Leiðin til nýrra lesenda Hrefna Haraldsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Við skrifum á fámennis tungumáli og treystum á þýðendur. Þess vegna tileinka ég þeim þessi verðlaun,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur þegar hún tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs nýlega. Með því að tileinka þýðendum verðlaunin undirstrikar Auður Ava mikilvægi þeirra fyrir höfunda sem skrifa á litlum málsvæðum eins og Íslandi. Með þýðingum bókanna margfaldast lesendahópurinn og hugmyndir og erindi höfundanna ná athygli langt út fyrir landsteinana; röddin berst um heiminn. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og fer vaxandi. Árið í fyrra var metár í þýðingum íslenskra bóka á erlend mál þegar 100 verk voru þýdd á 30 tungumál. Aukna útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn má að hluta rekja til áhuga á landi og þjóð, en ekki síður til markviss kynningarstarfs erlendis á undanförnum árum, meðal annars með þátttöku í helstu bókasýningum sem haldnar eru árlega víða um heim. Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að koma íslenskum bókmenntum á framfæri erlendis. Íslenskir bókaútgefendur eru líka mikilvirkir í því starfi. Þá eru höfundarnir sjálfir ötulir við að fylgja eftir þýðingum bóka sinna erlendis, koma fram á ýmsum bókmenntaviðburðum og hitta lesendur. En lykilhlutverki í þessari þróun gegna þýðendur úr íslensku á erlend mál og þess vegna er mikilvægt að treysta böndin við þá og hvetja til enn frekari dáða. Til að sýna í verki hve mikils metin vinna þeirra er, jafnframt því að greiða götu nýrra þýðenda, hélt Miðstöð íslenskra bókmennta alþjóðlegt þýðendaþing hér á landi á síðasta ári, fyrir þýðendur íslenskra bóka víðs vegar um heiminn. Þingið tókst afar vel og þegar er hafinn undirbúningur að næsta þýðendaþingi sem haldið verður vorið 2019. Einnig er Orðstír veittur annað hvert ár, en það er heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál. Góðir þýðendur eru dýrmætir sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu og vinna metnaðarfullt starf í þágu íslenskrar menningar – „með því að skrifa bækurnar okkar aftur á sínum tungumálum“ – eins og Auður Ava orðaði það svo fallega á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við skrifum á fámennis tungumáli og treystum á þýðendur. Þess vegna tileinka ég þeim þessi verðlaun,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur þegar hún tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs nýlega. Með því að tileinka þýðendum verðlaunin undirstrikar Auður Ava mikilvægi þeirra fyrir höfunda sem skrifa á litlum málsvæðum eins og Íslandi. Með þýðingum bókanna margfaldast lesendahópurinn og hugmyndir og erindi höfundanna ná athygli langt út fyrir landsteinana; röddin berst um heiminn. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og fer vaxandi. Árið í fyrra var metár í þýðingum íslenskra bóka á erlend mál þegar 100 verk voru þýdd á 30 tungumál. Aukna útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn má að hluta rekja til áhuga á landi og þjóð, en ekki síður til markviss kynningarstarfs erlendis á undanförnum árum, meðal annars með þátttöku í helstu bókasýningum sem haldnar eru árlega víða um heim. Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að koma íslenskum bókmenntum á framfæri erlendis. Íslenskir bókaútgefendur eru líka mikilvirkir í því starfi. Þá eru höfundarnir sjálfir ötulir við að fylgja eftir þýðingum bóka sinna erlendis, koma fram á ýmsum bókmenntaviðburðum og hitta lesendur. En lykilhlutverki í þessari þróun gegna þýðendur úr íslensku á erlend mál og þess vegna er mikilvægt að treysta böndin við þá og hvetja til enn frekari dáða. Til að sýna í verki hve mikils metin vinna þeirra er, jafnframt því að greiða götu nýrra þýðenda, hélt Miðstöð íslenskra bókmennta alþjóðlegt þýðendaþing hér á landi á síðasta ári, fyrir þýðendur íslenskra bóka víðs vegar um heiminn. Þingið tókst afar vel og þegar er hafinn undirbúningur að næsta þýðendaþingi sem haldið verður vorið 2019. Einnig er Orðstír veittur annað hvert ár, en það er heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál. Góðir þýðendur eru dýrmætir sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu og vinna metnaðarfullt starf í þágu íslenskrar menningar – „með því að skrifa bækurnar okkar aftur á sínum tungumálum“ – eins og Auður Ava orðaði það svo fallega á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun