Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 22:59 Trump og Roberts þann 20. janúar 2017 þegar Trump tók við embætti forseta. Það er hlutverk forseta Hæstaréttar að láta forsetann sverja embættiseið. Getty/Alex Wong John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, var harðorður í garð Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump gagnrýndi alríkisdómara í Kaliforníu. Sagði Trump að dómari sem úrskurðaði um að stjórnvöld mættu ekki hafna umsóknum flóttafólks um hæli hefði það komið ólöglega til Bandaríkjanna, væri „Obama dómari.“ Dómarinn sem um ræðir starfar við áfrýjunardómstól í Kaliforníu, sem hefur verið mikið á milli tannanna á Trump, eða 9th circuit. Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump, sem hefur í tíð sinni verið gjarn á að tala gegn dómurum, sérstaklega ef innflytjendastefna hans er talin ólögmæt. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hvergi að finna „Obama dómara, eða Trump dómara, Bush dómara eða Clinton dómara,“ í yfirlýsingu sem hæstiréttur sendi frá sér eftir fyrirspurn frá AP. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hins vegar að finna einstakan hóp duglegra dómara sem gerðu sitt besta til að fá réttlætinu fullnægt og að sjálfstæðir dómstólar væru eitthvað sem allir Bandaríkjamenn mættu þakka fyrir. Sjálfur hefur Roberts verið forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 2005. Hann var tilnefndur af George W. Bush og er almennt talinn hluti af íhaldssömum armi dómsins. Ummæli Roberts fóru öfugt ofan í forsetann sem brást við ummælum Roberts á Twitter í dag. Sagði forsetinn að það væri víst að finna „Obama dómara“ í Bandaríkjunum. „Og þeir eru með aðrar skoðanir en fólkið sem tryggir öryggi landsins okkar.“ Sorry Chief Justice John Roberts, but you do indeed have “Obama judges,” and they have a much different point of view than the people who are charged with the safety of our country. It would be great if the 9th Circuit was indeed an “independent judiciary,” but if it is why...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018.....are so many opposing view (on Border and Safety) cases filed there, and why are a vast number of those cases overturned. Please study the numbers, they are shocking. We need protection and security - these rulings are making our country unsafe! Very dangerous and unwise! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018 Sagði hann að það væri frábært ef dómstóllinn í Kaliforníu væri sjálfstæður dómstóll, en gaf því undir fótinn að svo væri ekki vegna fjölda innflytjenda mála sem dómurinn sneri við. „Vinsamlegast kannaðu tölurnar. Þær eru hneykslanlegar. Við þurfum vernd og öryggi, þessir dómar gera landið okkar óöruggt! Mjög hættulegt og óskynsamlegt!“ Washington Post hefur tekið saman dæmi þar sem Trump hefur gagnrýnt ákvarðanir dómstólsins í Kaliforníu og kannað hve mikið af þeim á sér stoðir í raunveruleikanum. Lesa má umfjöllunina hér. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, var harðorður í garð Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump gagnrýndi alríkisdómara í Kaliforníu. Sagði Trump að dómari sem úrskurðaði um að stjórnvöld mættu ekki hafna umsóknum flóttafólks um hæli hefði það komið ólöglega til Bandaríkjanna, væri „Obama dómari.“ Dómarinn sem um ræðir starfar við áfrýjunardómstól í Kaliforníu, sem hefur verið mikið á milli tannanna á Trump, eða 9th circuit. Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump, sem hefur í tíð sinni verið gjarn á að tala gegn dómurum, sérstaklega ef innflytjendastefna hans er talin ólögmæt. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hvergi að finna „Obama dómara, eða Trump dómara, Bush dómara eða Clinton dómara,“ í yfirlýsingu sem hæstiréttur sendi frá sér eftir fyrirspurn frá AP. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hins vegar að finna einstakan hóp duglegra dómara sem gerðu sitt besta til að fá réttlætinu fullnægt og að sjálfstæðir dómstólar væru eitthvað sem allir Bandaríkjamenn mættu þakka fyrir. Sjálfur hefur Roberts verið forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 2005. Hann var tilnefndur af George W. Bush og er almennt talinn hluti af íhaldssömum armi dómsins. Ummæli Roberts fóru öfugt ofan í forsetann sem brást við ummælum Roberts á Twitter í dag. Sagði forsetinn að það væri víst að finna „Obama dómara“ í Bandaríkjunum. „Og þeir eru með aðrar skoðanir en fólkið sem tryggir öryggi landsins okkar.“ Sorry Chief Justice John Roberts, but you do indeed have “Obama judges,” and they have a much different point of view than the people who are charged with the safety of our country. It would be great if the 9th Circuit was indeed an “independent judiciary,” but if it is why...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018.....are so many opposing view (on Border and Safety) cases filed there, and why are a vast number of those cases overturned. Please study the numbers, they are shocking. We need protection and security - these rulings are making our country unsafe! Very dangerous and unwise! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018 Sagði hann að það væri frábært ef dómstóllinn í Kaliforníu væri sjálfstæður dómstóll, en gaf því undir fótinn að svo væri ekki vegna fjölda innflytjenda mála sem dómurinn sneri við. „Vinsamlegast kannaðu tölurnar. Þær eru hneykslanlegar. Við þurfum vernd og öryggi, þessir dómar gera landið okkar óöruggt! Mjög hættulegt og óskynsamlegt!“ Washington Post hefur tekið saman dæmi þar sem Trump hefur gagnrýnt ákvarðanir dómstólsins í Kaliforníu og kannað hve mikið af þeim á sér stoðir í raunveruleikanum. Lesa má umfjöllunina hér.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira