvins mun verða ómetanleg og mun nýtast vel í drög að fyrstu frumgerð,“ sagði í umsókninni. „Svo er ég með ráðgjafa hérna heima sem mun aðstoða mig við þegar kemur að rafmagnsborðinu,“ segir Ágúst Arnar í Youtube-myndbandinu og virðist þar vísa til Björgvins. Í samtali við Vísi segir Björgvin aftur á móti að hann komi hvergi nærri GRAF-verkefni Ágústs Arnars. „Ég hef ekki komið nálægt neinu verkefni,“ segir Björgvin sem kunni ekki deili á öðrum samstarfsmönnum sem Ágúst Arnar gaf upp í umsókninni. Í lokaskýrslu sem Ágúst Arnar skilaði til Tækniþróunarsjóðs í september kom engu að síður fram að fagfólk hafi verið fengið til að hjálpa með rafmagnsborð og allan rafmagnshluta verkefnisins. Ekki er minnst á Björgvin með nafni í skýrslunni. Fullyrðir Ágúst Arnar að vinna við rafmagnshlutann hafi klárast og teikningar og efnisskrá séu tilbúnar. Næstu skref séu að sækja um áframhaldandi þróunarstyrk og hefja umsóknarferli um einkaleyfi. Frétt sem birtist í Morgunblaðinu 11. maí. Þar er meðal annars vitnað í fulltrúa kínverska fyrirtækisins Goldwind sem var sagt hafa keypt hugverkarétt á Trinity-vindmyllu Kickstarter-bræðranna.Morgunblaðið Kínverska fyrirtækið þvertekur fyrir samskipti við RH16 Annar samstarfsmaður sem Ágúst Arnar nefndi í umsókninni var Li Qi. Sá var sagður verkfræðingur sem starfi hjá tækniþróunarsviði ónefnds fyrirtækis sem var sagt eitt stærsta vindtúrbínufyrirtæki heims. Félag Ágústs Arnars hafi áður starfað með Li og muni kaupa þjónustu af fyrirtæki hans í Beijing í Kína. Ekki koma fram frekari upplýsingar um Li eða vindtúrbínufyrirtækið í umsókninni. Morgunblaðið greindi hins vegar frá því í maí, um svipað leyti og styrkurinn var veittur, að kínverska tæknifyrirtækið Goldwind hefði keypt hugverkarétt að Trinity-vindmyllunni sem bræðurnir söfnuðu fyrir á Kickstarter fyrir óuppgefna fjárhæð. Fréttin er sögð byggjast á tilkynningu og er haft eftir Ágústi Arnari að Goldwind sé „einn stærsti framleiðandi vindtúrbína“ í heiminum. Í tilkynningu sem Morgunblaðið byggði á er vitnað í Li Qi sem er sagður „fulltrúi Goldwind“. Þar lofar hann Trinity-vindmylluna og segir hana „stórt skref í að gera vindtúrbinur þægilegri og auðveldari í meðhöndlun“. Enginn annar fjölmiðill sagði frá meintu kaupunum. Goldwind hafnaði því að viðskiptin hefðu átt sér stað í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Eftir að hafa gengið úr skugga um það, þá keypti Goldwind aldrei hugverkarétt á Trinity meðfæranlegu vindtúrbínunni af RH16 ehf. og átti aldrei í samskiptum eða samstarfi við RH16 ehf.,“ segir í svari kínverska fyrirtækisins. Ágúst Arnar virðist þannig hafa blekkt Morgunblaðið til að birta frétt um viðskipti sem aldrei áttu sér stað. Vísi hefur ekki tekist að staðfesta að verkfræðingurinn Li Qi sem Ágúst Arnar nefndi í umsókn sinni sé til. Li Qi virðist nafn með ríka sögu í Kína. Stutt netleit leiðir í ljós að keisari á 4. öld og 7. aldar skáld báru nafnið. Ekki náðist í Róbert Róbertsson, almannatengil, sem hefur starfað fyrir bræðurna og hafði milligöngu um tilkynninguna til Morgunblaðsins, eftir að Vísi barst svar Goldwind. Þegar Vísir spurði hann upphaflega um viðskiptin sagði hann að ekki hafi í raun verið um tilkynningu að ræða. Hann gat ekki gefið frekari skýringar á hvernig hún kom til en sagðist ætla að kanna það. Róbert hafði ekki samband aftur. Ágúst Arnar hafnaði beiðni Vísis um viðtal í gegnum Róbert um miðjan nóvember. Sindri Rósenkranz Sævarsson er í umsókninni sagður munu aðstoða Ágúst Arnar við viðskiptaáætlun en hann hafi lokið meistaranámi í stjórnun. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segist Sindri aðeins hafa unnið sem verktaki við markaðsgreiningu sem átti að nota við styrkumsóknina. Það sama eigi við um Trinity-vindmyllu bræðranna en Sindri var nefndur á meðal aðstandenda hennar í Kickstarter-söfnuninni. „Ég veit ekkert um stöðu eða afdrif verkefna þar sem mín eina aðkoma var takmörkuð við markaðsgreiningu,“ segir í svari Sindra. Skipurit Janulusar, forvera RH16, eins og það birtist í Kickstarter-söfnun Ágústs Arnars og Einars Ágústssona. Þar var Björgvin nefndur rafalaráðgjafi. Honum var ekki kunnugt um að hann hefði verið settur í skipurit félagsins.Kickstarter Í skipuriti fyrir Kickstarter-verkefni án sinnar vitundar Í kynningarefni fyrir Trinity-vindmylluna sem bræðurnir söfnuðu fyrir á Kickstarter á sínum tíma var Björgvin sýndur í skipuriti sem „rafalaráðgjafi“. Björgvin segir Vísi að eina aðkoma hans að vindmyllum bræðranna hafi verið að tengja nokkra rafala við vindmyllu fyrir einu til tveimur árum. Honum var heldur ekki kunnugt um að hann hefði verið nefndur sem ráðgjafi Trinity-verkefnisins á Kickstarter. Sindri Rósenkranz var einnig nefndur í skipuritinu og sagður hafa „rannsóknir og styrki“ á sinni könnu. Kickstarter stöðvaði söfnun bræðranna fyrir Trinity-verkefninu þegar þeir höfðu safnað tæpum tuttugu milljónum króna árið 2015. Þá höfðu þeir verið til rannsóknar um tíma vegna meintra fjársvika. Í skriflegu svari Kickstarter til Vísis í nóvember kom fram að fyrirtækið gæti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnuninni var lokað vegna þess að það hefði unnið með „löggæsluyfirvöldum“ vegna verkefna bræðranna. Félagið RH16 ehf. er skráð í umsókninni til Tækniþróunarsjóðs en Ágúst Arnar er eini skráði stjórnarmaður þess. RH16 hét áður Janulus en það félag var skráð fyrir Kickstarter-söfnuninni fyrir Trinity-vindmyllunni. Eitt Kickstarter-verkefna bræðranna snerist um meðfæranlega sólarsellu sem átti að vera hægt að nota á bakpoka- eða myndavélaólar. Kölluðu bræðurnir vöruna Sun Strap. Félagið sem var skráð fyrir þeirri söfnun hét Skajaquoda. Skajaquoda kom við sögu í fjársvikamálinu þar sem Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum í fyrra. Félagið var dæmt til að þola upptöku á öllum eignum upp í bótakröfur fórnarlamba fjársvikanna. Það var úrskurðað gjaldþrota í janúar árið 2016 og skiptum þess lauk í júlí. Ágúst Arnar var titlaður varaforseti Skajaquoda í Kickstarter-söfnuninni fyrir sólarólinni. Einar Ágústsson í kynningarmyndbandi fyrir Trinity-vindmylluna á Kickstarter. Hann hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir fjársvik í fyrra.Skjáskot Félag rafvélavirkjans nýtt í meintum gjaldeyrisbrotum Umsóknin um styrkinn til Tækniþróunarsjóðs virðist ekki hafa verið fyrsta skiptið þar sem bræðurnir nýttu sér nafn Björgvins. Í fjársvikamáli Einars kom einkahlutafélag í nafni Björgvins við sögu í meintum gjaldeyrisbrotum. Björgvin var á þeim tíma eigandi félagsins Björgvin F ehf. Í ákærunni gegn Einari kom fram að fjármagnsflutningarnir hefðu einkennst af „hringstreymi“ milli Skajaquoda-félags Einars í Bandaríkjunum og félaga hans á Íslandi í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Nánast alltaf hafi fjármunirnir farið í gegnum félag Björgvins. Einar hafi hins vegar notað og ráðið félaginu í reynd. Nafni Björgvins F ehf. var nýlega breytt í Metropolis ehf. Forráðamaður þess og eini skráði stjórnarmaður er Einar Ágústsson. RH16 ehf. er skráð að Borgartúni 22. Ágúst Arnar leigir skrifstofu af Flugvirkjafélagi Íslands á þriðju hæð hússins. Hann auglýsti aðalfund Zuism þar í september.Vísir/Vilhelm Fékk eina bestu umsögnina hjá fagráðsmönnum Þrír fulltrúar svonefnds fagráðs Tækniþróunarsjóðs fóru jákvæðum orðum um umsókn Ágústs Arnars þegar þeir mæltu með því við stjórn sjóðsins að styrkurinn yrði samþykktur í vor. Samkvæmt heimildum Vísis fékk GRAF eina bestu umsögnina af verkefnunum sextán sem fengu styrk. „Mjög faglega unnin umsókn þar sem unnið er með hugmynd að vöru sem getur orðið mjög virðisaukandi vara sem mun skila sér í uppbyggingu á fyrirtæki með góða veltumöguleika,“ sagði í umsögn eins þeirra. Eina spurningamerkið sem einn umsagnaraðilanna setti við verkefnið var um stærð vörunnar. „En það er sennilega eitthvað sem má besta frekar,“ sagði fulltrúi fagráðs. Hrund Gunnsteinsdóttir, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs, sagði Vísi í nóvember að upplýsingar um bakgrunn Ágústs Arnars hafi ekki legið fyrir þegar umsókn hans var samþykkt í vor. Nöfn umsækjenda um styrki í Fræið, sem sé langlæsti og frjálslegasti styrkurinn sem sjóðurinn veiti, séu alla jafna ekki „gúggluð“ heldur séu upplýsingar á umsókn látnar standa. Spurður um það sem virðast misvísandi upplýsingar í umsókn Ágústs Arnars um Fræ-styrkinn segir Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís, það koma á óvart. Hann geti ekki tjáð sig um hvort að sjóðurinn muni aðhafast vegna þess að svo komnu máli. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ágústi Arnari vegna GRAF og trúfélagsins Zuism undanfarnar þrjár vikur en án árangurs. Hann hefur ekki svarað í síma, Facebook-skilaboðum, tölvupósti á póstfang sem bræðurnir notuðu til að kynna Trinity-vindmylluna í fyrra eða skilaboðum í gegnum vefsíðu Zuism, trúfélagsins sem hann stýrir. Þá kom enginn til dyra þegar blaðamaður bankaði á hurð skrifstofu sem Ágúst Arnar leigir af Flugvirkjafélagi Íslands í Borgartúni 22 í Reykjavík í síðasta mánuði. Vísir reyndi einnig að ná tali af Ágústi Arnari í gegnum milliliði. Eftir að Vísir birti umfjöllun um Zuism föstudaginn 16. nóvember sendi Ágúst Arnar frá sér skriflega yfirlýsingu fyrir hönd trúfélagsins. Engar efnislega rökstuddar athugasemdir voru gerðar við frétt Vísis í yfirlýsingunni. Ágúst Arnar baðst undan viðtali þegar eftir því var leitað í gegnum Róbert almannatengil. Í kjölfarið kvartaði Ágúst Arnar til Fjölmiðlanefndar fyrir hönd Zuism undan því að Vísir hafði ekki birt yfirlýsingu hans. Hann svaraði ekki tölvupósti með ósk um viðtal sem var sent á póstfangið sem hann gaf upp í kvörtuninni. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Vísi hafi verið heimilt synja Zuism um birtingu yfirlýsingarinnar. Zuism hefur fengið á sjöunda tug milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda undanfarin tvö ár. Að óbreyttu fær félagið rúmar tuttugu milljónir króna á því næsta þrátt fyrir að það virðist heimilislaust og að óvíst sé hvort eða hversu mikil starfsemi fari fram á vegum þess. Uppfært 17:18 Eftir að frétt Vísis birtist sendi Ágúst Arnar frá sér yfirlýsingu sem framkvæmdastjóri RH16. Þrátt fyrir að í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis hafni Goldwind að fyrirtækið hafi átt í samstarfi við RH16 eða keypt hugverkarétt af því fullyrðir Ágúst Arnar að hafa átt í samvinnu við Li Qi sem hafi kynnt sig sem starfsmann Goldwind frá því í ágúst í fyrra. Goldwind hafi yfirtekið verkefnið og stofnað nýtt félag utan um það. Sendi hann skjáskot af því sem á að vera tölvupóstur frá Li frá 8. apríl með orðum sem höfð voru eftir honum í frétt Morgunblaðsins af meintum kaupum á hugverkarétti RH16 í maí. Búið er að má yfir notandanafn tölvupóstfangsins en lénið er sagt Goldwind.com.cn, lén kínverska fyrirtækisins. Vísir getur ekki staðfest lögmæti póstsins en hefur óskað eftir staðfestingu frá Goldwind og viðtali við Ágúst Arnar. Í yfirlýsingunni er jafnframt fullyrt að Björgin S. Friðriksson hafi átt í samstarf við RH16 í gegnum tíðina. Björgvin sagði Vísi að eina aðkoma hans að fyrra verkefni hafi verið að tengja rafal við vindmyllu fyrir Ágúst Arnar og bróður hans. Ágúst Arnar segir í yfirlýsingunni að í umsókninni til Tækniþróunarsjóðs hafi komið fram að nýta ætti rafmagnsþekkingu hans í að gæðavotta rafmagnshluta GRAF. Í umsókninni sem Vísir hefur undir höndum segir að Björgvin muni starfa sem ráðgjafi verkefnastjóra vegna rafmagnshlutans og að þekking hans verði ómetanleg og nýtast vel í drög að fyrstu frumgerð GRAF. Í yfirlýsingunni segir að ekki hafi verið þörf á kröftum Björgvins á þessu stigi og því hafi féð af styrknum sem átti að renna til launakostnaðar Björgvins verið ráðstafað í annað sem tengdist rekstri félagsins. Uppfært 7. desember Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um fullyrðingarnar í yfirlýsingu RH16 staðfesti talskona Goldwind fyrra svar um að fyrirtækið hafi ekki átt í viðskiptum við íslenska félagið. „Eins og við sögðum í fyrra svari, skýrum við aftur að svona hegðar Goldwind sér ekki sem fyrirtæki,“ segir í svarinu.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15