Framtíð hinna dauðu Lára Magnúsardóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Vaxandi átök standa nú um byggingarleyfi fyrir hóteli sem verður svo stórt að það nær inn á gamlan kirkjugarð í Reykjavík. Þar kemur margt til, en í stuttu máli áforma eigendur tiltekinnar lóðar að hámarka fjárfestingu og á móti taka þeir sem réttilega telja friðhelgi hinna látnu eiga að vega þyngra á metunum.Helgi Dáið fólk og grafið er efnislegur og pólitískur raunveruleiki og þess vegna gilda um það ýmis lög, meðal annars um grafarhelgi. Helgi táknar að sérstakar reglur gilda um tiltekinn stað, tímabil, dag eða hlut og það þýðir alltaf að skylt sé að láta hið helgaða í friði í bókstaflegri merkingu. Önnur dæmi eru t.d. þinghelgi, landhelgi og friðhelgi einkalífsins. Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu segir í 6. gr.: „Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir, sbr. og almenn hegningarlög.“ Á þessu eru engin tímatakmörk og er friðhelgin því ævarandi.Umgengni við hina látnu Í 124. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um refsingu fyrir að raska grafarhelgi og ósæmilega meðferð á líki og fullyrða má að almennt samkomulag sé um að vanda alla meðferð og umgengni við hina látnu. Reglan er að þar sé engu raskað nema mjög sérstakar kringumstæður kalli á. Krufning fer fram eftir fyrirmælum í sérstökum lögum, en um meðferð stakra líkamshluta er getið annars vegar í lögum um brottnám líffæra og hins vegar lögum um menningarminjar. Fleiri lagagreinar kunna að vera til um meðferð dauðra, en öll meðferð á líkama eða líkamshluta látinna er ósæmileg ef hún er ekki í samræmi við sértæka löggjöf.Ofan- eða neðanjarðar Um það sem varðar kirkjugarða gera lög greinarmun á því sem er ofan- og neðanjarðar og setja skýrari takmörk um hið síðarnefnda, enda má segja að þar sé hið eiginlega viðfang friðhelginnar. Um það sem er neðanjarðar í niðurlögðum kirkjugarði segir í 33. gr. laga um kirkjugarða: „Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Frá þessu getur dómsmálaráðuneytið veitt undanþágu, en þarf þó fyrst samþykki kirkjugarðaráðs. Dómsmálaráðherra fer með yfirvald yfir kirkjugörðum. Skv. 32. gr. laga um kirkjugarða færist valdið ekki á aðrar hendur þótt kirkjugarður sé lagður af. Dómsmálaráðuneytið getur leyft að sléttað sé yfir niðurlagðan kirkjugarð og að sveitarfélag fái aflagðan garð til afnota sem almenningsgarð. Þetta á aðeins við yfirborðið.Ágreiningur um forræði Kirkjugarðar falla einnig undir lög um menningarminjar sem eru á forræði mennta- og menningarmálaráðherra. Komið hefur upp ágreiningur um það hvort minjastofnun hafi sjálfstæða heimild til þess að gefa út leyfi til að „grafa upp kirkjugarð, þótt um fornleifauppgröft sé að ræða“ eða hvort fyrst þurfi að liggja fyrir samþykkt kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðuneytis (Fundargerð kirkjugarðaráðs 147. fundur 5.2.2018).Menntamálaráðherra ofanjarðar Lögin sýna þó að menningarminjar liggja ofanjarðar en grafarhelgin á við það sem er undir grænni torfu og þar skilur á milli valdsviðs ráðherranna. Í 3. gr. laga um menningarminjar er fornminjum skipt í tvennt, forngripi og fornleifar: Kirkjugarður telst til fornleifa samkvæmt skilgreiningu 3. mgr., en það á aðeins við um yfirborðið, legsteina og minningarmörk, sögulegt og listrænt gildi, sbr. 41. gr. 1. mgr. Þetta hefur þetta því enga þýðingu í deilunni um Víkurgarð. Leifar af líkömum manna sem „finnast í fornleifum“ eru hins vegar forngripir skv. 3. gr. 2. mgr. Þetta gefur þó ekki tilefni til að ætla að heimild minjastofnunar nái að jafnaði til þess sem er neðanjarðar í þekktum kirkjugarði, hversu gamall sem hann kann að vera. Minjastofnun getur ekki undir neinum kringumstæðum haft vald til að ákveða af eða á um grafarró.Ábyrgð dómsmálaráðherra Skapist svo sérstakir hagsmunir að ástæða þyki til að raska grafarhelgi lítur út fyrir að það verði ekki gert refsilaust nema með leyfi dómsmálaráðherra, sbr. það sem sagt er að framan um 33. gr. kirkjugarðslaga um undanþágu frá banni við raski í aflögðum garði. Spurningarnar um leyfisveitingu fyrir hótelbyggingu í kirkjugarði snúast því um það hvort fyrirtækjahagsmunir séu yfirsterkari grundvallarreglu um grafarhelgi. Þar má segja að allir landsmenn eigi hagsmuni, því ef raunin verður að dómsmálaráðherra telji ekki ástæðu til að skipta sér af afdrifum þessa ævagamla garðs í hjarta höfuðborgarinnar, má ætla að þar með hafi verið tekin ný stefna um framtíð hinna dauðu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Vaxandi átök standa nú um byggingarleyfi fyrir hóteli sem verður svo stórt að það nær inn á gamlan kirkjugarð í Reykjavík. Þar kemur margt til, en í stuttu máli áforma eigendur tiltekinnar lóðar að hámarka fjárfestingu og á móti taka þeir sem réttilega telja friðhelgi hinna látnu eiga að vega þyngra á metunum.Helgi Dáið fólk og grafið er efnislegur og pólitískur raunveruleiki og þess vegna gilda um það ýmis lög, meðal annars um grafarhelgi. Helgi táknar að sérstakar reglur gilda um tiltekinn stað, tímabil, dag eða hlut og það þýðir alltaf að skylt sé að láta hið helgaða í friði í bókstaflegri merkingu. Önnur dæmi eru t.d. þinghelgi, landhelgi og friðhelgi einkalífsins. Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu segir í 6. gr.: „Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir, sbr. og almenn hegningarlög.“ Á þessu eru engin tímatakmörk og er friðhelgin því ævarandi.Umgengni við hina látnu Í 124. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um refsingu fyrir að raska grafarhelgi og ósæmilega meðferð á líki og fullyrða má að almennt samkomulag sé um að vanda alla meðferð og umgengni við hina látnu. Reglan er að þar sé engu raskað nema mjög sérstakar kringumstæður kalli á. Krufning fer fram eftir fyrirmælum í sérstökum lögum, en um meðferð stakra líkamshluta er getið annars vegar í lögum um brottnám líffæra og hins vegar lögum um menningarminjar. Fleiri lagagreinar kunna að vera til um meðferð dauðra, en öll meðferð á líkama eða líkamshluta látinna er ósæmileg ef hún er ekki í samræmi við sértæka löggjöf.Ofan- eða neðanjarðar Um það sem varðar kirkjugarða gera lög greinarmun á því sem er ofan- og neðanjarðar og setja skýrari takmörk um hið síðarnefnda, enda má segja að þar sé hið eiginlega viðfang friðhelginnar. Um það sem er neðanjarðar í niðurlögðum kirkjugarði segir í 33. gr. laga um kirkjugarða: „Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Frá þessu getur dómsmálaráðuneytið veitt undanþágu, en þarf þó fyrst samþykki kirkjugarðaráðs. Dómsmálaráðherra fer með yfirvald yfir kirkjugörðum. Skv. 32. gr. laga um kirkjugarða færist valdið ekki á aðrar hendur þótt kirkjugarður sé lagður af. Dómsmálaráðuneytið getur leyft að sléttað sé yfir niðurlagðan kirkjugarð og að sveitarfélag fái aflagðan garð til afnota sem almenningsgarð. Þetta á aðeins við yfirborðið.Ágreiningur um forræði Kirkjugarðar falla einnig undir lög um menningarminjar sem eru á forræði mennta- og menningarmálaráðherra. Komið hefur upp ágreiningur um það hvort minjastofnun hafi sjálfstæða heimild til þess að gefa út leyfi til að „grafa upp kirkjugarð, þótt um fornleifauppgröft sé að ræða“ eða hvort fyrst þurfi að liggja fyrir samþykkt kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðuneytis (Fundargerð kirkjugarðaráðs 147. fundur 5.2.2018).Menntamálaráðherra ofanjarðar Lögin sýna þó að menningarminjar liggja ofanjarðar en grafarhelgin á við það sem er undir grænni torfu og þar skilur á milli valdsviðs ráðherranna. Í 3. gr. laga um menningarminjar er fornminjum skipt í tvennt, forngripi og fornleifar: Kirkjugarður telst til fornleifa samkvæmt skilgreiningu 3. mgr., en það á aðeins við um yfirborðið, legsteina og minningarmörk, sögulegt og listrænt gildi, sbr. 41. gr. 1. mgr. Þetta hefur þetta því enga þýðingu í deilunni um Víkurgarð. Leifar af líkömum manna sem „finnast í fornleifum“ eru hins vegar forngripir skv. 3. gr. 2. mgr. Þetta gefur þó ekki tilefni til að ætla að heimild minjastofnunar nái að jafnaði til þess sem er neðanjarðar í þekktum kirkjugarði, hversu gamall sem hann kann að vera. Minjastofnun getur ekki undir neinum kringumstæðum haft vald til að ákveða af eða á um grafarró.Ábyrgð dómsmálaráðherra Skapist svo sérstakir hagsmunir að ástæða þyki til að raska grafarhelgi lítur út fyrir að það verði ekki gert refsilaust nema með leyfi dómsmálaráðherra, sbr. það sem sagt er að framan um 33. gr. kirkjugarðslaga um undanþágu frá banni við raski í aflögðum garði. Spurningarnar um leyfisveitingu fyrir hótelbyggingu í kirkjugarði snúast því um það hvort fyrirtækjahagsmunir séu yfirsterkari grundvallarreglu um grafarhelgi. Þar má segja að allir landsmenn eigi hagsmuni, því ef raunin verður að dómsmálaráðherra telji ekki ástæðu til að skipta sér af afdrifum þessa ævagamla garðs í hjarta höfuðborgarinnar, má ætla að þar með hafi verið tekin ný stefna um framtíð hinna dauðu á Íslandi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun