Fyrsti útisigur KA í efstu deild í meira en tólf ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 17:30 Áki Egilsnes skoraði fimm mörk fyrir ÍBV í gær. Vísir/Bára KA-menn sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í Olís deild karla i handbolta í gærkvöldi. Þetta var fyrsti útisigur nýliða KA á tímabilinu og um leið fyrsti útisigur félagsins í efstu deild í tólf og hálft ár. KA sameinaðist Þór undir merkjum Akureyrar eftir 2005/06 tímabilið og sambandið hélt út 2016/17 tímabilið þegar Akureyrarliðið féll úr efstu deild. KA ákvað að spila aftur undir eigin merki á fyrravetur. KA-menn unnu sig upp úr Grill 66 deild karla í vor og spiluðu því aftur meðal þeirra bestu á þessu tímabili. Þetta var fjórði útileikur tímabilsins hjá KA í Olís deild karla en liðið hafði enn ekki náð að vinna utan Akureyrar í vetur. Liðið landaði aftur á móti sigri í Eyjum í gær. Það var fyrsti útisigur KA í úrvalsdeild karla frá 22. apríl 2006 eða í rúmlega 150 mánuði. Alls liðu 4595 dagar eða 12 ár, sex mánuðir og 29 dagar á milli útisigra KA-manna í efstu deild.Magnús Stefánsson lyftir deildarbikarnum síðasta vor.FBL/ValliSíðasti útisigurinn á undan þeim í gær kom á móti Stjörnunni í Garðabæ í apríl mánuði fyrir rúmlega tólf árum. KA vann þann leik 26-21. Í liði KA fyrir tólf árum lék einmitt Magnús Stefánsson en hann lék með ÍBV-liðinu í gær. Aðstoðarþjálfari KA í útisigrinum í Garðabæ fyrir 150 mánuðum síðan var síðan Árni Stefánsson. Sonur Árna, Stefán Árnason, þjálfar einmitt KA-liðið í dag, og er að gera mjög flotta hluti með nýliðina. Magnús skoraði fjögur mörk fyrir KA-liðið í leiknum fyrir rúmum tólf árum og va þá þriðji markahæsti maður liðsins á eftir þeim Goran Gusic (8 mörk) og Ragnari Snæ Njálssyni (5 mörk). Magnús náði ekki að skora fyrir ÍBV í gær enda spilar hann aðallega í vörninni. Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
KA-menn sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í Olís deild karla i handbolta í gærkvöldi. Þetta var fyrsti útisigur nýliða KA á tímabilinu og um leið fyrsti útisigur félagsins í efstu deild í tólf og hálft ár. KA sameinaðist Þór undir merkjum Akureyrar eftir 2005/06 tímabilið og sambandið hélt út 2016/17 tímabilið þegar Akureyrarliðið féll úr efstu deild. KA ákvað að spila aftur undir eigin merki á fyrravetur. KA-menn unnu sig upp úr Grill 66 deild karla í vor og spiluðu því aftur meðal þeirra bestu á þessu tímabili. Þetta var fjórði útileikur tímabilsins hjá KA í Olís deild karla en liðið hafði enn ekki náð að vinna utan Akureyrar í vetur. Liðið landaði aftur á móti sigri í Eyjum í gær. Það var fyrsti útisigur KA í úrvalsdeild karla frá 22. apríl 2006 eða í rúmlega 150 mánuði. Alls liðu 4595 dagar eða 12 ár, sex mánuðir og 29 dagar á milli útisigra KA-manna í efstu deild.Magnús Stefánsson lyftir deildarbikarnum síðasta vor.FBL/ValliSíðasti útisigurinn á undan þeim í gær kom á móti Stjörnunni í Garðabæ í apríl mánuði fyrir rúmlega tólf árum. KA vann þann leik 26-21. Í liði KA fyrir tólf árum lék einmitt Magnús Stefánsson en hann lék með ÍBV-liðinu í gær. Aðstoðarþjálfari KA í útisigrinum í Garðabæ fyrir 150 mánuðum síðan var síðan Árni Stefánsson. Sonur Árna, Stefán Árnason, þjálfar einmitt KA-liðið í dag, og er að gera mjög flotta hluti með nýliðina. Magnús skoraði fjögur mörk fyrir KA-liðið í leiknum fyrir rúmum tólf árum og va þá þriðji markahæsti maður liðsins á eftir þeim Goran Gusic (8 mörk) og Ragnari Snæ Njálssyni (5 mörk). Magnús náði ekki að skora fyrir ÍBV í gær enda spilar hann aðallega í vörninni.
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira